Ráðstefna 3f 2012

Úr Ásta
Útgáfa frá 14. mars 2012 kl. 11:32 eftir WikiSysop (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Margt smátt gerir eitt stórt

Föstudaginn 16. mars 2012 kl. 13 til 17 verður haldin ráðstefna 3f félags um upplýsingatækni og menntun og Háskólans í Reykjavík. Ráðstefnan hefur fengið yfirheitið Margt smátt gerir eitt stórt – Upplýsingatækni og nýjungar. Megin þema ráðstefnunnar verður upplýsingatækni í skólastarfi. Fjallað verður sérstaklega um þær breytingar sem eru að verða í skólastofunni með tilkomu smærri tækja og tóla. Spáð er í framtíðina, munu verða miklar breytingar á kennsluháttum í nánustu framtíð, hver verða áhrifin á námsgagnagerð. Ráðstefnan er samvinnuverkefni 3f, Háskólans í Reykjavík og epli.is

Ráðstefna 3f og HR16. mars 2012

Dagskrá
Kl. 13:00 Setning ráðstefnu. Sigurður Fjalar Jónsson, formaður 3f.
Kl. 13:15 Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla.
Kl. 13:45 Ólafur Sólimann, skólaráðgjafi hjá Epli.is fjallar um gagnvirkar kennslubækur með iBooks Author.
Kl. 14:05 Anton Már Egilsson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja mun kynna Zero Client.
Kl. 14:25 Kaffihlé og kynningar
Kl. 15:00 Málstofur.
Málstofa 1 í stofu V108
Rakel Sölvadóttir, iPad-væðing
Salvör Gissurardóttir, Scratch-forritunarmál fyrir börn
Rakel G Magnúsdóttir, iPad í leikskólastarfi
Rakel Sölvadóttir, Forskot til framtíðar- kennsla í forritun í grunn- og framhaldsskólum
Málstofa 2 í stofu M109
Ólafur Andri Ragnarsson, Hvað finna þeir eiginlega upp næst?
Ida Semey, Frá staf í bók til stafs á skjali – frá læsi á bók til læsis á skjá
Óskar Þór Þráinsson, Rafbækur innan og utan skólastofunnar: Kostir, gallar, tækifæri og ógnir
Málstofa 3 í stofu V110
Magnús Már Halldórsson, Verkefnalausnir í forritunarkennslu og forritunarkeppni framhaldsskólanna
Henning Úlfarsson, Hvað er tölvunarstærðfræði?
Daníel Brandur Sigurgeirsson, Upptökur á fyrirlesturum og notkun Facebook í kennslu
Ásrún Mattíasdóttir, heiti vantar
Kl. 16:00 Léttar veitingar í tölvunarfræðideild. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, slítur ráðstefnunni.
Nokkrir heppnir þátttakendur fá verðlaun frá Epli og Nýherja. Dregið verður úr nöfnum viðstaddra  kl. 16:30.
Salvör Gissurardóttir
Scratch -  Forritunarmál fyrir börn
Fjallað verður um Scratch forritunarmálið  og kynntur íslenskur námspakki um það sem 
samanstendur af vef, vinnublöðum og vefupptökum. Sérstaklega verður fjallað um sögugerð 
í Scratch og hvernig megi kynna forritun á skemmtilegan og skapandi hátt og kveikja áhuga 
nemenda bæði stráka og stelpna á forritun.
Rakel Sölvadóttir
iPad-væðing
Markmið verkefnisins er að gera einstaklingsmiðað nám að veruleika.  Með því að auka við 
þau námstæki sem við höfum í boði við kennslu getum við gefið nemendum tækifæri til að 
nýta þá leið sem þeim hentar best við nám.  Spjaldtölva er viðbótarkennslugagn og mun vera 
notað sem slíkt innan Hjallastefnunnar.  Þetta viðbótarkennslugagn mun opna nýjar dyr í 
kennslu þar sem samvinna nemenda og kennara fer á nýtt plan.  Nemandi getu nú haft áhrif 
á það nám sem hann stundar og getur valið um námsleiðir sem henta hvað best fyrir 
hann/hana auk þess sem skemmtanagildi námsins mun aukast.  
Rakel Sölvadóttir
Forskot til Framtíðar - kennsla í forritun sem hluti af námi í grunn- og framhaldsskólum
Skortur á tæknimenntuðu fólki er farið að setja svip á atvinnulífið og grípa þarf til aðgerða.  Það þarf 
að ná vitundarvakningu og auka áhuga tæknimenntun.  Þær leiðir sem farnar hafa verið undanfarin ár 
eru ekki að skila sér.  Það þarf að einfalda hlutina og nýta þekkingu þeirra rannsókna sem nú þegar 
hafa verið gerðar.  Við þurfum að byrja að þjálfa upp næstu kynslóð og efla tölvufærni barna í þágu 
þverfaglegrar hæfni þeirra í framtíðinni.  Börnin þurfa að læra að vinna með tölvuna en ekki bara 
vinna á hana - líkt og þau þurfa að læra að skrifa jafnt og að lesa.  Eitt af því sem börn gera best er að 
læra tungumál og ættu því að vera fljót að tileinka sér forritunarmál þar sem forritun er í raun 
samskipti manns og tölvu á því tungumáli sem báðir skilja. Það þarf því að hefja kennslu í forritun á 
fyrsta stigi grunnskóla þar sem hæfileikinn til að læra ný tungumál byrjar að minnka um 12 ára aldur.  
Við værum ekki einungis að kenna forritun heldur gefa kennurum og nemendum tækifæri á að 
útvíkka kennsluaðferðir og nýta forritunarþekkinguna til að leysa verkefni í öðrum námsgreinum.  Þar 
með væru börnin að fá skilvirka og skemmtilega sýn inn í það nám sem þau stunda í dag.
Ólafur Andri Ragnarsson
Hvað finna þeir eiginlega upp næst?
Fjallað verður um nokkrar yfirvofandi tæknibyltingar og velt upp hvaða áhrif þær geta haft á 
þjóðfélag, líf einstaklinga, kennsluumhverfi, og atvinnulíf.
Ida Semey
Frá staf í bók til staf á skjá – frá læsi á bók til læsi á skjá
Mikið hefur verið fjallað upp á síðkastið um læsi og stöðu barna og ungs fólks varðandi læsi, 
sérstaklega þó læsi drengja. Inni á heimilum hefur notkun tölva og aðgangur að þeim 
stóraukist undanfarinn áratug svo og notkun leikjatölva og snertisíma. Sama þróun hefur átt 
sig stað í skólastofunni. Nú er stigið skref áfram með tilkomu iPad og Kindle lesskjáa sem 
verkfæri í skólastarfi. Í nýrri námskrá er meðal annars talað um aukna áherslu á læsi almennt 
en í miklu víðari skilningu en bara að læra að lesa bók. Þar er m.a. komið inn á aukið vægi 
miðlalæsis.
Í erindinu mínu langar mig til að kynna nýjar kenningar varðandi læsi og lestur og þá 
sérstaklega hvað varðar skjálæsi og lestur: Lestur og læsi bókar eða á blaði sem hefðbundin 
aðferð en skjálæsi og skjálestur sem algjörlega ný aðferð. Nýjustu kenningar sýna afgerandi 
mun á lestri sem texta á blaði og texta á skjá: Texti á skjá er hluti af myndrænni einingu og 
þar af leiðandi eru lestaraðferðir mismunandi.
Það má því spyrja: Hafa börnin allt aðrar lestraaðferðir, hvaða áhrif hefur það og er þörf á 
nýrri skilgreiningu á læsi og lestur.
Henning Úlfarsson
Hvað er tölvunarstærðfræði?
Tölvunarstærðfræði er ný námsgráða í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík sem boðið er 
upp á frá og með hausti 2012. Í þessu námi er annars vegar lögð áhersla á að byggja upp 
almennan stærðfræðigrunn og almennan tölvunarfræðigrunn og hins vegar að hagnýta 
þennan sterka grunn með þjálfun í stærðfræðilegum aðferðum fyrir hugbúnaðargerð.  Í 
fyrirlestrinum verður fyrst fjallað um tilurð námsgráðunnar og hún borin saman við aðrar 
námsgráður á sviði upplýsingatækni. Þá verður fjallað um ýmis viðfangsefni sem koma fyrir í 
náminu og sýnt hvernig stærðfræði og tölvunarfræði tvinnast þar saman á mjög hagnýtan 
hátt.  Loks verður fjallað um hvaða möguleika nemendum standa til boða eftir útskrift, en
námið hentar mjög vel sem undirbúningur fyrir framhaldsnám í tölvunarfræði, strjálli 
stærðfræði, lífupplýsingafræði og ýmsum öðrum skyldum greinum og einnig er mikil 
eftirspurn úti á vinnumarkaðinum eftir hugbúnaðarfólki með góðan stærðfræðilegan 
bakgrunn.
Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri