Nan

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita

http://uppskriftir.katosk.com/#post21

11 gr þurrger 2 msk sykur 200 ml mjólk, ylvolg 600 gr hveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 4 msk ólífuolía 1 dós hrein Jógúrt (180 gr) eða ab mjólk eða grísk jógúrt 1 msk maldonsalt 1 msk indversk kryddblanda (t.d. masala) 25 gr smjör 1 hvítlauksrif, pressað knippi af fersku kóríanderlaufi

Ger, sykur og volgri mjólk blandað saman, Hveiti salt, lyftiduft, olía og jógúrt blandað saman við. Þetta er látið hefast í klst. ef tími gefst til. (ég læt þetta yfirleitt ekki hefa sig)

Bræða smjög og setja hvítlauksrif saman við og smyrjið yfir og kóríanderlauf klippt yfir brauðin.

Ég sleppi því að setja masala kryddið út í þetta og set hvítlaukinn í deigið set svo smjör, kóríanderlauf og maldonsalt ofan á.

Bakist í 275°c ofni í 5-7 mínútur en svo má líka bara skella þessu á grillið eða á svona rifflaða pönnu og úr verða hin fínustu nan brauð :)


Nan brauð

4 dl hveiti ½ msk. matarolía ½ tsk. salt ½ tsk.matarsódi 1 ½ tsk ger 1 ½ dl volgt vatn

Aðferð:

1. Blandið öllu saman í skál 2. Hnoðið fyrst með sleif, síðan með höndunum þangað til deigið er slétt og sprungulaust. 3. Látið deigið lyfta sér á hlýjum stað í 20 mín. 4. Rúllið deiginu í lengju og skiptið henni í jafna bita. 5. Fletjið bitana út með höndunum í um ½ cm þykkar kökur og pikkið þær út með gaffli. 6. Hitið þurra pönnu á meðalhita og bakið brauðin á báðum hliðum þangað til þau hafa lyft sér og eru orðin brúnflekkótt.


Hálfur pakki þurrger (5g) 2 desilítrar vatn 50 grömm sykur 1 desilítri mjólk 1 egg, vel hrært 2 teskeiðar salt 600 grömm hveiti Um 50 grömm brætt smjör.


Aðferð fyrir Nan brauð:

Blandið saman sykri og vatni, hrærið gerinu saman við og látið hefast í 10 mínútur. Bætið síðan mjólkinni, hrærðu egginu og saltinu saman við blönduna. Blandið hveitinu saman við þar til degið er orðið mjúkt. Hnoðið degið í um 5 mínútur og látið það hefast í klukkutíma, undir klút. Hnoðið degið aftur og skiptið því í bolta. Leyfið því að hefast aftur í 30 mínútur undir klút. Fletjið kúlurnar úr og grillið þær í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Penslið með smjöri og e.v.t. smá mörðum hvítlauk.


Stór nan-brauð http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1221585/

  • 125 ml vatn *1 tsk. hunang eða sykur *2 tsk. ger *2 msk. hrein jógúrt *um 250 g hveiti, helst brauðhveiti *½ tsk salt *olía Hrærðu hunang eða sykur saman við vatnið og stráðu gerinu yfir. Láttu standa þar til gerið er aðeins farið að freyða.
  • 125 ml vatn
  • 1 tsk. hunang eða sykur
  • 2 tsk. ger
  • 2 msk. hrein jógúrt
  • um 250 g hveiti, helst brauðhveiti
  • ½ tsk salt
  • olía

Hrærðu hunang eða sykur saman við vatnið og stráðu gerinu yfir. Láttu standa þar til gerið er aðeins farið að freyða. Blandaðu þá jógúrt, salti og mestöllu hveitinu saman við og bættu við hveiti þar til deigið er fremur lint og meðfærilegt, án þess að það klessist við hendurnar. Hnoðaðu það mjög vel, þar til það er slétt, mjúkt og teygjanlegt. Settu það svo í skál, breiddu plastfilmu eða viskastykki yfir og láttu það lyfta sér á fremur hlýjum stað í ½-1 klst., eða þar til það hefur tvöfaldast. Hitaðu nú grillið eins og hægt er. Notaðu lausa grind eða plötu, klædda með nokkrum lögum af álpappír eða leggðu nokkur álpappírslög beint á grillgrindina sjálfa. Skiptu deiginu í tvennt og flettu hvorn hluta um sig út í aflangt flatbrauð, 20-25 cm á lengd. Pikkaðu brauðið vel með gaffli eða prjóni og penslaðu báðar hliðarnar með olíu. Settu það á grindina og grillaðu í 2½-3 mínútur á hvorri hlið við eins háan hita og þú getur náð. Fylgstu með því en mundu að það á að brenna svolítið.


Nan brauð með kókos,

döðlu, hvítlauks og chilifyllingu


Ofn: 250°C 3 dl volg mjólk 2 msk. sykur eða hunang 4 tsk. þurrger 13 dl hveiti 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 4 msk. olífuolía 3 dl hrein jógúrt eða Ab mjólk

Ofan á: 2 msk. garam masala

Fyllingin: 250 g döðlur (ekki ferskar) 1 lítil dós kókosmjólk 25 g brætt smjör 2 hvítlauksrif 1 heilt rautt eða grænt chili Allt sett í matvinnsluvél og unnið í þykkt mauk.

Aðferð: Mælið sykur og þurrger í skál. Hellið volgri mjólkinni yfir og látið standa í 10 mínútur. Blandið hveiti, salti, lyftidufti, olíu og Ab mjólk saman við og blandið vel saman með sleif. Bætið við hveiti ef deigið er of blautt. Hnoðið vel og látið lyfta sér á hlýjum stað í 40 mínútur. Skiptið deiginu í 16 jafnstóra hluta og fletjið með höndunum út mjög þunnar kökur. Smyrjið fyllingu á með skeið og leggið kökurnar saman. Fletið betur út með keflinu. Stráið ögn af garam masala á hverja köku og raðið á bökunarplötu. Það er mjög gott að strá kókosflögum ofan á brauðin en alls ekki nauðsynlegt. Látið lyfta sér á plötunni í 20-40 mínútur. Bakið næst efst í ofni í 5-7 mínútur. Penslið brauðin með hvítlaukssmjöri um leið og þau koma úr ofninum og raðið þeim á fat.

Hvítlaukssmjör til að pensla ofan á nýbökuð brauðin: 100 g íslenskt smjör 4 hvítlauksrif marin í hvítlaukspressu 1 tsk. maldonsalt

Bræðið smjörið í örbylgjuofni og bætið mörðum hvítlauk og salti saman við. Penslið brauðin um leið og þau koma úr ofninum. Smjörið sem gengur af má bera fram með brauðunum og fólk bætir við eftir smekk.


Nan-brauð:

2/3 bolli volg mjólk 2 tsk sykur 2 tsk þurrger 450 gr hveiti 0.5 tsk salt 1 tsk lyftiduft 2 msk olía 170 ml hrein jógúrt (ein íslensk jógúrt dós) Setja mjólk í skál með teskeið af sykri, öllu gerinu og láta svo freyða. Í aðra skál skal setja önnur þurrefni og bæta við gerblöndunni ásamt afganginum af sykrinum og jógúrtinni. Láta þetta svo hefast í klukkutíma. Deginu er svo skipt í 6 jafna bita og hver biti flattur út. Bakist við hæsta mögulega hita í 3 mín og eina mínútu í grilli.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri