Jurtalitun

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita

í smíðum Höfundur Salvör Gissurardóttir Markhópur kvöldskóli, fullorðinsfræðsla, tómstundanám.

Armand Kohl24.jpg Bleikingarverksmiðja 1889 Armand Kohl30a.jpg Armand Kohl32.jpg Satínáferð Armand Kohl48.jpg ullin kembd

Armand_Kohl36.jpg Jólaskemmtun


Efnisyfirlit

Inngangur

Þessi lexía fjallar um hvernig föt og vaðmál voru lituð með jurtalit og hvaða aðferðir voru notaðar til að fá hvern lit

Svart

Það var algengast að lita úr sortu sem var tekin úr forarmýrum, oftast var 1 - 2 álna djúpt niður á sortulagið.

Sortulitun hversdagsfata

Fyrst var tekið sortulyng, það skorið og látið standa í vatni í eina til tvær vikur þangað til lögurinn var orðinn sterkur. Þá var vaðmál sem átti að lita sett í pott og sortulyngslögurinn yfir. Þetta var soðið í 6 til 8 klukkustundir. Lyng var sett undir í pottinn svo brynni ekki við. Vaðmálið varð mósvart að lit.

Sortulitun sparifata

Sorta var hrærð út í vatni, látin setjast til og því þunna hellt af. Þessari leðju var svo atað um mósvart vaðmál, það vafið upp og leginum af sortunni hellt yfir og vænn smérbiti látinn í pottinn til að varna því að vaðmálið brynni. Þetta var soðið í 12 klukkustundir.

Stundum var litað undir sortu úr bláberjalegi


Blátt

Fyrr á öldum var blátt litað úr w:blágresi Blátt var mest litað úr blásteini (indigo). Það fór að flytjast til landsins á síðari hluta 18. aldar. Blátré (campeche-tré, brúnbrís á Norðurlandi) var fyrst flutt inn um 1820. Áður var blátt litað úr storkablágresi. Sagt er að aðeins ein kona hafi kunnað það um 1780 en haldið aðferðinni leyndri og dó sú kunnátta út með henni.


Fjólublátt

Fjólublátt var litað úr krækiberjalyngi en blátt úr bláberjum en þessir litir voru ekki endingargóðir.


Rautt

Rautt var algengast að lita úr kúahlandi. Það sem átti að lita var látið liggja í hlandinu í sex vikur. Til að fá rauðbrúnan lit var notaður steinamosi í hlandið. Litað var úr fjallagrösum hárauður litur. Grösin voru þá lögð innan í það sem átti að lita og soðin eina klukkustund í leirpotti. Þá var allt tekið upp og þvegið vandlega og grösin týnd úr og efnið sett í tréílát og hellt yfir nýju kúahlandi. Kýrin þurfti að vera töðualin ef vel átti að vera. Skipta þurfti um kúahland annan eða þriðja hvern dag. Það tók viku til hálfan mánuð að fá hárauðan lit.


Gult

Gult var litað úr ýmsum jurtum svo sem fjallagrösum, jafna (þá var oft bættur liturinn með aðalbláberjalyngsblöðm eða birkiblöðum), heimulunjóla, muru, sóleyjum, gulmöðru. Stundum var litað úr blöndu af þessum jurtum. Jurtirnar voru settar í pott með því sem átti að lita og það soðið. Ef sokkar voru litaðir gulir var litarefninu troðið í sokkana og síðan soðið.

Grænt

Grænt var litað með því að lita fyrst gult og síðan með blásteini. Grænt var einnig litað úr brenninetlu. Hún var látin með köldu hlandi í eirketil og litarefnið látið standa þangað til liturinn var orðinn hæfilegur. Spansgrænan hefur líklega átt mestan þátt í lituninni. Grænt var einnig litað úr safa úr mururótum og dökkgrænt og mógrænt var litða úr geitnaskóf.

Verkefni og próf

  • /Spurningar
  • Krossapróf um jurtalitun (hér kemur seinna tenging í hot potatos æfingu)
  • /Fatalitir á landsnámsöld (hér kemur seinna undirsíða með vefleiðangri um jurtalitun/litklæði)


Heimild

  • Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, 1934


Jurtalisti


Tenglar


Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:

Morgunblaðið, 253. tölublað (06.11.1997), Blaðsíða 46 http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1891019


46 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÚNN, mógrænn, gulur, svargrár og drapplitur litur, allt úr garðamaríu stakki.

Jurtalitun BLOM VIKUNNAR msjón Agústa Björnsdóttir 374. þáttur JURTALITUN er ævaforn aðferð við að breyta lit á voð eða bandi. Land- námsmennirnir íslensku kunnu skil á jurtalitun, en ekki hafa þeir getað safnað hérlendis öllum þeim litunarjurtum, sem uxu í þeirra heimahögum. I fornsögum er búnaði manna oft lýst. Þar kemur glöggt fram hve skrautleg klæði voru í miklum met- um og þóttu jafnvel við hæfi sem höfðingjagjafir. Ein íslendingasagna - Svarfdælasaga - fjallar um deilur ogvígaferli, sem risu af jurtasöfnunarferð, en þá var jurtunum safnað án leyfis landeiganda. í ferðabók Eggerts og Bjarna

íumkrómat og tinkl- óríð. Auk þess eru edik, ammoníak, vínsýra og mat- arsódi oft notuð. Skiptir þá máli hvort þessi efni komast í snertingu við ullina áður eða eftir að hún fer í lit- arbaðið. Með því að víxla saman notkun þessara efnasam- banda má fá tugi litbrigða með sama styrk jurtalitarins sjálfs. íslenskar litunarjurtir eru margar, en þó er erfitt að fá sterkrauða og bláa liti. Áður fyrr var notað kúahland til að lita rautt og sagt er að blátt hafi fengist með blágresi. Nú er indigo notað til að lita blátt en krapprót og kaktuslús til að lita rautt og þessi

er fjallað um helstu litunarjurtir efni eru öll keypt í lyfjabúð. Sem og jafnvel lýst notkun þeirra. dæmi um litunarjurtir má nefna Algengasta litunarjurtin varbeitilyng, bláberjalyng, sortu-

sortulyngið. Það var haft til að lyng, fjalldrapa, fjallagrös, litun-

gera blek og lita skinn og vefn- arjafna, litunarmosa, hvönn og

að. Með því fékkst mósvartur litur, en til að skýra hann og dekkja, var notuð sorta, leðja sem fékkst djúpt í mómýrum. Víða var gengið svo nærri sortulynginu, að sækja varð það í aðrar sveitir. Eins voru litunarjafni og litunarmosi mikið notaðir.

Séra Björn Halldórsson í gulmöðru- og krossmöðrurót.

kemur garðræktandinn til sög- Grasnytjaru.þ.b. 1775.Þarnefn- ir hann jurtalitun 45 sinnum.


þægilegra er að kaupa garn úr til litunar. Nota má smárakolla búð og einfalt að velja nákvæm- og túnsúru, blóm brennisóleyjar

Oft er erfitt að fá nákvæm-

gefa gula litartóna og faxið af snarrótarpuntinum græna. Úr grænmetisgarðinum fæst gulrótargrasið, sem gefur rauðgulan lit og við grisjun rabarbara fellur alltaf til töluvert af rótum, en úr þeim má fá fallegan rauðleitan lit. Meira að segja njólinn og haugarfinn gera sitt gagn við litun.

garðamaríu stakki má laða fram ljósdrapp,

Breytilegt er hversu mikið gula, græna, brúna eða grá- þarf að nota af jurtum, en algengt er að nota þrefaldan þunga svarta liti. Regnfangið gefur

  gula og græna tóna. Mikið fellur

ferskrar jurtar móti ullarbandi , til af birkilaufi við klippingu, sem en jafnt af hvoru séu jurtirnar vel má nota og með birkiberki þurrkaðar. Mismunandi litar- má fá bleika, lilla eða brúna liti. styrk má svo fá með því að breyta magni jurtanna. Ýmis efnasambönd eru notuð við jurta- litun til að festa litinn, gera hann ljósþolinn, skýra eða breyta á ýmsa vegu. Algengast er að nota álún (aluminium-kalium-sul- fat), járnsúlfat, koparsúlfat, kal- Eins er elri- og lerkibörkur góð- ur til litunar. Sölnað gulvíðis- og gljávíðislauf gefur mjög skemmtileg litbrigði af gulu, grænu og brúnu. Það er hægt að safna jurtum til litunar allt árið. S.Hj.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri