Undirfellsætt

Úr Ásta
Útgáfa frá 6. maí 2012 kl. 11:26 eftir Salvor (Spjall | framlög)
Stökkva á: flakk, leita

Hér eru slóðir og efni sem tengist ætt móður minnar Ástu Hannesdóttur frá Undirfelli og tíðaranda í Vatnsdal og nálægum slóðum.

Þar segir: "foreldrar hans flytja frá Þórormstungu að Undirfelli 1907. Undirfell var mikil og góð bújörð, kirkjujörð og höfuðból, þar voru heyskaparlönd meiri og betri en gerðist.Skúli vann að búi foreldra sinna á Undirfelli og flytur með þeim að Þórormstungu aftur tuttugu árum síðar, en Hólmfríður systir hans og Hannes Pálsson taka við allri jörðinni að Undirfelli."

Fundur inn samþykkti því í einu hljóði að stofna „pöntunarfélag fyrir Húnavatnssýslu," sem þeir nefndu Kaupfélag Húnvetninga (K. H.) Voru félaginu sett lög, þegar á stofnfundinum. í stjórn voru kosnir: Þorleifur Jónsson alþm. á Syðri-Löngumýri, formaður, og meðstjórnendur: Benedikt Blöndal í Hvammi í Vatnsdal og Árni A. Þorkelsson á Geitaskarði. Endurskoðendur voru ekki kosnir fyrr en á fulltrúafundi 2. júlí 1896, og hlutu kosningu: Björn Sigfússon alþm., þá í Grímstungu og Jón Hannesson í Þórormstungu. Af þeim, sem sátu stofnfundinn er nú (1946) aðeins einn á lífi, Jón Hannesson í Þórormstungu.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri