Vísur

Úr Ásta
Útgáfa frá 16. maí 2012 kl. 08:53 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita
Austan kaldinn á oss blés, 
upp skal faldinn draga. 
Veltir aldan vargi Hlés, 
við skulum halda á Siglunes.

Bjarni Þorsteinsson segir í Íslenskum þjóðlögum, bls. 905 „að Ingimundur nokkur í Sveinungsvík hafi ort vísuna, þá er hann hraktist við 4. mann á opnu fari austan frá Langanesi og vestur á Siglunes, þar sem þeir loks náðu nauðuglega landi.“
Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri