Páskaegg búin til í heimahúsi

Úr Ásta
Útgáfa frá 13. mars 2012 kl. 20:20 eftir WikiSysop (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Egg búin til í heimahúsi

Paskar-fon1.jpg Paskar-fon5.jpg Paskar-fon8.jpg

Það getur verið gaman að búa til sín eigin páskaegg. Hér skulum við skoða hvernig risapáskaegg úr pappa og súkkulaðipáskaegg eru búin til.

Risaegg

Áhöld og efni: Blöðrur, dagblaðapappír í ræmum, veggfóðurlím, plastbikar, litir og skreytiefni.


Blástu upp kringlótta blöðru. Hnýttu endann á blöðrunni.

Dýfðu ræmum úr gömlum dagblöðum í veggfóðurlím og settu utan á blöðruna. Þú skalt setja fjögur eða fimm lög af dagblöðum. Láttu þorna.

Gerðu eggjabikar úr einhverju ónýtu plastíláti eins skyrdollu. Settu dagblaðaræmur vættar í veggfóðurslími utan og innan á ílátið í þremur lögum. Láttu þorna.

Þegar eggin og bikarar eru orðin þurr þá getur þú málað þau og skreytt af hjartans list.

Súkkulaðipáskaegg

Áhöld og efni: páskaeggjamót, hjúpsúkkulaði, sælgæti í fyllingu og skreytingar, málsháttur á miða, skraut, páskaungi.


Það er skemmtilegt að búa til sín eigin súkkulaðipáskaegg og það sparar líka mikla peninga, sérstaklega ef gera þarf mörg páskaegg.

Þú þarft að eiga páskaeggjamót en þau fást í búðum . Mótið er þvegið eftir notkun og geymt þangað til næsta ár.

Bræddu súkkulaðihjúp í potti og penslaðu inn í mótið. Láttu súkkulaðið storkna og penslaðu þá aðra umferð með heitu súkkulaði. Endurtaktu þetta þangað til páskaeggið er orðið passlega þykkt. Passaðu vel að súkkulaðið fari inn í allar glufur á mótinu svo eggið verði fallegt og heilt. Settu mótið inn í frystir á milli þess sem þú setur ný lög.


Þegar eggið hefur náð réttri þykkt skaltu kæla það vel og þá getur þú losað það varlega úr mótinu. Svona lítur eggið þá út. Hvert mót býr til hálft páskaegg og nú þarf að líma helmingana saman og setja inn í þá fyllingu og málshátt. Notaðu bráðið súkkulaði til að líma eggið saman og setja fótinn undir.

Í stórt egg eins og sýnt er hérna á myndunum þarf um 400 gr af súkkulaði.

Seinast skaltu skreyta eggið og setja unga á toppinn.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri