Mekkano

Úr Ásta
Útgáfa frá 22. mars 2019 kl. 13:44 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Iðnfræðingaefni

Hingað til landsins tók fyrir skömmu að flytjast leikfang það, er nefnist »Meccano« og er heimsfrægt orðið fyrir nytsemi þess og jafnframt hve það gagntekur hugi þeirra, er við það eiga. »Meccano« er ekki neinn sjerstakur hlutur; það er heilt kerfi af ýmiskonar stykkjum, svo sem bjálkum, sperrum, rám, skrúfum, hjólum, tannhjólum, plötum, ásum, mótorum o.fl., sem hægt er að setja saman á ýmsan hátt, og með því móti gera úr ýmsa hluti og mannvirkjastælingar.

Allmargir drengir hjer á landi eiga nú »Meccano« og hafa myndað með sjer fjelagsskap, til þess að auka þá ástundun; er það iðnfræðafjelag í smáum stíl. Fjelag þetta gekst í fyrra fyrir samkepni í »Meccano« smíðum og byggingum, og hlutu þar fjórir drengir verðlaun fyrir þessa hluti: Botnskafa, sams konar og notuð er hjer á höfninni (smíðandi Sigurður Ágústsson); dragferja (Páll j. Helgason); kastljós með rafmagnslampa Bergur Garðarsson) og tugavog (Kristján Garðarsson).

Þessir sömu drengir tóku þátt í allsherjar samkepni, sem háð var í Englandi síðastliðið vor, og fengu þrír þeirra verðlaun þar. Bergur Garðarsson fjekk hæstu verðlaunin af Íslendingunum, og hlaut hann 8 sterlingspund í peningum. Kastljós hans er sýnt á kápu þessa heftis SINDRA. Sigurður Ágústsson og Páll J. Helgason fengu sinn kassann hvor af »Meccano«.

Það er eftirtektarvert og mjög skemtilegt, að af fjórum íslenskum keppendum skuli þrír hata hlotið verðlaun meðal þúsunda, og ennfremur er það skemtilegt, að verðlaun þau, er Bergur hlaut, voru meðal þeirra hæstu. Þetta sýnir einnig, að Íslendingar geta fleira en hnoðað saman leirburði, enda þótt sú gáfa virðist nokkuð almenn hjer, og að til eru hjer snjallir hugvitsmenn, þótt lítið kunni á þeim að bera í stjórnmála og skáldskapar moldviðrinu. Kastljós það, er Bergur gerði og fjekk tvenn verðlaun fyrir, lýsir ekki litlu hugviti, og sem betur fer er það ekki einstakt dæmi, því að í Meccanofjelaginu íslenska eru margir hugvísir og snjallir drengir, en hingað til hefir ekkert verið hlynt að hugvitsgáfunni hjá hjerlendum mönnum, nema síður sje.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri