Virkjanir

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita


Fossafélögin

(Tíminn 28. maí 1919)

Eins og eðlilegt er, þykir mönnum miklu skifta um það hverir eru orðnir umráðamenn helstu fossanna hér á landi. En það eru erlend félög og hafa sum þeirra starfað alllengi að því að leggja undir sig vatnsafl landsins. Einna elst af félögum þessum mun vera »ísland«, og hálfbróðir þess »Skjálfandi«. Það hefir umráð yfir Soginu, Gullfossi og Brúarfossum í Laxá úr Mývatni. Enn fremur Eldeyjarfossi, Barnafossi, Ullarfossi og 3/4 hlutum af Goðafossi. Eru allir þessir síðastnefndu fossar í Skjálfandafljóti. Talið er að í þessu félagi séu margir mestu auðmenn í Danmörku, og standa sumir þeirra framarlega í afturhaldsflokknum þar í landi.

Mun félag þetta geta ráðið yfir miklu fjármagni, en lítið hefir á það reynt enn þá, því að hvorki hefir það látið gera verulegar mælingar, né lagt í annan kostnað, því að varla er teljandi eyðsla félagsins við kaup og leigu á fallvötnum þessum, því að svo má kalla, að félagið hafi fengið eignir þessar gefins. T. d. má taka það, að í leigu af Soginu, sem talið er hentugast fallvatn til virkjunar hér á landi, borgar félagið ekki meira í árlega rentu, heldur en nú þarf að gjalda af lélegri tveggja íbúða húseign í Reykjavík.

Annað stórfélagið nefnist »Titan.« Það hefir að kalla má keypt alla Þjórsá milli fjalls og fjöru, og lönd til að breyta farvegi hennar, þar sem þurfa þykir. Hefir félagið lagt allmikið fram fyrir þessi réttindi, og til að rannsaka gildi árinnar til iðnreksturs. — Norskir menn standa fyrir »Titan«. Bæði hafa félög þessi sótt um leyfi til að reka hér stóriðju. Vill »ísland« nota Sogið, en »Titan« fossa í Þjórsá. Til að fullnægja íslenskum lögum munu bæði þessi félög telja sig hafa meiri hluta stjórnár sinnar íslenska borgara og búsetta hér á landi. Eru með þessum hætti allmargir málsmetandi menn úr báðum gömlu stjórnmálaflokkunum tengdir félögum þessum. En vitanlega felst engin trygging í þvi fyrir landið, því að í hlutafélagi ræður ýjármagnið, og það er í félögum þessum því nær alt eign útlendinga. Yfirleitt eru lögin um búsetu stjórnenda í slíkum félögum, ljós vottur þess, að löggjafarnir hafa ekki skilið nema formshlið málsins.

Þriðja félagið heitir »Sleipnir«. Það telur sig eiga Hvítárvatn og Hvítá mestalla (að Gufufossi frátöldum) niður fyrir Hestfjall. — Tilætlun félagsins er að veita Hvítá úr farvegi sínum í stöðuvatn eitt, vestanvert við Hestfjall, og skapa síðan foss milli vatnsins og aðalfarvegsins. Segja það sumir þeir menn, er vit þykjast hafa á þessum málum, að aðstaðan sé þar einkar góð, og standi eigi mikið að baki Soginu, hvað orku snertir og legu. »Sleipnir« hefir lagt fram mikið fé fyrir sín réttindi. Stofnendur félagsins voru þeir Gestur heitinn á Hæli, Elías Stefánsson útgerðarmaður og Copland kaupmaður. Tilgangur þeirra var að koma upp stóriðju við Hvítá, undir erlendri stjórn.

Fjórða félagið heitir »Gigant« og þykist það ráða yfir fossunum í Jökulsá á Fjöllum. Fremur mun félag þetta vera loftkent og er varla búist við, að það komi við sögu, að svo stöddu. Fimti iðnrekandinn, sem til mála hefir komið eru Samvinnufélögin dönska; eða sú deild þeirra, sem fæst við að kaupa tilbúinn áburð handa bændum. Einn islenskur búfræðingur hefir unnið að því árum saman, að fá félag þetta til að virkja »Lagarfoss« eystra. — Hvað honum hefir orðið ágengt, skal látið ósagt. Engin beiðni um sérleyfi hefir komið frá félagi þessu, og engar mælingar eða rannsóknir hefir það látið gera, sem teljandi eru. En hitt er vafalaust, að ef félagið vill, hefir það meir en nóg fjárráð, til að framkvæma verkið.

Eins og sjá má af þessu yfirliti, eru aflmestu vatnföll landsins komin undir yfirráð erlendra félaga. Þetta er vitanlega handvömm hin mesta og þjóðarhneisa. Bæði einstakir menn og landstjórnin hafa síðan um aldamót selt og afhent vatnsréttindi eins og sá, sem ekki veit hvað hann gerði. En því miður er afhending þessi lögleg, og væri þjóðfélagið ekki að bættara, þótt það eyddi stórfé í að tapa málum út af vatnsréttinum, bæði við fossafélögin og landeigendur hér á landi, ofan á þau glappaskot, sem áður er búið að gera í málinu. En sú myndi þó verða raunin á, ef landið ætlaði að taka alt vatnsafl landsins, án þess að endurgjald kæmi fyrir. Tveir vegir eru til að ná aftur í verki hinum týndu yfirráðum*. Annað er fossaskattur, og hefir sú hlið margsinnis verið skýrð í þessu blaði. Aðferðin væri þá sú, að leggja mjög háan skatt á vatnsorku, sem búið er að selja eða leigja undan jörð. — Undanþegnir skatti væru þeir umráðamenn slíks vatnsafls, sem settu mikla fjárhœð að veði fyrir því, að þeir vildu »virkja« sína fossa, þegar þjóðfélaginu þætti hent, að veita þeim leyfi. Öll þau félög, sem eru á báðum áttum, eða eru »loftkend«, myndu neita eða ekki geta sett veð. Ekki heldur geta greitt skattinn til lengdar, og væri þá vatnseign þeirra sjálffallin til landsins.

Munurinn á þessari aðferð og hinu svonefnda »vatnsráni« er það, að skattaðferðin er bygð á löglegum grundvelli, kæmi hart niður á fossabrasksmönnum og humbugsfélagaforkólfum, en léti i friði alla bæjalækjaeigendur, og aðra þá umráðamenn vatnsorku, sem ekki hafa af sér brotið við þjóðfélagið.

En jafnvel þó að eigi verði horfið að fossaskatti, þá er eftir sú leiðin, að ráða yfir auðfélögum þeim, sem nota kunna fossana, með hörðum sérleyfislögum. Fossaflið er fyrir auðmagnið eins og tvílœst hurð, þar sem tveir óviðkomandi aðilar geyma hvor sinn lykil. Annar lykillinn er eignarréttur að vatnsorkunni. Þeim lyklinum hafa fossalögin náð. En hinn lykillinn er leyfi þjóðfélagsins til að nota vatnsorkuna. Þar er valdið í höndum kjósenda og síðan þings og stjórnar.

Engum auðmanni eða auðfélagi mun koma til hugar, að virkja foss hér á landi, hvað sem eignaryfirráðum liður, nema með því, að tryggja rétt sinn samningslega gagnvart þjófélaginu. Þess vegna má enn bjarga málinu við. Síðari lykilinn má ekki afbenda neinu fossafélagi, nema með þeim skilyrðum, sem tryggja hag almennings í bráð og lengd. Þetta hefir Sveinn Ólafsson viljað gera með sínum sérleyfislögum. Þau eru heilsusamlega ströng. Stóra virkjun má aldrei leyfa nema með samþykki tveggja þinga, og hafi kosningar farið fram þess á milli. Þar með á að vera girt fyrir, að seiðmagn peninganna geti dregið öryggisvaldið óvörum úr höndum þjóðarinnar.

Félögin eiga að ganga fullkomlega undir íslensk lög, enga ívilnun að fá um skatta og skyldur. Gjalda enn fremur sérstakan »vatnsskatt« til Iandssjóðs, selja héruðum og bæjarfélögum ódýra raforku, samkvæmt samningi. Og að síðustu fellur mannvirkið alt endurgjaldslaust til landsins eftir ákveðið árabil.

Sumir af þjónum »vatnsræningja« hafa látið sér sæma, að drótta því að Sveini Ólafssyni, að hann væri meiri vinur fossafélaganna en landsins. Tillögur hans eru besta vitnið í því máli. Þær eru harðdrægar i garð félaganna, en þó réttlátar. Og enginn af samverkamönnum hans er liklegur til að setja félögunum jafnharða kosti og þó svo sanngjarna, að enginn getur fráfælst þá, sem alvara er að vilja starfa hér, sér til hagsbóta,og þjóðfélaginu að meinalausu. En eins og málunum er nú varið, er mest undir því komið, að vel sé gætt siðari lykilsins.

J. J.


Fossamálið

Alflestir þeir, sem tala um fossamálið, viðurkenna að það sé eitthvert stærsta og flóknasta mál, sem þjóðin hefir orðið að ráða fram úr. Á vatnsorkunni á að byggja nýjan atvinnuveg, sem ekki hefir áður verið til hér á landi. Hvert iðjufyrirtæki hlýtur að vera risavaxið, eftir islenskum mælikvarða. Stóriðjan myndi raska meir en nokkur annar atvinnuvegur fornum venjum og samræmi í þjóðfé- laginu.

Nú getur svo farið, þó afar ólíklegt sé, að þingið í sumar afgreiði málið, þó að það sé lítt undirbúið, þar sem kjósendum eru ekki kunn málsskjölin nema nokkur hluti af áliti minnihlutans. Því meiri nauðsyn er til að blöðin drepi á nokkur aðalatriði málsins, að því leyti sem unt er á þessu stigi, svo að kjósendur eigtaka á þingmálafundum, þótt aldrei væri til annars en að heimta öll gögnin á borðið, áður en ályktun er tekin. Á eignarréttinn verður hér ekki minst, af því það mál er að miklu leyti útrætt. Önnur atriði sem skifta máli eru það, hvort heppilegt er eða rétt, að útkljá málið í sumar, og ef svo er ekki, þá hvenœr er hinn rétti tími. Þar næst hversu svara beri málaleitunum hinna erlendu félaga. En þar er uni þrjár Jeiðir að velja: 1. Algera neitun. 2. Takmarkað leyfi. 3. Ótakmarkað leyfi

II.

Sumir menn eru svo bráðlátir að vilja láta þingið afgreiða fossamálið í sumar. Helstu rök þeirra eru þetta:

1. Landið geti ekki beðið lengur eftir stórfeldum aðgerðum. Ef einn foss væri beislaður á Suðurláglendinu fengi það hérað hina lengi þráðu járnbraut, bændurnir áburð sem þá vanti flestu öðru framar o. s. frv. 2. Að Reykjavík sé nú að steypa sér í mikinn voða með því að byrja á óhæfilega dýrri smástöð, sem myndi verða bænum afar þungurbaggi, en þó ófullnægjandi. Hins vegar myndi bærinn falla frá sinni villu, ef von væri um skjótar aðgerðir í »virkjun« fossa austánfjalls.

3. Að ef fram gangi hin heppilega tillaga Sveins Ólafssonar, að hverja stór-»virkjun« þurfi að samþykkja á tveim þingum, með kosningum á milli, þá sé nauðsynlegt, að hið fyrsta sérleyfi væri veitt nú í sumar til að nota væntanlegar kosningar í haust, til að skera úr málinu. Gegn þessum skoðunarhætti hafa verið færðar fram þessar röksemdir: 1. Að vísu liggur landinu mikið á samgöngutækjum, raforku og áburði, en þó ekki svo að hrapa megi að aðgerðum i öðru eins stórmáli og þessu, og gera ef til vill þau mistök, sem eigi yrði úr bætt síðar. 2. Að málið sé enn óhugsað og órætt af kjósendum. Álit fossanefndar sé enn ekki til í heild sinni, og verði varla fyr en í þingbyrjun. Sjálf nefndin sé marg klofin um helstu vandaatriði málsins. Inn í tillögur meirihlutans sé komin meinvilla, sem gerbreyti grundvelli núverandi þjóðfélags. Og ósanngjarnt sé að lögfesta svo róttækar breytingar, án þess að kjósendur hafi a. m. k. tillögurétt! 3. Núverandi þing sé alls ekki kosið með tilliti til þessa stórmáls. Og þar sem kosningar standi fyrir dyrum, sé einsætt að ræða málið sem vandlegast og láta næstu kosningar snúast að miklu leyti um það. — Að öllu samantöldu mun verða erfitt að halda því fram að eðlilegt sé að áfgreiða málið í sumar. Það væri óneitanlega nokkuð djarft að vilja rasa svo fyrir ráð fram, jafnvel þó að einhverjar nýtilegar framkvæmdir tefjist nokkra mánuði. Að líkindum gætu kjósendur varla gefið fulltrúum sinum heppilegra heilræði en það, að skora á meirihluta fossanefndar að birta álit sitt tafarlaust og senda það út um land. Taka fossamálið til umræðu í báðum deildum, einkum vafaatriðin, svo sem það hversu svara skuli fossafélögum o. s. frv. Láta málið samt daga uppi og bíða fullnaðarúrskurðar á kjördegi.

III.

Menn vita að í sumar samþykkir þingið stjórnarskrárbreytingu vegna sambandslaganna. Þingið verður leyst upp, og kosningar fara þá að likindum fram í haust. Þeir þingmenn sem þá hljóta kosningu hafa ekki sömu skyldu og núverandi þing, til að fresta málinu.Þvert á móti færi það að verða óheilbrigt, ef dregið væri lengur að taka ákvörðun. Undirbúningur og rannsókn málsins verður þá sennilega komin á það stig, að lítið verður umbætt þó að lengur sé beðið. Hið nýkosna þing gæti komið saman á útmánuðum 1920, ef mikið þætti liggja við. Að fresta ákvörðun, frá því i sumar og þangað til þá, gæti varla talist höfuðsynd. Hinsvegar verður því ekki neitað, að fyrir Reykjavíkurbæ og raunar alt Suðurland, getur það skift miklu, að bráðlega verði skorið úr hvort bærinn og austursveitir geta, innan fárra ára, átt von á að fá keypta ódýra raforku til margskonar nota frá einhverju fossafélaginu.

IV.

Hvert verður endanlega svarið? Eins og nú horfir við, þá er einsætt, að kjósendur verða fyrst að skera úr því, hvort þjóðfélagið á að gefa sjálfu sér þennan atvinnuveg, iðnaðinn, eða leyfa einu eða fleiri af áður nefndum auðfélögum að starfrækja fossa hér á landi.

Móti fossanotkun erlendra fjáraflamanna er þetta talið:

1. Hér sé að ræða um undirstöðu arðvænlegs atvinnuvegar, sem gæti gefið landsjóði drjúgar tekjur. Mætti þá létta af þjóðinni mörgum kvöðum, sem nú séu til byrði.

2. »Ísland fyrir Íslendinga« eigi að vera kjörorðið. Þau af gæðum landsins, sem núlifandi kynslóð geti ekki fyllilega hagnýtt sér, eigi að geyma eftirkomendunum.

3. Fjárhagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði þjóðarinnar geti stafað mikil hætta af erlendum stóriðnrekendum. Dæmi séu mýmörg, að þannig smeygi hið erlenda vald sér inn í fyrstu. Síðar komi kúgun erlendu þjóðanna til greina, sem vernd fyrir stóreignamanninn og atvinnurekstur hans móti hagsmunum alþjóðar. — Afleiðingin á að vera sú, að þverneita beri öllum málaleitunum félaganna. En jafnvel þó að sú leið yrði farin, gæti slik ákvörðun varla verið tekin nema að vel athuguðu máli. Sveinn Ólafsson hefir hallast að því, sem kalla má takmarkað leyfi, eins og sjá má af áliti hans, sem prentað er i Tímanum 15. maí þ.á. Hann gerir þar ráð fyrir að vegna þjóðernisins og hinna eldri atvinnuvega í landinu mætti ekkiefna til nema einnar stór-»virkjunar« hér á landi, fyr en fullkomin reynsla fengist um áhrif fyrirtækisins á Iandsháttu yfirleitt. Annað stórmerkilegt atriði í áliti hans er það, að alls ekki geti komið til mála að leyfa nokkru erlendu félagi eða manni að »virkja« Sogið. Það eigi að vera þjóðareign. Af þessu léiðir samt ekki það, að íslandsfélagið geti ekki komið til greina sem iðnrekandi á Suðurlandi, með þvi að það hefir vald á Gullfossi. Eins og kunnugt er, hafa þrjú fossafélög, og það þau sem mest lífsmark er með, bækistöð sína við stórvötn Suðurláglendisins. Þangað er ásóknin mest. Fyrirtæki af þessu tagi þurfa að eiga aðgang að góðri og íslausri höfn. Suðurland hefir þessvegna mun betri aðstöðu heldur en Austur- og Norðuriand. ís getur aldrei tept samgöngur við Reykjavík, enda er gert ráð fyrir, að þangað yrði aflið leitt, frá Soginu, Hvítá og Þjórsá, hvenær sem þau vötn verða »virkjuð«. Það er þessvegna, að svo komnu varla um að ræða byrjun stóriðju nema á Suðurlandi. Sogið kemur úr Þingvallavatni. Það er talið best fallið til »virkjunar« af öllum íslenskum vatnsföllum. Það er vatnsmikið en þó eigi tröllaukið, sítært bergvatn. Kemur eigi i það krapaför eða isrek. Það rennur á grjótbotni og er auðvelt að stífla það tryggilega. Vatnsmiðlun má koma við með stíflu neðan við Úlffljótsvatn, án þess að spilla helgistöðvunum norðan við Þingvallavatn. Þar að auki liggur Sogið svo að segja mitt á milli höfuðstaðarins og fjölbygðustu sveitahéraða á landinu.

Þaðan væri óvenju auðvelt að leiða raforku bæði til Reykjavíkur og um Suðurlandið. Sú skoðun, að landið eigi þegar að tryggja sér Sogið, er bygð á því, að það sé í einu viðráðanlegt og vel sett fyrir heimanot íslendinga. Vel getur farið svo, að þegar til kemur gangi ekki saman með þinginu og forstjórum»íslands«, »Sleipnis« og »Titans«. Þá verður landið að bjarga sér sjálft, virkja Sogið og leiða rafmagnið um alt Suðurland. Reykjavík ein þyrfti nú þegar þriðjunginn af orku Sogsins, ef rafmagn væri notað til alls þess, sem það ætti að vera notað til: Ljósa, hitunar, suða og margskonar iðju. Sogið er fyrir Suðurland eins og myndarlegur bæjarlækur fyrir afskektan dalabónda: Hæfilegur afl og hitagjafi fyrir heimilið. í öðru lagi verður auðveldara að komast að góðum samningum við áðurnefnd félög, ef eitthvert þeirra rekur hér iðnað, þegar þeim er það ljóst, að Sunnlendingafjórðungur er ekki bjargarlaus í þessuefni, þó að þeirra missi við. Sömuleiðis er eins og almenningur sé aldrei fulltrygður gegn taflbrögðum gróðafélaga, þó að að vel sé gengið frá samningum í fyrstu.

Gott dæmi, hversu Sameinaðafélaginu tókst að hækka takstana, hér við land óeðlilega mikið, þar til innlent félag gat haldið því í skefjum með hollri samkepni. Taka Sogsins (fyrir fult gjald vitanlega) hefir þrennskonar hagnað í för með sér:

1. Vitundin um yfirráð landsins á þessu vatnsfalli gerir auðveldara að semja haganlega um raforku handa Sunnlendingum og Reykjavík, við eitthvert af áðurnefndum félögum.

2. Af sömu ástæðu myndu félög þessi síður hætta sér út á þá braut, að reyna að kúga íbúana í hlutaðeigandi landsfjórðungi meðósanngjörnu verðlagi á rafmagni.

3. Ef ekki semur við fossafélögin verður að »virkja« Sogið til heimanota fyrir höfuðstaðinn og næstu héruð, og það því fremur, sem útlit er fyrir langvarandi afarverð á kolum og olíu. En þurfi þess ekki með, ætti Sogið að vera það vatnsfall, sem fyrst yrði »virkjað «til innlendrar framleiðslu, landinu til tekjubóta.

VI.

Sagt er að stöku menn, bæði í Reykjavík og á Suðurláglendinu vilji gjarnan opna allar dyr fyrir fossafélögunum. Bjóða alla velkomna, og skeyta ekkert um afleiðingar. Hugsanlegt er að margir yrðu til að þiggja gott boð. Peningar myndu fljóta hér inn, og verða íslenskir að nafnu til, t. d. eins og í Hinu íslenzka Steinolíufélagi. En áreiðanlega hefði það marga ókosti.

1. Bæði »virkjun« og starfræksla margra slíkra fyrirtækja þyrfti mörg þúsund verkamanna. Hvar ætti að taka þá? Nú er svo mikill hörgull á verkafólki í sjálfum höfuðstaðnum, að þær fáu húsabyggingar, sem verið er að vinna að, þokast varla áfram fyrir skorti á vinnuafli. Og þó er meiri vöntun á húsnæði í Reykjavík, heldur en nokkru öðru. Út um land er samasagan, Skortir á flestum heimilum til sjávar og sveita bæði karla og konur til nauðsynlegra verka. Þetta sýnir að landið er ríkt en fólkið fáti. Kepnin um vinnuaflið veldur því, að kaupgjaldið fer að verða hærra, heldur en sumir atvinnuvegir þola. Einstöku útvegsmenn ráða nú lagtæka menn fyrir 18—20 kr. á dag til að reisa bryggjur og síldarhús á Siglufirði í maí og júní. Þessir menn geta nú sem stendur yfirboðið smáframleiðendur. En ef mörg fossafélög byrjuðu að staífa hér samtímis, myndu jafnvel hin voldugu útvegsfélög ekki geta kept um vinnuaflið. Miljónafélögin munaði meira um að bíða, heldur en borga hátt. Háa kaupið er að vísu glæsilegt fyrir verkamanninn í bili, en af því það fæðir af sér almenna dýrtíð í landinu, verður ávinningurinn lítill líka fyrir þá. Hinsvegar leiddi af frá þessari óreglulegu »gullnámuvinnu« iðjuleysi, slark og eyðslusemi, sem væri öllu landinu til niðurdreps.

2. Ef bæta ætti úr fólkseklunni með innflutningi verkafólks myndu fylgja því margskonar hættur. Tæplega hugsanlegt að inn flyttust undir þeim kringumstæðum nema dreggjar frá öðrum þjóðum, ef til vill gulir menn eða svartir. Sjúkdómar og margskonar spilling óþekt, eða lítt þekt hér áður, myndi sigla í kjölfar hins erlenda skríls. Og að blanda þjóðernið með erlendum sora, einungis til þess að einhverjur miljónaeigendur gætu auðgast enn meir á náttúrugæðum Íslands, þótt íslenska þjóðin liði við breytinguna á öllum sviðum, það væri auma ráðsmenskan.

3. Enn fremur hefir það flogið fyrir að sum þessi félög vilji vera undanþegin almennum sköttum til opinberra þarfa. Er það furðuleg dirfska að bjóða íslendingum slíkt, og það á þeim tíma, þegar aðrar þjóðir taka alt að þvi hálfar tekjur sinna auðmanna í skatta til landsins. Ef stærstu atvinnufyrirtæki landsins ættu að vera skattfrjáls, samhliða því að þau eyðilegðu aðra atvinnuvegi og stofnuðu þjóðerni, tungu, andlegri og líkamIegri heilsu þjóðarinnar i voða, þá væri laglega fram úr ráðið.

4. Í fámennu, fátæku landi er það mjög óheppilegt, að ógnarauður safnist á örfáar hendur í landinu.Auðmennirnir gera samtök sín á milli, til að styrkja aðstöðu sínamóti almenningi. Hver »hringur«fæðir annan af sér, og fyr en varir er þjóðin, þótt frjáls sé á yfirborðinu, orðin ánauðugur þræll auðvaldsins. Af öllum þeim glappaskotum, sem hægt er að gera í fossamálinu, væri sú villan verst, að opna dyrnar til fulls og bjóða erlendum peningamönnum að gera sig heimakomna við hvern foss hér á landi. Mun fáa fýsa að gera þann óvinafagnað, er þeir athuga þá hlið málsins, sem hér hefir verið drepið á.

VII.

Hóf er best í hverjum hlut. Svo er með fossanotkunina. Að banna alla hagnýtingu fossa, ef sæmileg kjör eru í boði, væri skammsýni,af því að okkur dauðliggur á miklu rafmagni, ef hægt er að fá það afarkostalaust, og á reynslu við að beisla stærri og minni fossa, því að fyr en varir, mun hvert hérað reyna að afla sér rafmagns, til ljósa, hitunar, og smáiðju. En að hleypa mörgum auðfélögum af stað í einu væri meira en skammsýni. Það væri þjóðarglötun. En mitt á milli öfganna er hinn gullni meðalvegur: Að leyfa eina virkjun hœfilega stóra, því félagi sem býöur best kjör. Sjá svo eftir 10—15 ár, hvort óhætt er að hafa meira. Samkepni þessi yrði milli »íslands«, »Sleipnis« og »Titans«, um Gullfoss, Hvítá og neðstu fossa í Þjórsá. Sá sem byði best kjör og sæmilegust, ætti að fá sérleyfi, svo fljótt sem unt væri eftir nýjar kosningan En leyfishafi yrði jafnframt að setja veð sem skifti nokkrum miljónum fyrir því, að hugur fylgdi máli, og félagið væri fært um að standa við orð sín. En ef ekki semdi við neitt af þessum félögum, ætti ekkert þeirra að fá leyfi til iðnreksturs, og ef til vill að beita við þau fossaskatti, þegar einsýnt þætti, að þau vildu ekki starfa í samræmi vil alþjóðar hagsmuni.

Þau einföldustu frumskilyrði seim sjálfsagt væri að gera til þess félags er sérleyfi fengi, væri:

1. Að selja landinu riægilega raforku handa Reykjavík og Suðurláglendinu fyrir fastákveðið verð, sem miðað væri við gamla og nýja reynslu um framleiðslukostnað.

2. Að járnbraut sem félagið legði austur yfir heiði, mætti kaupa eftir mati, þegar þingið æskti þess. En meðan félagið ætti hana réði þing og stjórn flutnings og fargjöldum.

3. Að félagið notaði ekki erlendan verkalýð við virkjun eða starfrækslu, nema að því leyti, sem þing og stjórn kynni að veita leyfi til með sérstökum skilyrðum.

4. Að félagið gengi í öllu undir íslensk lög og réttarfar.

VIII.

Nú hefir verið lauslega drepið á nokkur helstu atriði fossamálsins, eins og það kemur nú fyrir sjónir manna, og er þvi niðurstaðan þessi:

1. Rannsóknum viðvíkjandi þessu stórmáli er ekki þann veg háttað, að sæmilegt sé að leiða það til lykta á þinginu í sumar. Hinsvegar á þjóðin heimting á að fá álit allrar nefndarinnar sem fyrst.

2. Næstu kosningar eiga að sjálfsögðu að snúast um fossamálið. Ekkert þýðingarmeira verkefni en heppileg úrlausn þess getur legið fyrir hinu nýkosna þingi.

3. Hið nýkosna þing ætti að fullgera sem fyrst bæði hin almennu vatnalög og sérleyfislög.

4. Landið ætti að taka eignarnámi þann hluta Sogsins, sem það ekki á, og þingið að búa svo um hnútana, að það vatnsfall verði óafhendanleg eign landsins, varasjóður til öryggis móti misbeiting erlends valds, og jafnan til reiðu, ef landið þarf raforku til heimilisnota á Suðurlandi eða til landsframleiðslu.

5. Leyfa ætti fossafélögum þeim, sem aðstöðu hafa á Suðurlandi, að keppa um mestu vilk}ör landinu til handa, fyrir að mega reisaaflstöð við Hvítá eða Þjórsá. En ef ekki gengur saman, beita fossaskatti með áður greindum takmörkunum.

6. »Humbugsstöð« þá, sem talað er um að reisa við Elliðaárhanda Reykjavík, mætti fyrir enganmun byggja nú, og kasta þar3—4 miljónum króna í sjóinn. Því að ef ekkert verður úr því aðeitthvert fossafélag »virki« sunnlenska fossa á næstu árum, þá verður höfuðstaðurinn, Suðurláglendið og landið að taka Sogið til notkunar þegar á nœstu árum. J. J.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri