Kjúklingabaunir

(Munur milli útgáfa)
Stökkva á: flakk, leita
m
Lína 1: Lína 1:
 
[[flokkur:uppskriftir]]
 
[[flokkur:uppskriftir]]
 
<pre>
 
<pre>
 +
 +
Karrýpottréttur með kjúklingabaunum og sætum kartöflum
 +
 +
mildur karrýréttur. Í réttinn á að nota indverskt karrý eða svipað uppbyggt karrý, þ.e. karrý sem inniheldur kóríander, kúmin, túrmerik og cayennepipar (eða chili pipar), ekki tælenskt karrý. Ég notaði Sri Lanka karrýblönduna mína. Mér finnst hún alveg sérstaklega góð, auk þess að innihalda mikið magn af hollum kryddum. Það eru hins vegar til fínar karrýblöndur í búðunum sem vissulega er hægt að nota.
 +
 +
Uppskriftin inniheldur eftirfarandi krabbameinshamlandi fæðutegundir:
 +
Grænmeti: laukur, kartöflur, gulrætur
 +
Krydd og kryddjurtir: karrý (inniheldur chili, kóríander, fennel, kardimommur, negulnagla, túrmerik, kanil), ferskt kóríander, svartur pipar
 +
 +
 +
 +
Uppskrift
 +
fyrir 4-6
 +
 +
1 1/2 tsk kókosolía
 +
1 1/2 bolli laukur niðurskorinn (um 2 laukar)
 +
2 hvítlauksrif marin
 +
1 stór græn paprika niðurskorin
 +
3 gulrætur niðurskornar
 +
1 1/2 tsk karrý
 +
1/2 tsk malað kúmin
 +
1/4 tsk cayenne pipar
 +
1/2-1 tsk salt
 +
3 bollar grænmetissoð
 +
4 bollar sætar kartöflur (um 2 stórar)
 +
2 bollar soðnar kjúklingabaunir (eða í dós, um 1 dós)
 +
1 bolli kókosmjólk
 +
1/4 bolli ferskt kóríander smátt saxað
 +
nýmalaður svartur pipar
 +
 +
Hitið olíuna í potti og steikið laukinn í um 3 mínútur, bætið þá  hvítlauknum, paprikunni og gulrótunum út í og steikið í um 5 mínútur. Bætið karrýi, kúmini, cayenne pipar og 1/2 tsk af salti út í og steikið í um 2 mínútur. Hrærið vel svo að kryddið festist ekki við botninn á pottinum. Bætið því næst grænmetissoði og sætu kartöflunum út í og náið upp suðu. Sjóðið í um 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Takið um helminginn af sætu kartöflunum upp úr réttinum og maukið annað hvort með gaffli eða í matvinnsluvél og hellið svo aftur út í réttinn og hrærið vel. Bætið þá kjúklingabaununum, kókosmjólkinni, kóríanderi og svörtum pipar út í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Smakkið og saltið eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.
 +
 +
 +
 +
 +
 +
 
Kjúklingabaunaréttur  
 
Kjúklingabaunaréttur  
  

Útgáfa síðunnar 16. nóvember 2012 kl. 16:39


Karrýpottréttur með kjúklingabaunum og sætum kartöflum

mildur karrýréttur. Í réttinn á að nota indverskt karrý eða svipað uppbyggt karrý, þ.e. karrý sem inniheldur kóríander, kúmin, túrmerik og cayennepipar (eða chili pipar), ekki tælenskt karrý. Ég notaði Sri Lanka karrýblönduna mína. Mér finnst hún alveg sérstaklega góð, auk þess að innihalda mikið magn af hollum kryddum. Það eru hins vegar til fínar karrýblöndur í búðunum sem vissulega er hægt að nota.

Uppskriftin inniheldur eftirfarandi krabbameinshamlandi fæðutegundir:
Grænmeti: laukur, kartöflur, gulrætur
Krydd og kryddjurtir: karrý (inniheldur chili, kóríander, fennel, kardimommur, negulnagla, túrmerik, kanil), ferskt kóríander, svartur pipar



Uppskrift
fyrir 4-6

1 1/2 tsk kókosolía
1 1/2 bolli laukur niðurskorinn (um 2 laukar)
2 hvítlauksrif marin
1 stór græn paprika niðurskorin
3 gulrætur niðurskornar
1 1/2 tsk karrý
1/2 tsk malað kúmin
1/4 tsk cayenne pipar
1/2-1 tsk salt
3 bollar grænmetissoð
4 bollar sætar kartöflur (um 2 stórar)
2 bollar soðnar kjúklingabaunir (eða í dós, um 1 dós)
1 bolli kókosmjólk
1/4 bolli ferskt kóríander smátt saxað
nýmalaður svartur pipar

Hitið olíuna í potti og steikið laukinn í um 3 mínútur, bætið þá  hvítlauknum, paprikunni og gulrótunum út í og steikið í um 5 mínútur. Bætið karrýi, kúmini, cayenne pipar og 1/2 tsk af salti út í og steikið í um 2 mínútur. Hrærið vel svo að kryddið festist ekki við botninn á pottinum. Bætið því næst grænmetissoði og sætu kartöflunum út í og náið upp suðu. Sjóðið í um 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Takið um helminginn af sætu kartöflunum upp úr réttinum og maukið annað hvort með gaffli eða í matvinnsluvél og hellið svo aftur út í réttinn og hrærið vel. Bætið þá kjúklingabaununum, kókosmjólkinni, kóríanderi og svörtum pipar út í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Smakkið og saltið eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.






Kjúklingabaunaréttur 

1 laukur 
2-3 hvítlauksrif 
1 dl rúsínur 
1 dl apríkósur (þurrkaðar) 
600 g niðursoðnir tómatar 
1 msk hnetusmjör 
1 tsk Garam Masala 
2 dl eplasafi 
2 dl vatn 
1 bolli kjúklingabaunir 
2 msk sítrónusafi 
salt og pipar, ef vill 
1 dl cashew hnetur 

Baunirnar eru lagðar í bleyti í sólarhring, soðnar í 1 klst og soðinu svo hellt af. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíu. Ávextirnir brytjaðir og þeim bætt á pönnuna ásamt tómötunum, hnetusmjöri, Garam Masala, eplasafa og vatni. Látið sjóða saman í ca. 20 mín. Baununum blandað saman við réttinn á pönnunni og hitað vel. Að síðustu er sítrónusafanum bætt út í ásamt salti og pipar. Hnetunum er svo stráð yfir réttinn.

*********************************************************

Kjúklingabaunir m/ kartöflum og tómötum 

6-8 msk. ólífuolía 
3-4 hvítlauksrif, pressuð 
2 laukar, gróft saxaðir 
3-5 tómatar, smátt skornir 
4 soðnar kartöflur, skrældar og skornar í teninga 
1½ bolli soðnar kjúklingabaunir 
1-2 tsk. salt 
1/8 tsk. svartur pipar 
1½ msk. sítrónusafi 
1/2-1 bolli vatn 

Leggið baunirnar í bleyti daginn áður (miðað við 24 klst.). Sjóðið svo í 80 mín. Hitið olíuna í potti, steikið laukinn þar til hann er glær, bætið hvítlauknum út í og síðan tómötunum. Hrærið og sjóðið í 1-2 mín. Bætið öllu öðru út í, vatninu síðast. Látið suðuna koma upp. Lokið pottinum og sjóðið við vægan hita í 20 mín

 

*********************************************************

Grænmetisréttur frá Túnis 

ólífuolía 
2 laukar, skornir þunnt 
3 bollar þunnt skorið hvítkál 
salt 
1 stór græn paprika 
1 stór rauð paprika 
3 tsk kóríanderduft 
1 tsk túrmerik 
1 tsk kanill 
cayenne pipar e. smekk 
2 dósir niðurs. tómatar 
1/2 bolli rúsínur 
1 dós kjúklingabaunir eða ca. 250-300 g soðnar kjúklingabaunir (tæpur bolli ósoðnar) 
1 msk sítrónusafi 
kúskús eða hýðishrísgrjón 
1 poki möndlur, afhýddar 
jöklasalat eða annað létt salat (til að hafa með matnum) 

Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið laukinn. Bætið hvítkáli út á og látið malla við lágan hita þar til kálið er farið að mýkjast. Stráið salti yfir og hrærið í af og til. Bætið paprikunni út í ásamt kryddinu og látið allt krauma í nokkrar mínútur. Bætið tómötum, rúsínum og soðnum kjúklingabaunum út í og látið krauma í korter eða þar til grænmetið er allt orðið mjúkt. Ef ekki eru notaðar niðursoðnar baunir þarf að leggja þær í bleyti kvöldið áður og sjóða í fersku vatni í 1 klst áður en þeim er bætt út í. Bragðbætið að síðustu með sítrónu-safanum, ásamt salti eftir smekk. Berið fram með smáttskornum fetaosti, jöklasalati, ristuðum möndlum, og kúskús eða hýðishrísgrjónum. Gott er að setja góða smjörklípu saman við kúskús eða bragðbæta grjónin með grænmetistening sem settur er út í soðvatnið ásamt kanilstöng og hvítlauksrifi.


*****************************************************

Indverskur kjúklingabaunapottréttur 

1 laukur 
1 hvítlauksrif 
1 ferskt chili 
2 cm engiferrót 
2-3 msk milt karrímauk frá pataks (eða hvaða framl. sem er svo sem) 
1 msk ólífuolía 
1 lítill blómkálshaus (einnig má nota spergilkál í staðinn) 
1 dós kjúklingabaunir (um 400 g soðnar baunir) 
1 dós kókosmjólk (400 ml) 
100 g sykurbaunir (snjóbaunir) 
2 tómatar 
smá sjávarsalt og nýmalaður pipar 
25 g ferskt kóríander 

Hægt er að nota venjulegt krydd í stað karrímauksins og þá er þetta blandan: 2 tsk cumin, 2 tsk kóríander, 1 tsk kanill, 1 tsk paprika og 1 tsk túrmerik. Þennan rétt má frysta. Skerið laukinn í fernt, chili í tvennt og fræhreinsið. Afhýðið engiferrótina og skerið tómatana í bita. Setjið lauk, hvítlauk, chili, engifer og karrímauk í matvinnsluvél og maukið. Hitið olíu á pönnu og steikið maukið þar í um 2 mín og hrærið stöðugt í. Setjið blómkál, kjúklingabaunir og kókosmjólk út í og sjóðið í um 10 mín til viðbótar án loks. Leyfið sykurbaununum að malla með síðustu 5 mín. Smakkið til með sjávarsalti og svörtum pipar og dreifið smátt söxuðu kóríander yfir réttinn. Hann er til þegar sykurbaunirnar eru orðnar hæfilega meyrar. Berið fram. Gott er að hafa basmati hrísgrjón og einfalt tómatasalat með þessum rétti. Ef fólk er ekki hrifið af sterku bragði þá má alveg sleppa chiliinu.

******************************************************

Grískur baunaréttur 

1/2 kg soðnar hvítar baunir 
1-2 hvítlauksrif 
svartar ólívur 
litlir tómatar 
graslaukur, klipptur 
e.t.v. laukhringir 

1/2 bolli ólífuolía 
4 msk sítrónusafi 
salt og pipar 

Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt. Hellið soðinu og setjð nýtt vatn á þær og sjóðið þar til þær eru linar. Sigtið vatnið frá og látið þær kólna. Pressið hvítlaukinn, skerið ólífurnar í tvennt og tómatana í litla báta og blandið baununum saman við. Blandið saman olíu, sítrónusafa og kryddi og hellið yfir blönduna og klippið graslaukinn yfir og leggið þunna laukhringi efst, ef lauku er notaður. Berið fram með heimabökuðu brauði.

*******************************************************
Kjúklingabaunaréttur með hreinni jógúrt

2 msk matarolía
 1-2 laukar, saxaðir
 1 græn paprika 
2 hvítlauksrif, pressuð 
1 ½ tsk karrý 
1 msk hvítvínsedik 
1 dós tómatar (400 g) 
600 g kjúklingabaunir (eða 2 dósir niðursoðnar kjúklingabaunir)
 600 g kartöflur, flysjaðar og skornar í bita 
1 hrein jógúrt

1. Ef kjúklingabaunirnar eru ekki niðursoðnar þarf að leggja þær í bleyti í 12 klst., 
eða yfir nótt og sjóða þær í 1 ½ klst 
2. Hitið olíu í potti. Steikið lauk, papriku, hvítlauk og karrý
 í olíunni þar til laukurinn er orðinn mjúkur 
3. Bætið við ediki, tómötum (með safa), 
kjúklingabaunum og kartöflum. Látið krauma í u.þ.b. 20 mínútur 
eða þar til kartöflurnar eru soðnar. Hrærið við og við 
4. Jógúrtin er notuð sem sósa út á 
Berist fram með brauði og salati
********************************************************

Klúklingabaunir lagðar í bleyti yfir nótt. Soðnar í klukkutíma.
Stór laukur ,
paprika,
grænar baunir.
olia,
hvítlauksrif
karrímauk frá Pataks(Mild curry paste coriander og cumin)


Olían er hituð með smáttskornum lauknum og 1 msk. af karrýmaukinu.

Grænmetið og baunirnar sett út í. Látið malla.

Rétturinn er tilbúinn svona, en það má líka setja þetta í deig og djúpsteikja.
Gott er að borða hrísgrjón og nanbrauð með þessu. Mjög gott er að hafa Raitu með þessu.

Raita= Hrein jógúrt, smátt skorin c.a 1/5 agúrka, kókosmjöl og smá kumin krydd.
**********************************************************************************************

Marokkóskur grænmetisréttur


* 1/4 tsk chilipipar , eða eftir smekk

* 1 tsk engifer (duft)

* 150 g gulrætur

* 2-3 hvítlauksgeirar

* 1 dós kjúklingabaunir

* 2 tsk kummin

* 1 kúrbítur

* 1 laukur

* salt

* 500 g sætar kartöflur

* 1 dós tómatar

* 2 tsk túrmerik

* 350 ml vatn

* 2 msk ólífuolía





Saxið laukinn og pressið hvítlaukinn eða saxið hann smátt.
Hitið olíuna í potti og látið lauk og hvítlauk krauma

við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast.


Bætið þá kummini, túrmeriki, engifer og chili-pipar í pottinn,
hrærið og látið krauma þar til kryddið ilmar vel.
Setjið tómatana og kjúklingabaunirnar út í,
ásamt vökvanum í dósunum, bætið vatninu við,
saltið, hitið að suðu og látið malla smástund.

Afhýðið sætu kartöflurnar og gulræturnar

og skerið þær í fremur litla bita. Skerið kúrbítinn í bita.

Setjið grænmetið út í og látið réttinn malla undir loki í um 20 mínútur,
eða þar til grænmetið er meyrt.

Smakkið og bragðbætið með salti eftir þörfum. Berið fram með kúskúsi.
Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri