Hvalir og hvalveiðar

(Munur milli útgáfa)
Stökkva á: flakk, leita
Lína 1: Lína 1:
 
* [http://barnatru.is/saga/jonas-i-hvalnum/ Jónas í hvalnum]  
 
* [http://barnatru.is/saga/jonas-i-hvalnum/ Jónas í hvalnum]  
 
[[Mynd:Millstätter Fastentuch Jonas.jpg|thumb|Jónas í hvalnum]]
 
[[Mynd:Millstätter Fastentuch Jonas.jpg|thumb|Jónas í hvalnum]]
 +
 +
 +
http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000508566
 +
Bjarni Sæmundsson,Fiskirannsóknir 1901,  Andvari, 1. Tölublað (01.01.1903), Blaðsíða 76
 +
 +
d. Hvalaveiðar.
 +
Eg verð stuttlega  að minnast á þær, sérstaklega  hinar innlendu, sem stundaðaru voru langt fram á 19. öld á Vestfjörðum, enda þótt það væri ekki með jafnmiklum krafti og Norðmenn hafa rekið þær síðustu 20 ár.
 +
 +
Það er langt síðan aðVestfirðingar fengust fyrst við hvalaveiðar, því 1610—21 er sagt, að Jón Olafsson „hvalfangari" hafi gjört það í ísafjarðardjúpi og síðan hafa þær verið stundaðar öðru hvoru fram að 1894. Þá járnaði Mattíasí Baulhúsum í Arnarfirði síðast hval, en Ásgeir faðir hans á Álftamýri var þó mesta hvalaskyttan, því hann veiddi alls 36 hvali. Hvalir þeir, er veiddir voru, voru kálfar reyðarhvala, er komu árlega á Arnarfjörð. Þektu menn suma þeirra og gáfu þeim nöfn; er sagt, að þeir kæmu annaðhvort ár með kálf. Voru kálfarnir járnaðir, og skotið á þá lausum skutli, sem varð þeim að bana með blóðeitrun, eftir nokkra daga Ræki svo hvalinn, sem oft gat brugðið út af, fékk skyttan að eins skotmannshlut, en hvalnum var skift milli sveitarbúa. Veiddust 1—2 á ári. Ásgeir telur hvali þá, er hann járnaði, hafa verið 800 kr. virði að jafnaði. Það er því eigi nein smáræðisgjöf (29000 kr.), er sveit hans hefur þegið af honum. Þessi veiði var stunduð í Arnarfirði. Í fyrri daga höfðu menn streng úr bátnum, við skutulinn og hrís-
 +
vöndla framan á bátnum og áttu þeir að mæða hvalinn. Var það sjaldan að hann mistist. Laust fyrir miðja 19. öld byrjuðu Ísfirðingar að skutla eða skjóta hvali, en lítið
 +
varð úr. Áður höfðu menn þar járnað hvali fram að 1760. — Síðan Norðmenn fóru að veiða, hafa hinir stærri hvalir lagst frá fjörðum, svo nú sjást þar varla nema hrefnur og hnísur. Á Steingrímsfjörð kemur þó enn töluvert af hvölum öðru bvoru. Nú veiða menn því aðeins hnísur. Í Arnarfirði eru þær skotnar mikið á haustin og skutlaðar líka. I Djúpinu skjóta menn þær einnig og kringum Æðey;    eru  þær  veiddar í lagnet,
 +
 +
35
 +
 +
50-100 fðm. löng, 12-16 möskvadjúp; möskvavídd 7-8",
 +
feld til þriðjungs eða hálfs. Jakob heitinn í Ögri reyndi
 +
fyrstur þessi net.
 +
 +
 +
1880 byrjuðu Norðmenn hvalaveiðar og settust fyrst að á Langeyri i Álftafirði (Svend Foyn, síðar Amlie). Smáfjölgaði veiðistöðvunum, svo þær voru orðnar 8 árið 1899:
 +
1 á Suðureyri í Tálknafirði (Otland, 2 skip).
 +
 +
2. á Framnesi í Dýrafirði (Berg, 4 skip);
 +
3. á Önundarfirði (Ellefsen, 5 skip);
 +
4. á Langeyri í Álftafirði(Diethricks, 3 skip);
 +
5. á Dvergasteinseyri í Alftaf. (Herlufsen, 2 skip);
 +
6. á Uppsalaeyri í Seyðisfirði (Ásgeirsson o. fl., 2 skip);
 +
7. á Hesteyri (M. Bull, 3 skip);
 +
8. í Veiðileysufirði (J. Bull, 3 skip).
 +
 +
Síðan hefur Ellefsen bœtt við 2 skipum og sett upp stöð á Asknesi í Mjóa
 +
firði eystra og M.Bull flutt frá Hesteyri austur á Norðfjörð. Skipin eru flest 28—38 smál. að stærð nettó; hin nýjustu 80—90' löng og kosta 70—80 þús. kr.
 +
 +
Megnið af hvölunum er veitt út af Vestfjörðum og svo
 +
norður fyrir, austur að Langanesi, oft langt úti í hafi, úti við ísinn, í sumar t. d. 1—15 mílur út af Siglufirði, 30—40 mílur út af Horni og 12 mílur út af Barða.
 +
 +
Lítið eitt hefur veiðst við Vestmanneyjar og á síðustu árum úti fyrir Austfjörðum. Aðalhvalurinn er Blaahval, svo er næst Finhval og Knölhval, Sejhval lítið eitt og Nordkaper mjög sjaldgæfur; Kaskelot (búrhveli) hef
 +
ur að eins veiðst einu sinni (Berg). Ekki er (eftir
 +
skýrslum, sem þeir Ellefsen og Berg hafa gefið mér) auðið að sjá neina afturför í veiðinni á þeim 11—12 árum, sem þeir hafa stundað hana hér.
 +
 +
Nöfn Arnfirðinga á slórhvelunum voru þessi, að sögn Álftamýrarfeðga;
 +
Hafreyður = Blaahval;
 +
langreyð
 +
ur = Finhval;
 +
geirreyður = Sejhval?;
 +
hornfiskur = Knölhval;
 +
hafurkekki — Noi'dkaper.
 +
 +
Þegar Norðmenn byrjuðu veiðar sínar, skutu þeir oft hvali í ísafjarðardjúpi og stóð af því hœtta fyrir opna fiskibáta. Bæði það og svo aflaleysi í Djúpinu 2 fyrstu árin eftir að veiðarnar byrjuðu, vakti mikla gremju og ótta meðal Vestfirðinga. Margir mistu kjarkinn og ætluðu að hætta fiskiveiðum. Tilraun var gerð til að fá hvalaveiðarnar bannaðar með lögum. — En svo kom fiskiaflinn aftur og hefur aldrei brugðist síðan og síld
 +
oft verið mikil, þrátt fyrir hvalaveiðarnar, og meira að segja, síld hefur gengið meira á Arnarfjörð síðan og fiskur hefur lagst að í þeim fjörðum, sem hvalveiðistöðvar eru við, eins og áður er minst á. Af þessum ástæðum hefur ýmugustur Vestfirðinga á hvalaveiðunum alveg horfið. Vestfirðingar mundu nú víst alls ekki vilja missa hvalveiðendur, enda veita þeir aflmikla atvinnu og bera drjúgum gjöld sveitarfélaga þeirra, sem þeir eru í og sumir þeirra hafa áunnið sér mikla almenningshylli, vegna hjálpsemi og framkvœmda til almenningsheilla og má þar fremstan telja H. Ellefsen í Önundarfirði og svo L. Berg í Dýrafirði.

Útgáfa síðunnar 17. apríl 2012 kl. 10:37


http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000508566 Bjarni Sæmundsson,Fiskirannsóknir 1901, Andvari, 1. Tölublað (01.01.1903), Blaðsíða 76

d. Hvalaveiðar. Eg verð stuttlega að minnast á þær, sérstaklega hinar innlendu, sem stundaðaru voru langt fram á 19. öld á Vestfjörðum, enda þótt það væri ekki með jafnmiklum krafti og Norðmenn hafa rekið þær síðustu 20 ár.

Það er langt síðan aðVestfirðingar fengust fyrst við hvalaveiðar, því 1610—21 er sagt, að Jón Olafsson „hvalfangari" hafi gjört það í ísafjarðardjúpi og síðan hafa þær verið stundaðar öðru hvoru fram að 1894. Þá járnaði Mattíasí Baulhúsum í Arnarfirði síðast hval, en Ásgeir faðir hans á Álftamýri var þó mesta hvalaskyttan, því hann veiddi alls 36 hvali. Hvalir þeir, er veiddir voru, voru kálfar reyðarhvala, er komu árlega á Arnarfjörð. Þektu menn suma þeirra og gáfu þeim nöfn; er sagt, að þeir kæmu annaðhvort ár með kálf. Voru kálfarnir járnaðir, og skotið á þá lausum skutli, sem varð þeim að bana með blóðeitrun, eftir nokkra daga Ræki svo hvalinn, sem oft gat brugðið út af, fékk skyttan að eins skotmannshlut, en hvalnum var skift milli sveitarbúa. Veiddust 1—2 á ári. Ásgeir telur hvali þá, er hann járnaði, hafa verið 800 kr. virði að jafnaði. Það er því eigi nein smáræðisgjöf (29000 kr.), er sveit hans hefur þegið af honum. Þessi veiði var stunduð í Arnarfirði. Í fyrri daga höfðu menn streng úr bátnum, við skutulinn og hrís- vöndla framan á bátnum og áttu þeir að mæða hvalinn. Var það sjaldan að hann mistist. Laust fyrir miðja 19. öld byrjuðu Ísfirðingar að skutla eða skjóta hvali, en lítið varð úr. Áður höfðu menn þar járnað hvali fram að 1760. — Síðan Norðmenn fóru að veiða, hafa hinir stærri hvalir lagst frá fjörðum, svo nú sjást þar varla nema hrefnur og hnísur. Á Steingrímsfjörð kemur þó enn töluvert af hvölum öðru bvoru. Nú veiða menn því aðeins hnísur. Í Arnarfirði eru þær skotnar mikið á haustin og skutlaðar líka. I Djúpinu skjóta menn þær einnig og kringum Æðey; eru þær veiddar í lagnet,

35

50-100 fðm. löng, 12-16 möskvadjúp; möskvavídd 7-8", feld til þriðjungs eða hálfs. Jakob heitinn í Ögri reyndi fyrstur þessi net.


1880 byrjuðu Norðmenn hvalaveiðar og settust fyrst að á Langeyri i Álftafirði (Svend Foyn, síðar Amlie). Smáfjölgaði veiðistöðvunum, svo þær voru orðnar 8 árið 1899: 1 á Suðureyri í Tálknafirði (Otland, 2 skip).

2. á Framnesi í Dýrafirði (Berg, 4 skip); 3. á Önundarfirði (Ellefsen, 5 skip); 4. á Langeyri í Álftafirði(Diethricks, 3 skip); 5. á Dvergasteinseyri í Alftaf. (Herlufsen, 2 skip); 6. á Uppsalaeyri í Seyðisfirði (Ásgeirsson o. fl., 2 skip); 7. á Hesteyri (M. Bull, 3 skip); 8. í Veiðileysufirði (J. Bull, 3 skip).

Síðan hefur Ellefsen bœtt við 2 skipum og sett upp stöð á Asknesi í Mjóa firði eystra og M.Bull flutt frá Hesteyri austur á Norðfjörð. Skipin eru flest 28—38 smál. að stærð nettó; hin nýjustu 80—90' löng og kosta 70—80 þús. kr.

Megnið af hvölunum er veitt út af Vestfjörðum og svo norður fyrir, austur að Langanesi, oft langt úti í hafi, úti við ísinn, í sumar t. d. 1—15 mílur út af Siglufirði, 30—40 mílur út af Horni og 12 mílur út af Barða.

Lítið eitt hefur veiðst við Vestmanneyjar og á síðustu árum úti fyrir Austfjörðum. Aðalhvalurinn er Blaahval, svo er næst Finhval og Knölhval, Sejhval lítið eitt og Nordkaper mjög sjaldgæfur; Kaskelot (búrhveli) hef ur að eins veiðst einu sinni (Berg). Ekki er (eftir skýrslum, sem þeir Ellefsen og Berg hafa gefið mér) auðið að sjá neina afturför í veiðinni á þeim 11—12 árum, sem þeir hafa stundað hana hér.

Nöfn Arnfirðinga á slórhvelunum voru þessi, að sögn Álftamýrarfeðga; Hafreyður = Blaahval; langreyð ur = Finhval; geirreyður = Sejhval?; hornfiskur = Knölhval; hafurkekki — Noi'dkaper.

Þegar Norðmenn byrjuðu veiðar sínar, skutu þeir oft hvali í ísafjarðardjúpi og stóð af því hœtta fyrir opna fiskibáta. Bæði það og svo aflaleysi í Djúpinu 2 fyrstu árin eftir að veiðarnar byrjuðu, vakti mikla gremju og ótta meðal Vestfirðinga. Margir mistu kjarkinn og ætluðu að hætta fiskiveiðum. Tilraun var gerð til að fá hvalaveiðarnar bannaðar með lögum. — En svo kom fiskiaflinn aftur og hefur aldrei brugðist síðan og síld oft verið mikil, þrátt fyrir hvalaveiðarnar, og meira að segja, síld hefur gengið meira á Arnarfjörð síðan og fiskur hefur lagst að í þeim fjörðum, sem hvalveiðistöðvar eru við, eins og áður er minst á. Af þessum ástæðum hefur ýmugustur Vestfirðinga á hvalaveiðunum alveg horfið. Vestfirðingar mundu nú víst alls ekki vilja missa hvalveiðendur, enda veita þeir aflmikla atvinnu og bera drjúgum gjöld sveitarfélaga þeirra, sem þeir eru í og sumir þeirra hafa áunnið sér mikla almenningshylli, vegna hjálpsemi og framkvœmda til almenningsheilla og má þar fremstan telja H. Ellefsen í Önundarfirði og svo L. Berg í Dýrafirði.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri