Páskaegg búin til í verksmiðju

Úr Ásta
(Munur milli útgáfa)
Stökkva á: flakk, leita
 
(Ein millibreyting ekki sýnd frá notanda.)
Lína 1: Lína 1:
  
 
== Súkkulaðipáskaegg búin til í verksmiðju ==
 
== Súkkulaðipáskaegg búin til í verksmiðju ==
 +
[[Mynd:paskar-xver1.jpg]]
 +
[[Mynd:paskar-xver2.jpg]]
 +
[[Mynd:paskar-xver5.jpg]]
 +
[[Mynd:paskar-xver7.jpg]]
 +
[[Mynd:paskar-xver9.jpg]]
 +
[[Mynd:paskar-ver11.jpg]]
 +
[[Mynd:paskar-ver15.jpg]]
 +
  
  
Lína 46: Lína 54:
 
'''NAMM, NAMM'''
 
'''NAMM, NAMM'''
 
Nú eru eggin tilbúin og verða send í verslanir þar sem foreldrar, afar og ömmur eða aðrir vinir og vandamenn kaupa þau til að gleðja börn á öllum aldri.
 
Nú eru eggin tilbúin og verða send í verslanir þar sem foreldrar, afar og ömmur eða aðrir vinir og vandamenn kaupa þau til að gleðja börn á öllum aldri.
 +
 +
Myndir teknar af SG í Nóa Síríus í Reykjavík
 +
 +
Kærar þakkir til Nóa Sírius fyrir að leyfa mér að taka myndir af páskaeggjaframleiðslunni.
 +
 +
Síðast uppfært 24. mars 1998
  
 
[[flokkur:páskar]]
 
[[flokkur:páskar]]

Núverandi breyting frá og með 13. mars 2012 kl. 20:24

Súkkulaðipáskaegg búin til í verksmiðju

Paskar-xver1.jpg Paskar-xver2.jpg Paskar-xver5.jpg Paskar-xver7.jpg Paskar-xver9.jpg Paskar-ver11.jpg Paskar-ver15.jpgSúkkulaði sprautað í mót

Bráðið súkkulaði kemur í gegnum rör og það liggur ofan í trekt við eina vél.

Þessi vél er notuð til að sprauta súkkulaði í plastform eða mót sem hvert um sig tekur nokkur páskaegg. Hér er verið að sprauta í form sem taka sex egg.


Mótin látin snúast

Súkkulaðið er ennþá bráðið í formunum og þá eru formin sett á arma á vél sem snýst bæði í hring og svo snýst hver armur líka. Þetta er til að súkkulaðið renni vel alls staðar í mótinu svo það verði engin göt eða of þunnir fletir á páskaeggjunum.


Mótin kæld niður

Þegar formin hafa snúist í nokkrar mínútur eru þau sett inn í geymslu þar sem þau eru kæld niður og þar storknar súkkulaðið til fullnustu.

Hér sést þegar eggin koma í mótunum úr kælingu og starfsmenn fylgjast vel með hvort öll egg séu heil og falleg.


Pökkun á súkkulaðimolum

Inn í páskaeggin eru sett fylling af ýmsu góðgæti, meðal annars súkkulaðimolum. Súkkulaðimolar í skrautlegum gljápappír er líka settur utan á páskaegg. Hér sést vél inn í glerbúri sem pakkar súkkulaðimolum í pappír alveg sjálfvirkt. Starfmaðurinn matar vélmennið á súkkulaðimolum.


Eggin skreytt

Það þarf mörg handtök við að skreyta páskaeggin. Inn í þau og utan á er sett sælgæti og ýmis konar dót og skraut og svo oft ungi efst á eggið.


Pökkun

Þegar eggin eru tilbúin þarf að pakka þeim í plast til að þau skemmist ekki. Hér sjást starfsmenn við pökkun og í baksýn er færibandið sem flytur eggin til þeirra.


NAMM, NAMM Nú eru eggin tilbúin og verða send í verslanir þar sem foreldrar, afar og ömmur eða aðrir vinir og vandamenn kaupa þau til að gleðja börn á öllum aldri.

Myndir teknar af SG í Nóa Síríus í Reykjavík

Kærar þakkir til Nóa Sírius fyrir að leyfa mér að taka myndir af páskaeggjaframleiðslunni.

Síðast uppfært 24. mars 1998

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri