Rækja
Saga um ofveiði
Heimild
Árið 1923 var fyrst hyrjað að veiða
rækju á Sunnmæri og veiddist í fyrstu
mjög mikið, enda fjölgaði hátunum ört
og voru á þriðja ári orðnir um 30. Það
kom skjótt í ljós, að rækjustofninn þoldi
ekki þá ágengni, sem slík þátttaka i veið-
inni hlaut að hafa í för með sér. Hvert
rækjumiðið á fætur öðru var svo uppurið, að ekki þótti svara kostnaði að sarga
þar lengur. Sjómennirnir voru einnig á
þeirri skoðun, að sjálfsagt væri að láta
þau mið í friði um nokkur ár, þar sem
mjög var gengið á rækjustofninn. Höfðu
fiskimennirnir þá trú, að rækjunni mundi
fjölga ört aftur, á þeim miðum, þar sem
ekki væru stundaðar veiðar með rækju-
trolli um nokkra ára skeið. En þeim hefir
ekki orðið að trú sinni. Skulu hér nefnd
sem dæmi þrjú víðáttumikil rækjumið á
Sunnmæri, þar sem tijraunir hafa verið
gerðar með friðun. Svæði þessi eru Vann-
ylvsfjörður, Dalsfjörður og Örsta. A öll-
um þessum svæðum var hyrjað að veiða
með rækjutrolli árið 1923.
Dalsfjörður er minnstur af þessum
svæðum, en veiði var þar mjög mikil í
hyrjun. Var algengt að fá 30—50 kg í hali.
Þegar veiðin hafði verið stunduð þar í
hálft annað ár, var svo komið, að rækjan
var alveg uppurin. Síðan 1924 hefir þetta
mið alveg verið friðað. Sumarið 1928
reyndi að vísu einn hátur þar, en varð ekki
var. í ágúst í sumar varð svo aftur gerð
tilraun með rækjuveiði í Dalsfirði og varð
árangurinn sá, að aðeins 10 rækjur feng-
ust á þriggja stunda togtíma.