Kjúklingabaunir

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita

Falafel dúpsteiktar bollur úr kjúklingabaunum, kryddaðar með söxuðum lauk, hvítlauk, kummini, kóriander og o.fl. Oft saxaðar kryddjurtir og þá getur það verið grænt á litinn.

Falafel er gert úr mjöli en það má líka gera úr soðnum baunum. mótaðar flatar bollur og steiktar í olíu. Bornar fram með sítrónubátum og tahini ídífu eða í pítabrauði.

Falafel (uppskrift úr Matarást) 200 g kjúklingabaunir, 200 g hestabaunir, 4 laukar, saxaðir smátt, 4 hvítlauksgeirar, pressaðir, 4 msk steinselja, söxuð, 2 msk kóríanderlauf, söxuð, 2 tsk kóríanderfræ, steytt, 1 tsk kummin, steytt, nýmalaður pipar, salt, olía til steikingar

Baunirnar lagðar í bleyti yfir nótt en síðan skolaðar og malaðar í mauk. Öllu hinu blandað vel saman við og látið standa í hálftíma. Dálitlu hveiti bætt út í ef maukið er þunnt eða erfitt að móta það. Olían hituð og litlar, flatar bollur mótaðar úr maukinu. Djúpsteiktar þar til þær eru brúnar og stökkar og síðan látið renna af þeim á eldhúspappír.


Hummus (uppskrift úr Matarást) Hummus á að bera fram við stofuhita

Kjúklingabaunamjöl

Þurrkaðar og fínmalaðar kjúklingabaunir. Mjölið er ljósgult og er mikið notað í matargerð arabalanda og Indlands, m.a. í soppur sem hafðar eru til að hjúpa grænmeti fyrir steikingu, svo og í ýmsar súpur, sósur og aðra samansoðna rétti. Það kallast einnig besanmjöl eða gram. Úr því eru bökuð flatbrauð og pönnukökur víða um lönd. Í Suður-Frakklandi er það notað í socca, sem ýmist er soðið kjúklingabaunamauk, kælt, skorið í þunnar sneiðar og steikt, eða pönnukökur úr kjúklingabaunamjöli.


Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?

------------
Falafel

Falafel er vinsæll réttur í Mið-Austurlöndum og fyrirmyndin af því sem að við myndum kalla grænmetisbuff.

1/4 bolli af myntu
1/2 bolli af kóríander
1/2 bolli þurrkuð brauðmylsna/heimatilbúið rasp
4 vorlaukar, skornir í bita
1 dós kjúklingabaunir
1 tsk cummin
1 tsk tabasco
salt
Byrjið á því að mauka kóríander,myntu og vorlauk í matvinnsluvél. Bætið næst brauðmylsnu,kjúklingabaunum,cummin og tabasco saman við og maukið vel.

Mótið falafelsneiðar með höndunum. Það er ágætt að setja smá olíu á hendurnar fyrst og ímynda sér síðan að maður sé að fara að búa til hamborgara. Falafelið á sem sagt að vera eins að lögun og hamborgarar. Þessi uppskrift gerir fjögur falafel. Það er líka hægt að móta Falafel í kúlur – áþekkar kjötbollum að stærð.

Hitið ólifuolíu á pönnu og steikið í um fjórar mínútur á hvorri hlið.

Berið fram t.d. með jógúrtsósu, tabbouleh og grilluðu pitabrauði. Í Mið-Austurlöndum er Falafel oft borðað með grænmeti og jógúrtsósu í pítabrauði.

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

-----------
Hummus

400 g soðnar kjúklingabaunir
2 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
2 msk vatn (eða meira eftir þörfum)
2 msk tahini
2 msk. Ólífuolía
½ tsk cayennepipar
salt og svartur pipar eftir smekk

Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel saman.
-------------------------------
Ljúffengur hummus
Undirbúningstími: 5 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
 
Innihald: 
2 bollar tilbúnar kjúklingabaunir (allt í lagi að nota baunir úr dós sem þú hefur skolað vel en það er enn betra að nota baunir sem þú hefur lagt í bleyti og eldað).
5 msk Tahini (öðru nafni sesamsmjör) Tahini gefur einstaklega mjúka áferð, bragðbætir og er að auki fullt af járni, kalki og trefjum.
Smá gróft sjávarsalt (að smekk, eða ca 1 tsk.)
Kreistur safi úr einni sítrónu.
2-3 hvítlauksgeirar (meira eða minna eftir smekk - ég set oft ansi mikið , enda sjúk í hvítlauk)
3 msk góð ólífuolía (extra virgin)
1/4 bolli vatn (meira eða minna eftir smekk - fer eftir því hvort þú vilt hafa hummusinn þykkan eða þunnan).
Aðferð:
Settu allt nema vatnið í matvinnsluvél (eða góðan blandara) og blandaðu þar til áferðin er mjúk og flott. Bættu smá vatni saman við þar til þér finnst þykktin vera fín. 
Ef þú berð Hummusinn á borð fyrir gesti er gaman að skera niður smá steinselju og setja ofan á, eða jafnvel pínu paprikuduft.
Hummus geymist vel í loftæmdu íláti í ískáp - a.m.k. eina viku.
Með hverju borða ég hummus?
Það er virkilega gott að setja t.d. gróf pítubrauð í ofn, baka þau frekar vel, þar til þau eru orðin smá stökk og skera svo niður eins og pizzu og borða með hummus. Hummus er einnig tilvalin ídýfa með niðursneiddu grænmeti eða snakki og mjög góð í samlokur í staðin fyrir smjör.


------------
Kjúklingabaunir:    Eru raunverulega fræ, en oftast flokkaðar með baunum. Í útliti eru þær hrukkóttar, lagið óreglulegt og í öllum svörtum, rauðum og gulum litbrigðum. Hægt er að fá þær þurrkaðar, niðursoðnar og í mjöli. Þurrkaðar baunirnar þarf að leggja í bleyti í ca. 12 klst. eða yfir nótt og sjóða í 1½ - 2 tíma. Niðursoðnar eru þær tilbúnar til notkunar en mjölið er helst notað í bakstur. Kjúklingabaunir eru án kólesteróls en auðugar af próteini,kolvetnum og steinefnu
---------------
Hummus með marineruðum rauðrófum
http://matturmatarins.com/category/uppskriftir/hummus/

Ég hef verið að fikra mig áfram í meðlæti með hummus. Mér finnst hummus mjög góður, en hef verið að leita að meðlæti með örlitlu “twisti”. Mér datt í hug að rauðrófur gætu verið góðar, þær eru sætar, hollar og fallegar á litinn. Þannig að ég byrjaði twistsmeðlætisferðalagið mitt á því að rífa niður rauðrófur og marinera þær. Það kom vel út. Næst ákvað ég að bæta smá fersku engiferi út í og í þriðja skiptið bætti ég gulrótum og mintu með í “twistið”. Hér koma allar útfærslurnar.

Uppskriftin inniheldur eftirfarandi krabbameinshamlandi fæðutegundir:
Grænmeti: rauðrófur, gulrætur
Krydd og kryddjurtir: engifer, mintaUppskrift að hummus er að finna hér. Það er ágætt að minnka sítrónusafann niður í 1/4 bolla og cayenne piparinn niður í 1/4 tsk til að hummusinn yfirgnæfi ekki bragðið af rauðrófunum.

1. rauðrófu”twistið”

1 meðalstór rauðrófa rifin
1 tsk ólífuolía
1 tsk balsamik edik
svartur pipar
örlítið salt

Blandið ólífuolíu, ediki, svörtum pipar og salti saman í skál og hellið yfir rauðrófurnar. Berið fram með hummus og niðurskornu súrdeigsbaguette brauði.

2. rauðrófu”twistið” með engiferi

1 meðalstór rauðrófa rifin
1 tsk ólífuolía
2 tsk balsamikedik
1 tsk ferskt engifer
svartur pipar
örlítið salt

Blandið ólífuolíu, ediki, engiferi, svörtum pipar og salti saman í skál og hellið yfir rauðrófurnar. Berið fram með hummus og niðurskornu súrdeigsbaguette brauði.3. rauðrófu”twistið” með gulrótum og mintu

1 lítil rauðrófa rifin
1 gulrót rifin
1 tsk ferskt engifer
1 tsk ólífuolía
2 tsk balsamik edik
10 mintulauf söxuð

Blandið saman engiferi, ólífuolíu, balsamik ediki og mintu í skál og hellið yfir rauðrófurnar og gulræturnar. Berið fram með hummus og niðurskornu súrdeigsbaguette brauði.

-----------
http://www.cafesigrun.com/naglasupan-odyra
Naglasúpan ódýra
Fyrir 2
Innihald

1 laukur, afhýddur og saxaður smátt
1 hvítlauksrif, saxað smátt
1 tsk kókosolía
1 gulrót, afhýdd og sneidd frekar þunnt
1 sellerístilkur, sneiddur frekar þunnt
5-6 sveppir, sneiddir þunnt
0,5 tsk karrí
0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
0,25 tsk svartur pipar
Ef þið eigið núðlur, hrísgrjón eða pasta er gott að bæta því við (má sleppa)
2 gerlausir grænmetisteningar
600 ml vatn
Aðferð

Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið smátt.
Skrælið gulrótina og sneiðið frekar þunnt. Sneiðið selleríið og sveppina líka.
Hitið kókosolíu í potti. Steikið laukinn og hvítlaukinn í nokkrar mínútur. Bætið vatni við ef þarf meiri vökva.
Bætið gulrótinni og selleríinu út í og steikið þangað til allt er farið að mýkjast vel. Setjið karríið út í.
Bætið grænmetisteningunum og vatninu saman við og látið suðuna koma upp. Látið malla í 5 mínútur.
Bætið tilbúnum núðlum, pasta, hrísgrjónum eða því sem þið viljið út í og hitið í nokkrar mínútur
Kryddið með salti og pipar.
Gott að hafa í huga

Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
Gerlausir grænmetisteningar fást í heilsubúðum og stærri matvöruverslunum.
Ef þið eruð ekki viðkvæm fyrir geri getið þið notað venjulega, lífrænt framleidda grænmetisteninga.
Nota má ýmislegt í súpuna. Til dæmis gæti maður sett paprikustrimla, maískorn, sæta kartöflu, þurrkaða sveppi, blómkál, hvítkál, kjúklingabaunir og fleira. Einnig má setja t.d. rækjur, blandaða sjávarrétti, kjúkling o.fl. í súpuna.


-----------Kjúklingabaunaspírur
1 skammtur
Innihald

1 lúka kjúklingabaunir
1 hrein glerkrukka (gætið þess að hún sé a.m.k. 5 sinnum stærri en magnið af baununum)
200 ml vatn
Aðferð

Látið vatn fljóta yfir baunirnar í krukkunni. Látið liggja í bleyti í 12 tíma.
Hellið vatninu af og skolið baunirnar. Hellið aftur af.
Látið baunirnar standa við stofuhita.
Skolið baunirnar 3-5 sinnum á dag í 3-5 daga.
Fylgist með spírunum því þegar spíruendarnir eru orðnir gulleitir eru baunirnar búnar að vera of lengi að spírast.
Til að hægja á spírunarferlinu má geyma spírurnar í ísskáp og skola þær af og til. Þær geymast þannig í meira en viku.
Gott að hafa í huga

Best er að nota lífrænt ræktaðar kjúklingabaunir og sem allra nýjastar. Ef spírunin gengur illa geta baunirnar verið of gamlar.
--------------
http://www.cafesigrun.com/graenmetisborgarar-lauks
Grænmetisborgarar án lauks
Gerir 20 borgara
Innihald

500 g gulrætur, skrældar og rifnar
60 g grænar baunir, frosnar
250 g kjúklingabaunir í dós, sigtið vökvann frá
2 stórar kartöflur, skrældar og soðnar
1 stilkur sellerí
2 egg
2 eggjahvítur
50 g magur ostur, rifinn
50 g kartöflumjöl (eða spelti)
1,5 tsk karrí
0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
0,5 tsk pipar
0,25 tsk chili pipar
0,5 tsk cumin (ekki kúmen)
Aðferð

Skrælið gulrótina og rífið.
Sjóðið kartöflurnar þangað til vel soðnar og kælið svo. Stappið kartöflurnar vel.
Saxið selleríið mjög smátt.
Setjið kjúklingabaunirnar út í og stappið vel.
Rífið ostinn.
Setjið gulrætur og kartöflur í stóra skál og hrærið vel saman.
Hrærið eggjum og eggjahvítum saman ásamt ostinum. Bætið út í stóru skálina og hrærið vel.
Bætið grænu baununum út í skálina og hrærið vel saman.
Blandið saman karríi, chilii, cumin, salti, pipar og kartöflumjöli og setjið út í stóru skálina. Hrærið öllu vel saman.
Ef blandan er blaut, bætið þá meira af kartöflumjöli (og svolitlu salti) út í.
Setjið stóru skálina í ísskáp og látið standa í 30 mínútur.
Búið til frekar litla og ekki of þykka borgara í höndunum.
Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og setjið borgarana á plötuna.
Bakið við 180°C í um 20 mínútur. Snúið borgurunum við og bakið áfram í 10 mínútur eða  þangað til borgararnir eru orðnir gullnir.
Gott að hafa í huga

Upplagt er að frysta borgarana og grípa með sér í nesti, þeir bragðast vel kaldir. Það er einnig upplagt að taka þá með sér í útileguna til að hita upp á grillinu.
Það má setja alls kyns grænmeti í þessa borgara eins og t.d. maískorn,papriku,  lauk, hvítlauk, tofu, hrísgrjón, bygg o.fl.
Velta má borgurunum upp úr sesamfræjum áður en þeir eru bakaðir.
Með grænmetisborgurunum er gott að bera fram tamarisósu (eða sojasósu), hýðishrísgrjón eða bygg ásamt salati.
Einnig er gott er að bera fram hvítlauksjógúrtsósu með þessum borgurum.
Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið.

------------
Indverskur pottréttur með graskeri
Uppskrift:
2 dl lífrænar þurrkaðar kjúklingabaunir, lagðar í bleyti, með 1 tsk matardóda og/eða kombústrimli, í 15 klst og soðnar í 1 1/2 klst
einnig er hægt að nota 1 ds lífrænar niðursoðnar baunir og þá eru þær soðnar og tilbúnar beint í pottinn
300g grasker, afhýtt og skorið í bita
200g kartöflur, skornar í bita skornar í bita 
100g blómkál í litlum bitum
1 dós kókosmjólk eða vatn eða 50/50 kókosmjólk + vatn
1- 2 tsk karrý paste
1 hvítlauksrif
2 cm biti engiferrót
smá salt
smá ferskur kóríander

- sjóðið kjúklingabaunirnar
- bakið graskerið og kartöflurnar í ofni 200°C í 25-30 mín og kryddið með 2-3 msk kaldpressuð kókosolíu ½ dl vatn + 1 tsk salt + 1 tsk paprikuduft + 1 tsk cuminduft
- setjið kókosmjólk + karrý paste + hvítlauk + engifer + salt í blandara og blandið vel saman
- setjið soðnar blómkál + kjúklingabaunir + bakað grænmeti + kókosmjólkurblönduna í pott og látið malla í um 10 mín
- klippið ferskan kóríander yfir og berið fram með fullt af fersku salati og basmathi hrísgrjónum

---------------
http://www.cafesigrun.com/haustsupa-med-kartoflum-og-kjuklingabaunum
Haustsúpa með kartöflum og kjúklingabaunum
Fyrir 4-5
Innihald

1 stór laukur, saxaður smátt
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 msk kókosolía
1 gulrót, sneidd í mjóar sneiðar
350 g kartöflur, afhýddar og skornar í litla bita
0,5 tsk turmeric
0,5 tsk garam masala
0,5 tsk karrí, milt
400 g saxaðir tómatar (ferskir eða úr dós)
850 ml vatn
2 gerlausir grænmetisteningar
0,5 tsk rautt karrímauk (meira eftir smekk)
400 g kjúklingabaunir í dós
85 g frosnar, grænar baunir (þessar litlu sætu sem heita peas á ensku)
Salt (Himalaya eða sjávarsalt)
Svartur pipar eftir smekk 
Ferskt coriander, nokkur lauf (má sleppa)
Aðferð

Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið mjög smátt.
Skrælið kartöfluna og gulrótina. Skerið kartöfluna í mjög smáa bita og gulrótina í sneiðar.
Hitið kókosolíuna ásamt smá vatni í stórum potti á meðalhita. Bætið lauknum út í pottinn ásamt hvítlauknum og hitið í 3-4 mínútu eða þangað til laukurinn er farinn að mýkjast. Ekki láta hann brúnast.
Bætið gulrótum, kartöflum, turmeric, garam masala og karríi saman við laukinn og hvítlaukinn og hitið í nokkrar mínútur.
Bætið tómötunum, vatninu, grænmetisteningunum og karrímaukinu saman við ásamt smá salti.
Minnkið hitann og setjið lokið yfir. Hitið í 30 mínútur.
Bætið kjúklingabaununum og grænu baununum út í og hitið í um 15 mínútur.
Smakkið til súpuna með salti og pipar og meira af karrímaukinu ef þið viljið.
Skreytið með söxuðum corianderlaufum.
Gott að hafa í huga

Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
Gerlausir grænmetisteningar fást í heilsubúðum og stærri matvöruverslunum.
Ef þið eruð ekki viðkvæm fyrir geri getið þið notað venjulega, lífrænt framleidda grænmetisteninga.
Bæta má svolitlu af soðnu pasta út í súpuna til að gera hana matarmeiri.
Nota má kókosmjólk á móti vatninu til að gera súpuna þykkari).

------------------

Hummus með sólþurrkuðum tómötum			
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009
 

Hummus er bragðgott og næringarríkt baunamauk sem lagað er  úr kjúklingabaunum, sesamsmjöri (tahini), ólífuolíu og kryddi.  Það bragðast afar vel með ristuðu brauði eða beyglum.  Það er einfalt mál að laga Hummus ef maður á sesamsmjör í ísskápnum og tilbúnar soðnar baunir í dós eða í hæfilegum skömmtum í frysti.


Uppskrift:

250 g soðnar kjúklingabaunir

2 msk hvítt tahini-sesamsmjör

2 hvítlauksrif

3 sólþurrkaðir tómatar í olíu

1 tsk cummin malað

1/2 tsk kóríander malað

2 msk ólífuolía

1 msk sítrónusafi eða límónusafi

salt og pipar að smekk

Aðferð:

Allt hráefnið er maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota.  Saltað og kryddað eftir smekk.

Bætið við ólífuolíu eftir smekk ef maukið er of stíft.

Síðan er um að gera að leika sér með kryddin og prófa sig áfram með bragðlaukana.

----------------
http://hnotskurnin.blogspot.com/2012/05/kjuklingabaunir-i-kokosmjolk.html
Kjúklingabaunir í kókosmjólk


Hér er skemmtileg uppskrift að kjúklingabaunarétti í karrýkókosmjólk. Það er svolítill suður indverskur tónn í þessum rétti sem kemur af kókosmjólkinni. Rétturinn minnir mjög á einn af kjúklingabaunaréttunum í bókinni hennar Sollu, Grænmetisréttir Haugkaupa, en mér finnst að mörgu leyti léttari að henda saman í þennan.

Ég átti ekki kasjúhnetur og þær fást ekki í búðinni á eyjunni og rétturinn kom mjög vel út án þeirra, svo ef maður vill sleppa við þau útgjöld er það vel hægt. Einnig var enginn grænn chilli í boði svo ég bætti einni grænni papríku við og bætti síðan örlitlu af cayenne pipar út í réttinn til að fá þetta sterka.

Hér er síðan smá tips varðandi engiferrótina: best er að afhýða hana með skeið.

Hér er uppskriftin:
2 msk kókosolía 
1 laukur 
4 hvítlauksrif, marin
 3 sm engiferrót, afhýdd og rifin niður
2 msk Tandoori curry paste (ég notaði reyndar Mild Curry paste)
1 blómkálshöfuð
4 gulrætur
1 grænn chilli (ég notaði græna papríku)
200g kasjúhnetur 
200 gr kjúklingabaunir
1 dós kókosmjólk 
1 dós niðursoðnir tómatar 
1 tsk grænmetiskraftur
1 tsk hafsalt

Ef notast er við ósoðnar kjúklingabaunir verður að leggja þær í bleyti í 24 tíma og sjóða þær síðan í 80-90 mín. Muna að fleyta froðunni ofan af á meðan á suðunni stendur.

Byrjið á því að hita olíuna á pönnu. Laukurinn er saxaður smátt og mýktur í olíunni á pönnunni. Síðan er hvítlaukurinn marinn og bætt út á ásamt ferska chilli piparnum og engiferrótinni. Næst er Tandoori curry paste bætt út á. Látið malla á pönnunni í 5-7 mín. Þá er niðurskornum gulrótum og blómkáli bætt á pönnuna og steikt í 6-8 mín. Því næst eru það kasjúhnetur, kókosmjólk, tómatarnir og kjúklingabaunir, ásamt grænmetiskraftinum og saltinu, og allt látið malla í 30 mín eða þangað til grænmetið er mjúkt undir tönn.

Gott er að bera réttinn fram með hýðisgrjónum og góðu mangóchutney.
------------------------------------------


Kjúklingabauna, hvítlauks og myntusúpa

Lýsing:
Súpa með spæsnskum hætti. 
Fyrir 6


Innihald:
2 tsk ólívuolía 
2 meðal stórir laukar, sneiddir 
2 L (8 bollar) kjúklingakraftur 
2 msk hvítvínsedik 
2x 425 gr dósir kjúklingabaunir 
1 tsk cumin 
5 hvítlauksgeirar, marðir 
2 stórir (500 gr.) tómatar, skornir í bita 
2 msk. fersk mynta, söxuð 


Aðferð:
Steikið laukinn í olíunni þar til hann er mjúkur og aðeins farinn að brúnast. Bætið krafti og ediki útí og hitið að suðu. Bætið baununum og cumin útí og látið sjóða í 15 mínútur (með engu loki). 
Setjið þá hvítlaukinn, tómatana og myntuna útí og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir. 

Berið fram með grilluðu “krispí” brauði. 
-------------------------
Kjúklingabaunir Safaid Channe/indverskur rétt frá Hveragerði

200 g / 2 dl kjúklingabaunir, þurrkaðar 
41/2 msk ólífuolía 
3 meðalstórir/300 g laukur, saxaður 
2 tsk hvítlaukur eða hvítlauksmauk 
2 msk engiferrót, fersk, rifin 
1 tsk kóreanderduft 
1 tsk kardemommuduft 
11/2 tsk sítrónusafi 
1/4 tsk chilliduft 
1/3 tsk svartur pipar, malaður 
1 meðalstór/80 g tómatur 
1/2 dl kjúklingabaunasoð 
1/4 dl vatn

Hreinsið hugsanlegar skemmdar baunir og smásteina í burtu og skolið baunirnar vel. Leggið baunirnar í bleyti í um þrefalt meira vatni en magn bauna í 12-18 klst. Hellið íbleytingarvatninu af baununum. Sjóðið þær við vægan hita í um 60 mínútur. Athugið að baunirnar eiga ekki að vera alveg fullsoðnar þannig að þær maukist ekki við áframhaldandi matargerð. Sigtið baunirnar og geymið soðið. Hreinsið og saxið laukinn. Hitið ólífuolíuna á pönnu og steikið laukinn þar til hann er glær. Setjið hvítlauk/hvítlauksmauk og engifer út í og látið sjóða við vægan hita í um 2 mínútur. Setjið kóreanderduft, kardimommuduft, sítrónusafa, chiliduft og pipar út í og hrærið vel saman við. Skerið tómatana í bita og bætið þeim út í og látið sjóða áfram í um 5 mínútur. Hellið kjúklingabaunasoðinu og vatni út í og látið suðuna koma koma upp og sjóðið áfram við vægan hita í um 10 mínútur. Að lokum er baununum bætt út í og látið sjóða áfram við vægan hita í um 10 mínútur. Gott er að bera fram með soðnum hýðishrísgrjónum, hrásalati og/eða brauði. Ath.: Ef notaðar eru soðnar eða niðursoðnar kjúklingabaunir þá eru notaðar um 400 g af baunum í stað 200 g þurrkaðra.
------------------------------------------------------------------------
Hummus er kjúklingabaunamauk sem gott er að hafa með brauði, salati, kjöti og eflaust fleiri réttum
1 dós kjúklingabaunir ( eða 500 gr. þurrar kjúklingabaunir sem þarf að leggja í bleyti í 12 tíma og sjóða #í 1,5 – 2 tíma.)
1,5 msk. tahini sem er sesamsmjör
2-3 matskeiðar sítrónusafi (má nota lime)
2-4 matskeiðar ólífuolía
1 tsk salt
1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir (má sleppa)
cayennepipar á hnífsoddi (má sleppa)
Sett í blandara í stutta stund. Smakkið til með meiri olíu, hvítlauk og salti. Hægt er að setja saxaða steinselju útí, saxað basil eða chilipipar til tilbreytingar.
Hummusuppskriftir geta verið mjög breytilegar eftir smekk hvers og eins, t.d. eftir því hversu mikið hvítlauksbragð á að vera, hversu blautt eða fast í sér maukið á að vera og hversu fínmalað. Hummus er borið fram með óhefuðu brauði (t.d. þunnu pítabrauði) sem ídýfa, eða sem sósa með smátt skornu lambakjöti t.d. Hummus er einnig mjög algengt sem fylling í kebab ásamt chilimauki, salati, agúrkum, svörtum ólífum, söxuðum tómötum, eggaldini, kjöti og hvítri sósu.
--------------------------------------

Pistasíu og kjúklingabaunabuff með grilluðu pizzabrauði
http://www.skjarinn.is/einn/islenskt/matarklubburinn/?recipe_id=94

Hrefna Rósa:
„Það má nota aðrar baunir en kjúklingabaunir til að útbúa svona buff og að sjálfsögðu leika sér með hneturnar og fræin. Nota bara það sem maður á í skápnum heima :) “

1 dós soðnar kjúklingabaunir
2 stk skorpulausar brauðsneiðar
150 g pisasíuhnetur
1 stk egg
Sesamfræ

Aðferð: 
Setjið kjúklingabaunirnar og brauðið í matvinnsluvél og maukið. 
Maukið svo pistasíuhneturnar og bætið út í ásamt egginu. 
Bætið svo sesamfræunum saman við þar til deigið er orðið vel mótanlegt. 
Blandið vel saman og mótið svo buffin.Grænmetisspjót með satay sósu
1 dós kókosmjólk
200 g tahini sesamsmjör
smá chili
Grænmeti eins og t.d. brokkolí, sveppir og gulrætur

Aðferð: 
Setjið kókosmjólkina, tahini og chili í pott og fáið upp suðu. 
Þræðið grænmetið á spjót. 
Hellið sósunni yfir grænmetisspjótin. 
Grillið spjótin í sa. 4 mín á hvorri hlið.1 stk pizzadeigsbotn
4 stk sellerýstönglar
Rúsínur
Fetaostur

Aðferð: 
Skerið pizzadeigið í 8 bita. 
Setjið rúsínur, sellerý og fetaost inn í og lokið. 
Penslið pizzadeigið með olíu og grillið á mjög heitu grillinu. 
Þegar það eru komnar fallegar rendur í brauði
setjið það þá á efri hæðina þar til það er bakað í gegn. 
 


--------------------------------------------
Hummus
http://fanneysuppskriftir.blogspot.com/2012/02/hummus.html
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
½ rauðlaukur
1 hvítlaukur
1 matsk. tahini
1 ½ matsk. ólífuolía
1 matsk. sítrónusafi
1 tesk. maldon salt
¼ dl. steinselja

Vefjið hvítlauknum (heilum) og rauðlauknum inn í álpappír og bakið við 180° í 40 mínútur eða þar til laukarnir eru mjúkir. Látið kólna lítillega og hreinsið burt allt hýði. Setjið allt hráefnið nema steinseljuna í matvinnsluvél og blandið vel. Ef hummusið er of þykkt má þynna það með örlítilli ólífuolíu eða vatni. Bætið að lokum steinseljunni út í og maukið örstutt eða þar til steinseljan hefur saxast en er ekki maukuð.
[http://www.noatun.is/frodleikur/baunir-i-matargerd Baunir í matargerð]

Bragðmikil afrísk súpa með hnetum og kjúklingabaunum
http://matturmatarins.com/category/uppskriftir/baunir/kjuklingabaunir-baunir-uppskriftir/

Þessi súpa er mjög vel næringarfræðilega samsett. Hún inniheldur próteinríkar, trefjaríkar, fólínsýruríkar og járnríkar kjúklingabaunir, a vítamínríkar sætar kartöflur og gulrætur, prótínríkt gæðahnetusmjör, tómatarnir eru svo ríkir af lycopene og í rauða chilipiparnum er að finna capsaicin sem talið er vinna gegn krabbameini m.a. í blöðruhálskirtli. Hún er bragðmikil og matarmikil en í senn létt í maga og auðmeltanleg. Hún inniheldur einnig heila kanilstöng sem látin er sjóða í súpunni allan tímann og svo tekin úr áður en súpan er maukuð. Kanill er öflugt krydd sem er blóðsykurjafnandi og rannsóknir sýna einnig að vinni gegn ýmsum tegundum krabbameins (sjá t.d. hér).

Uppskriftin inniheldur eftirfarandi krabbameinshamlandi fæðutegundir:
Grænmeti: laukur, gulrætur, sætar kartöflur, tómatar
Krydd og kryddjurtir: engifer, rautt chili, hvítlaukur, kóríander, kúmin, ferskt kóríander, kanill
Hnetur: jarðhnetur


Uppskrift
fyrir 4-6

2 msk. kókosolía
2 laukar niðurskornir
1 msk ferskt engifer saxað
4 hvítlauksgeirar marðir
1 stór rauður chili niðurskorinn
1 kanilstöng
1 ½ tsk malað kúmin
1 ½ tsk malað kóríander
1 tsk salt
4 tómatar niðurskornir
2 meðalstórar sætar kartöflur niðurskornar
3 meðalstórar gulrætur niðurskornar
5 bollar vatn
4 msk gróft hnetusmjör
1 dós kjúklingabaunir
3 msk ferskt saxað kóríander

Hitið olíuna í potti og steikið laukinn í 5-7 mínútur eða þar til hann er farinn að brúnast. Bætið þá hvítlauk, engiferi, chili, kanilstöng, kúmini, möluðu kóríander og salti í pottinn og steikið áfram í um 3 mínútur. Bætið næst tómötunum út í og steikið áfram í 2-3 mínútur. Bætið þá sætum kartöflum, gulrótum og vatni út í og látið suðuna koma upp. Sjóðið súpuna í 40 mínútur við vægan hita eða þar til allt grænmetið er orðið mjúkt. Maukið þá með töfrasprota eða í blandara. Komið aftur fyrir í potti á hellunni og bætið hnetusmjöri saman, kjúklingabaunum og kóríander saman við. Látið allt blandast vel saman á vægum hita. Smakkið og bætið við salti og nýmöluðum pipar eftir smekk. Skreytið með fersku kóríander og berið fram með góðu brauði.

-------------------------------------------------------
Kjúklingabaunir með ananas og jarðhnetum

250 g kjúklingabaunir
1 laukur, skorinn í sneiðar
1/2 tsk tímjan, eða nokkrir ferskir kvistir
1/2 tsk turmerick.
2 hvítlauksrif, söxuð eða marin
1 chilli
2 cm engifer, rifin
2 dl ananassafi, hreinn
200 ml kókosmjólk
50 g hnetusmjör
1 paprika, skorin í strimla
1/2 ananas, skorinn í bita
Salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið baunirnar. Svitið lauk í potti ásamt tímjan, hvítlauk, chilli og engifer. Þegar laukurinn er orðinn glær er ananassafanum
bætt útí og hann soðinn niður til helminga, þá er kókosmjólk og hnetusmjöri hrært út í. Ananas og papriku er bætt út í sósuna og smá vatni ef þurfa þykir. Baunum hellt út í, soðið upp og smakkað til með salti og pipar. Skreytt með t.d. steinselju.


-------------------------------------------------------
Lambapottréttur með kjúklingabaunum

Hráefni
í stuttu máli
Erfiðleikastig
Auðvelt
Eldunaraðferð
Suða
Skammtar
4
200 g kjúklingabaunir 
1 kg lambaframhryggur eða súpukjöt 
hveiti 
nýmalaður pipar 
salt 
3 msk. ólífuolía 
2 laukar, saxaðir fremur smátt 
0.5 l vatn 
1 msk. fersk mintulauf eða 1 tsk. þurrkuð 
1 msk. paprikuduft 
2 tsk. túrmerik 
600 g kartöflur 
0.5 sítróna 
sósujafnari
Leiðbeiningar
Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti í hálfan til einn sólarhring. Hellið vatninu af þeim og skolið þær. Fituhreinsið kjötið e.t.v. eitthvað. Skerið kjötbitana í sundur ef þeir eru mjög stórir. Veltið þeim upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti. Hitið olíuna í þykkbotna potti og brúnið kjötið vel á öllum hliðum. Lækkið hitann dálítið, bætið lauknum í pottinn og látið krauma í nokkrar mínútur. Bætið þá baununum í pottinn ásamt kryddinu. Hellið vatninu yfir, hitið að suðu, leggið lok yfir og látið malla í um 45 mínútur. Flysjið kartöflurnar, skerið þær í teninga, 2-3 sm á kant, og setjið út í. Kreistið safann úr sítrónunni og hrærið saman við. Látið malla í um 15 mínútur í viðbót, eða þar til kartöflurnar eru meyrar og kjötið og baunirnar einnig. Þykkið sósuna ögn með sósujafnara og bragðbætið með pipar og salti eftir smekk. Berið fram með góðu brauði. 

Kjúklingabaunabuff með hvítlaukssósu
http://www.cafesigrun.com/kjuklingabaunabuff-med-hvitlaukssosu


Nota má sojajógúrt og sojaost í staðinn fyrir venjulega jógúrtið og ostinn ef þið hafið mjólkuróþol. Buffin eru glúteinlaus. Buffin henta mjög vel til frystingar og er upplagt að frysta nokkur saman og taka með í nestisboxið.

Athugið að best er að nota matvinnsluvél fyrir þessa uppskrift en einnig má saxa það hráefni sem á að fara í matvinnsluvélina, mjög smátt.

Mikilvægt er að mauka ekki hráefnið of mikið því það verður annars of blautt/lint. Einnig er mikilvægt að láta vatnið renna af kjúklingabaununum (setja í sigti) og sólþurrkuðu tómatarnir mega ekki vera með olíu. Þetta skiptir allt máli til að borgararnir verði ekki of linir. Einnig er mikilvægt að nota maísmjöl eða kartöflumjöl en ekki spelti


Kjúklingabaunabuff með hvítlaukssósu
Fyrir 3-4 (10-12 buff)


Buffin:

450 g niðursoðnar kjúklingabaunir (þyngd án vökva)
1,5 tsk coriander fræ, heil
1,5 tsk cumin fræ, heil (ekki kúmen)
1 laukur, afhýddur (lítill) og saxaður gróft
1 græn paprika (lítil), söxuð gróft
2 stórir hvítlauksrif, afhýdd og söxuð gróft
2 rauðir chili pipar, saxaðir gróft
5 sólþurrkaðir tómatar (án olíu)
50 g magur ostur, rifinn (má sleppa)
0,5 tsk turmeric
1 tsk karrí
1 tsk sítrónusafi
10 g ferskt coriander, saxað
Nokkrar matskeiðar AB mjólk eða hrein jógúrt (aðeins ef þarf)
1 stórt egg, hrært lauslega
3-5 msk kartöflumjöl eða spelti
1 msk kókosolía
1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
0,5 tsk svartur pipar

Hvítlauksjógúrtsósan:

400 ml hrein jógúrt eða AB mjólk
1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt) (sleppið ef þið notið hvítlaukssalt)
1 tsk hvítlaukssalt eða 1 pressað hvítlauksrif
Smá klípa svartur pipar
Blandið öllu saman og kælið


Þurrristið corianderfræin og cuminfræin á pönnu (án olíu) þangað til þau fara að ilma og hoppa til á pönnunni. Takið fræin strax af hitanum og malið í kryddkvörn eða steytið þau í morteli.
Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið gróft.
Skerið papriku og chili pipar langsum og fræhreinsið. Saxið paprikuna gróft en chili piparinn frekar smátt.
Setjið lauk, chili pipar, papriku og hvítlauk í matvinnsluvél og blandið í nokkrar sekúndur aða þannig að allt verði frekar smátt saxað án þess að verði að mauki.
Bætið coriander- og cuminfræjunum út í ásamt karríi og turmerici og blandið í nokkrar sekúndur. Setjið svo í stóra skál.
Saxið coriander gróft.
Rífið ostinn á rifjárni.
Saxið sólþurrkuðu tómatana smátt (sérstaklega ef þið notið sólþurrkaða tómata án olíu).
Næst skal hella vökvanum af kjúklingabaununum og setja þær í sigti í smá stund.
Færið kjúklingabaunirnar í matvinnsluvélina, ásamt fersku coriander og sólþurrkuðum tómötum og látið saxast aðeins. Ekki mauka alveg því það á að vera smá til að bíta í.
Setjið þetta í stóru skálina og blandið öllu saman.
Hrærið saman egg, osti og kókosolíu og bætið út í. Hrærið vel.
Bætið kartöflumjölinu eða speltinu saman við og hrærið mjög vel.
Bætið AB mjólkinni saman við (ef þarf) ásamt sítrónusafanum. Ef blandan er of stíf, setjið þá aðeins meira af AB mjólk. Ef blandan er hins vegar of lin bætið þá aðeins af kartöflumjöli við.
Kælið í smástund í ísskáp.
Mótið um 12 flöt buff í höndunum.
Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og setjið buffin á plötuna.
Bakið við 190°C í um 30-40 mínútur, snúið a.m.k. einu sinni.
Á meðan buffin bakast, útbúið þá hvítlaukssósuna:
Blandið saman 400 ml AB mjólk eða hreinni jógúrt, 1 tsk hvítlaukssalti (eða 1 tsk salt og 1 pressuðu hvítlauksrifi) ásamt smá klípu svörtum pipar og steinselju. Blandið öllu saman og kælið.

Gott að hafa í huga

Gott er að bera fram coriandersalsa með borgurunum.
Nota má sojajógúrt og sojaost í staðinn fyrir venjulega jógúrtið og ostinn ef þið hafið mjólkuróþol.
Buffin henta mjög vel til frystingar og er upplagt að frysta nokkur saman og taka með í nestisboxið.
Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið.
Ef þið finnið aðeins sólþurrkaða tómata í olíu má annað hvort þerra olíuna með eldhúsþurrku en einnig hef ég notað þessa aðferð: Setjið sólþurrkuðu tómatana í sigti og hellið sjóðandi heitu vatni yfir þá (um 500 ml eða svo). Þerrið með eldhúsþurrku.


---------------- ---------------------------------------------
kjúklingabaunir með papriku
http://lisahjaltuppskriftir.blogspot.com/2011/04/kjuklingabaunir-me-papriku.html

Þessi einfaldi réttur er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Hann er að finna í matreiðslubók sem var gefin út af Kripalu jógastöðinni í Bandaríkjunum fyrir löngu síðan en ég er búin að breyta hlutföllunum eitthvað: Ég hef t.d. minnkað magn kjúklingabauna (nota bara 1 dós) því það átti að leggja þær í bleyti og sjóða og mér fannst of mikið af þeim. Kosturinn við þennan rétt er sá að það tekur stuttan tíma að undirbúa hann og svo er hann bara í ca. 10 mínútur á pönnunni. Hann er því kjörinn á dögum þegar maður hefur lítinn tíma til að stússast í eldhúsinu en vill samt fá eitthvað hollt og gott í kroppinn. Yfirleitt ber ég hann fram með basmati hrísgrjónum en mér finnst hann líka góður með naan brauði eða chapati (indverskt flatbrauð - lofa uppskrift að því fljótlega), auk þess er hann kjörinn sem meðlæti. Það eru engin sterk krydd í þessum þannig að hann er barnvænn og ekkert ögrandi að til að bera á borð fyrir þá sem eiga það til að fussa og sveia yfir framandi eldamennsku. 

KJÚKLINGABAUNIR MEÐ PAPRIKU

HRÁEFNI:

1 dós kjúklingabaunir
1 græn paprika
½ matskeið góð olía
1 teskeið sinnepsfræ
1 teskeið turmeric
1 teskeið coriander, mulið
½ teskeið gott karrý
1 matskeið tómatmauk
1-1½ matskeið sítrónusafi, nýkreistur
2 matskeiðar gott hunang (má líka nota agave en notið þá eilítið meira af því)
1 teskeið fínt sjávarsalt

AÐFERÐ:

Byrjið á því að skola kjúklingabaunirnar í sigti og látið þær liggja í sigtinu þar til þið þurfið að nota þær
Fræhreinsið paprikuna og skerið í bita
Blandið saman öllum kryddum nema sinnepsfræjunum í litla skál. Hafið matskeiðina með tómatmaukinu tilbúna og verið búin að kreista safann sem þið þurfið úr sítrónunni því hlutirnir gerast hratt á pönnunni þegar sinnepsfræin byrja að poppa
Hitið olíuna á pönnunni og bætið sinnepsfræjunum út í
Um leið og sinnepsfræin byrja að poppa á pönnunni þá bætið þið kryddblöndunni út í ásamt tómatmaukinu, sítrónusafanum, hunanginu, paprikunni, kjúklingabaununum og saltinu
Blandið þessu saman og látið malla á miðlungshita í 7-10 mínútur

-------------------------------------------------------------------
Kjúklingabaunir á tómatbeði
1 dós kjúklingabaunir
1 dós heilir tómatar (búið að flá) 
1-2 laukar
1 cm engiferrót (eða eftir smekk)
Hvítlaukur 4-5 geirar
Krydd: Tæplega sléttfullar tsk af: kumen, garam masala, karry, salti
fremst í tsk af chillidufti (rauðu)

Matreiðsla
Rífið hvítlauk, engifer og tómata saman í matvinnsluvél. Saxið laukinn niður, ekki of fínt og steikið á pönnu þar til gullin og mjúkur (passa að ofsteikja ekki á að verða MJÚKUR) setjið kryddin út á laukinn og látið velta á pönnunni í nokkrar sek. Setjið síðan tómatmaukið saman við og síðast kjúklingabaunirnar og vökvann úr dósinni. Látið malla smá stund. Ef til eru afgangs kartöflur eða
annað grænmeti(soðið) er upplagt að setja það útí og nýta afgangana.

Rétturinn er þá tilbúinn, verði ykkur að góðu. Það má bera fram með honum brauð, en þegar fólki liggur á er gott að geta gripið í  tortilla kökur og hafa með (þessar í gulu pökkunum-eru ódýrari).

-----------

Karrýpottréttur með kjúklingabaunum og sætum kartöflum
http://matturmatarins.com/2010/04/06/karrypottrettur-me%C3%B0-kjuklingabaunum-og-s%C3%A6tum-kartoflum/

mildur karrýréttur. Í réttinn á að nota indverskt karrý eða svipað uppbyggt karrý, þ.e. karrý sem inniheldur kóríander, kúmin, túrmerik og cayennepipar (eða chili pipar), ekki tælenskt karrý. Ég notaði Sri Lanka karrýblönduna mína. Mér finnst hún alveg sérstaklega góð, auk þess að innihalda mikið magn af hollum kryddum. Það eru hins vegar til fínar karrýblöndur í búðunum sem vissulega er hægt að nota.

Uppskriftin inniheldur eftirfarandi krabbameinshamlandi fæðutegundir:
Grænmeti: laukur, kartöflur, gulrætur
Krydd og kryddjurtir: karrý (inniheldur chili, kóríander, fennel, kardimommur, negulnagla, túrmerik, kanil), ferskt kóríander, svartur piparUppskrift
fyrir 4-6

1 1/2 tsk kókosolía
1 1/2 bolli laukur niðurskorinn (um 2 laukar)
2 hvítlauksrif marin
1 stór græn paprika niðurskorin
3 gulrætur niðurskornar
1 1/2 tsk karrý
1/2 tsk malað kúmin
1/4 tsk cayenne pipar
1/2-1 tsk salt
3 bollar grænmetissoð
4 bollar sætar kartöflur (um 2 stórar)
2 bollar soðnar kjúklingabaunir (eða í dós, um 1 dós)
1 bolli kókosmjólk
1/4 bolli ferskt kóríander smátt saxað
nýmalaður svartur pipar

Hitið olíuna í potti og steikið laukinn í um 3 mínútur, bætið þá  hvítlauknum, paprikunni og gulrótunum út í og steikið í um 5 mínútur. Bætið karrýi, kúmini, cayenne pipar og 1/2 tsk af salti út í og steikið í um 2 mínútur. Hrærið vel svo að kryddið festist ekki við botninn á pottinum. Bætið því næst grænmetissoði og sætu kartöflunum út í og náið upp suðu. Sjóðið í um 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Takið um helminginn af sætu kartöflunum upp úr réttinum og maukið annað hvort með gaffli eða í matvinnsluvél og hellið svo aftur út í réttinn og hrærið vel. Bætið þá kjúklingabaununum, kókosmjólkinni, kóríanderi og svörtum pipar út í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Smakkið og saltið eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.


Kjúklingabaunaréttur 

1 laukur 
2-3 hvítlauksrif 
1 dl rúsínur 
1 dl apríkósur (þurrkaðar) 
600 g niðursoðnir tómatar 
1 msk hnetusmjör 
1 tsk Garam Masala 
2 dl eplasafi 
2 dl vatn 
1 bolli kjúklingabaunir 
2 msk sítrónusafi 
salt og pipar, ef vill 
1 dl cashew hnetur 

Baunirnar eru lagðar í bleyti í sólarhring, soðnar í 1 klst og soðinu svo hellt af. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíu. Ávextirnir brytjaðir og þeim bætt á pönnuna ásamt tómötunum, hnetusmjöri, Garam Masala, eplasafa og vatni. Látið sjóða saman í ca. 20 mín. Baununum blandað saman við réttinn á pönnunni og hitað vel. Að síðustu er sítrónusafanum bætt út í ásamt salti og pipar. Hnetunum er svo stráð yfir réttinn.

*********************************************************

Kjúklingabaunir m/ kartöflum og tómötum 

6-8 msk. ólífuolía 
3-4 hvítlauksrif, pressuð 
2 laukar, gróft saxaðir 
3-5 tómatar, smátt skornir 
4 soðnar kartöflur, skrældar og skornar í teninga 
1½ bolli soðnar kjúklingabaunir 
1-2 tsk. salt 
1/8 tsk. svartur pipar 
1½ msk. sítrónusafi 
1/2-1 bolli vatn 

Leggið baunirnar í bleyti daginn áður (miðað við 24 klst.). Sjóðið svo í 80 mín. Hitið olíuna í potti, steikið laukinn þar til hann er glær, bætið hvítlauknum út í og síðan tómötunum. Hrærið og sjóðið í 1-2 mín. Bætið öllu öðru út í, vatninu síðast. Látið suðuna koma upp. Lokið pottinum og sjóðið við vægan hita í 20 mín

 

*********************************************************

Grænmetisréttur frá Túnis 

ólífuolía 
2 laukar, skornir þunnt 
3 bollar þunnt skorið hvítkál 
salt 
1 stór græn paprika 
1 stór rauð paprika 
3 tsk kóríanderduft 
1 tsk túrmerik 
1 tsk kanill 
cayenne pipar e. smekk 
2 dósir niðurs. tómatar 
1/2 bolli rúsínur 
1 dós kjúklingabaunir eða ca. 250-300 g soðnar kjúklingabaunir (tæpur bolli ósoðnar) 
1 msk sítrónusafi 
kúskús eða hýðishrísgrjón 
1 poki möndlur, afhýddar 
jöklasalat eða annað létt salat (til að hafa með matnum) 

Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið laukinn. Bætið hvítkáli út á og látið malla við lágan hita þar til kálið er farið að mýkjast. Stráið salti yfir og hrærið í af og til. Bætið paprikunni út í ásamt kryddinu og látið allt krauma í nokkrar mínútur. Bætið tómötum, rúsínum og soðnum kjúklingabaunum út í og látið krauma í korter eða þar til grænmetið er allt orðið mjúkt. Ef ekki eru notaðar niðursoðnar baunir þarf að leggja þær í bleyti kvöldið áður og sjóða í fersku vatni í 1 klst áður en þeim er bætt út í. Bragðbætið að síðustu með sítrónu-safanum, ásamt salti eftir smekk. Berið fram með smáttskornum fetaosti, jöklasalati, ristuðum möndlum, og kúskús eða hýðishrísgrjónum. Gott er að setja góða smjörklípu saman við kúskús eða bragðbæta grjónin með grænmetistening sem settur er út í soðvatnið ásamt kanilstöng og hvítlauksrifi.


*****************************************************

Indverskur kjúklingabaunapottréttur 

1 laukur 
1 hvítlauksrif 
1 ferskt chili 
2 cm engiferrót 
2-3 msk milt karrímauk frá pataks (eða hvaða framl. sem er svo sem) 
1 msk ólífuolía 
1 lítill blómkálshaus (einnig má nota spergilkál í staðinn) 
1 dós kjúklingabaunir (um 400 g soðnar baunir) 
1 dós kókosmjólk (400 ml) 
100 g sykurbaunir (snjóbaunir) 
2 tómatar 
smá sjávarsalt og nýmalaður pipar 
25 g ferskt kóríander 

Hægt er að nota venjulegt krydd í stað karrímauksins og þá er þetta blandan: 2 tsk cumin, 2 tsk kóríander, 1 tsk kanill, 1 tsk paprika og 1 tsk túrmerik. Þennan rétt má frysta. Skerið laukinn í fernt, chili í tvennt og fræhreinsið. Afhýðið engiferrótina og skerið tómatana í bita. Setjið lauk, hvítlauk, chili, engifer og karrímauk í matvinnsluvél og maukið. Hitið olíu á pönnu og steikið maukið þar í um 2 mín og hrærið stöðugt í. Setjið blómkál, kjúklingabaunir og kókosmjólk út í og sjóðið í um 10 mín til viðbótar án loks. Leyfið sykurbaununum að malla með síðustu 5 mín. Smakkið til með sjávarsalti og svörtum pipar og dreifið smátt söxuðu kóríander yfir réttinn. Hann er til þegar sykurbaunirnar eru orðnar hæfilega meyrar. Berið fram. Gott er að hafa basmati hrísgrjón og einfalt tómatasalat með þessum rétti. Ef fólk er ekki hrifið af sterku bragði þá má alveg sleppa chiliinu.

******************************************************

Grískur baunaréttur 

1/2 kg soðnar hvítar baunir 
1-2 hvítlauksrif 
svartar ólívur 
litlir tómatar 
graslaukur, klipptur 
e.t.v. laukhringir 

1/2 bolli ólífuolía 
4 msk sítrónusafi 
salt og pipar 

Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt. Hellið soðinu og setjð nýtt vatn á þær og sjóðið þar til þær eru linar. Sigtið vatnið frá og látið þær kólna. Pressið hvítlaukinn, skerið ólífurnar í tvennt og tómatana í litla báta og blandið baununum saman við. Blandið saman olíu, sítrónusafa og kryddi og hellið yfir blönduna og klippið graslaukinn yfir og leggið þunna laukhringi efst, ef lauku er notaður. Berið fram með heimabökuðu brauði.

*******************************************************
Kjúklingabaunaréttur með hreinni jógúrt

2 msk matarolía
 1-2 laukar, saxaðir
 1 græn paprika 
2 hvítlauksrif, pressuð 
1 ½ tsk karrý 
1 msk hvítvínsedik 
1 dós tómatar (400 g) 
600 g kjúklingabaunir (eða 2 dósir niðursoðnar kjúklingabaunir)
 600 g kartöflur, flysjaðar og skornar í bita 
1 hrein jógúrt

1. Ef kjúklingabaunirnar eru ekki niðursoðnar þarf að leggja þær í bleyti í 12 klst., 
eða yfir nótt og sjóða þær í 1 ½ klst 
2. Hitið olíu í potti. Steikið lauk, papriku, hvítlauk og karrý
 í olíunni þar til laukurinn er orðinn mjúkur 
3. Bætið við ediki, tómötum (með safa), 
kjúklingabaunum og kartöflum. Látið krauma í u.þ.b. 20 mínútur 
eða þar til kartöflurnar eru soðnar. Hrærið við og við 
4. Jógúrtin er notuð sem sósa út á 
Berist fram með brauði og salati
********************************************************

Klúklingabaunir lagðar í bleyti yfir nótt. Soðnar í klukkutíma.
Stór laukur ,
paprika,
grænar baunir.
olia,
hvítlauksrif
karrímauk frá Pataks(Mild curry paste coriander og cumin)


Olían er hituð með smáttskornum lauknum og 1 msk. af karrýmaukinu.

Grænmetið og baunirnar sett út í. Látið malla.

Rétturinn er tilbúinn svona, en það má líka setja þetta í deig og djúpsteikja.
Gott er að borða hrísgrjón og nanbrauð með þessu. Mjög gott er að hafa Raitu með þessu.

Raita= Hrein jógúrt, smátt skorin c.a 1/5 agúrka, kókosmjöl og smá kumin krydd.
**********************************************************************************************

Marokkóskur grænmetisréttur


* 1/4 tsk chilipipar , eða eftir smekk

* 1 tsk engifer (duft)

* 150 g gulrætur

* 2-3 hvítlauksgeirar

* 1 dós kjúklingabaunir

* 2 tsk kummin

* 1 kúrbítur

* 1 laukur

* salt

* 500 g sætar kartöflur

* 1 dós tómatar

* 2 tsk túrmerik

* 350 ml vatn

* 2 msk ólífuolía

Saxið laukinn og pressið hvítlaukinn eða saxið hann smátt.
Hitið olíuna í potti og látið lauk og hvítlauk krauma

við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast.


Bætið þá kummini, túrmeriki, engifer og chili-pipar í pottinn,
hrærið og látið krauma þar til kryddið ilmar vel.
Setjið tómatana og kjúklingabaunirnar út í,
ásamt vökvanum í dósunum, bætið vatninu við,
saltið, hitið að suðu og látið malla smástund.

Afhýðið sætu kartöflurnar og gulræturnar

og skerið þær í fremur litla bita. Skerið kúrbítinn í bita.

Setjið grænmetið út í og látið réttinn malla undir loki í um 20 mínútur,
eða þar til grænmetið er meyrt.

Smakkið og bragðbætið með salti eftir þörfum. Berið fram með kúskúsi.
Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri