Jurtalitun

Úr Ásta
Útgáfa frá 22. mars 2012 kl. 03:00 eftir Salvor (Spjall | framlög)
Stökkva á: flakk, leita

í smíðum Höfundur Salvör Gissurardóttir Markhópur kvöldskóli, fullorðinsfræðsla, tómstundanám.


Efnisyfirlit

Inngangur

Þessi lexía fjallar um hvernig föt og vaðmál voru lituð með jurtalit og hvaða aðferðir voru notaðar til að fá hvern lit

Svart

Það var algengast að lita úr sortu sem var tekin úr forarmýrum, oftast var 1 - 2 álna djúpt niður á sortulagið.

Sortulitun hversdagsfata

Fyrst var tekið sortulyng, það skorið og látið standa í vatni í eina til tvær vikur þangað til lögurinn var orðinn sterkur. Þá var vaðmál sem átti að lita sett í pott og sortulyngslögurinn yfir. Þetta var soðið í 6 til 8 klukkustundir. Lyng var sett undir í pottinn svo brynni ekki við. Vaðmálið varð mósvart að lit.

Sortulitun sparifata

Sorta var hrærð út í vatni, látin setjast til og því þunna hellt af. Þessari leðju var svo atað um mósvart vaðmál, það vafið upp og leginum af sortunni hellt yfir og vænn smérbiti látinn í pottinn til að varna því að vaðmálið brynni. Þetta var soðið í 12 klukkustundir.

Stundum var litað undir sortu úr bláberjalegi


Blátt

Fyrr á öldum var blátt litað úr w:blágresi Blátt var mest litað úr blásteini (indigo). Það fór að flytjast til landsins á síðari hluta 18. aldar. Blátré (campeche-tré, brúnbrís á Norðurlandi) var fyrst flutt inn um 1820. Áður var blátt litað úr storkablágresi. Sagt er að aðeins ein kona hafi kunnað það um 1780 en haldið aðferðinni leyndri og dó sú kunnátta út með henni.


Fjólublátt

Fjólublátt var litað úr krækiberjalyngi en blátt úr bláberjum en þessir litir voru ekki endingargóðir.


Rautt

Rautt var algengast að lita úr kúahlandi. Það sem átti að lita var látið liggja í hlandinu í sex vikur. Til að fá rauðbrúnan lit var notaður steinamosi í hlandið. Litað var úr fjallagrösum hárauður litur. Grösin voru þá lögð innan í það sem átti að lita og soðin eina klukkustund í leirpotti. Þá var allt tekið upp og þvegið vandlega og grösin týnd úr og efnið sett í tréílát og hellt yfir nýju kúahlandi. Kýrin þurfti að vera töðualin ef vel átti að vera. Skipta þurfti um kúahland annan eða þriðja hvern dag. Það tók viku til hálfan mánuð að fá hárauðan lit.


Gult

Gult var litað úr ýmsum jurtum svo sem fjallagrösum, jafna (þá var oft bættur liturinn með aðalbláberjalyngsblöðm eða birkiblöðum), heimulunjóla, muru, sóleyjum, gulmöðru. Stundum var litað úr blöndu af þessum jurtum. Jurtirnar voru settar í pott með því sem átti að lita og það soðið. Ef sokkar voru litaðir gulir var litarefninu troðið í sokkana og síðan soðið.

Grænt

Grænt var litað með því að lita fyrst gult og síðan með blásteini. Grænt var einnig litað úr brenninetlu. Hún var látin með köldu hlandi í eirketil og litarefnið látið standa þangað til liturinn var orðinn hæfilegur. Spansgrænan hefur líklega átt mestan þátt í lituninni. Grænt var einnig litað úr safa úr mururótum og dökkgrænt og mógrænt var litða úr geitnaskóf.

Verkefni og próf

  • /Spurningar
  • Krossapróf um jurtalitun (hér kemur seinna tenging í hot potatos æfingu)
  • /Fatalitir á landsnámsöld (hér kemur seinna undirsíða með vefleiðangri um jurtalitun/litklæði)


Heimild

  • Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, 1934


Jurtalisti


Tenglar


Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri