Holdsveiki

Úr Ásta
Útgáfa frá 15. maí 2012 kl. 17:41 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Skírnir, Megintexti (01.04.1910), Blaðsíða 141 http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2007387


Agrip af sögu holdsveikinnar á íslandi.** Eftir Sœmund Bjarrihjeðinsson. Sjúkdómur sá, sem hér á landi er nú alment nefndur 
holdsveiM, er afargamall. Menn verða hans varir mörgum 
ðldum fyrir Krists burð. 

Hvenær hann kom til Norðurlanda vita menn 
-ekki. Sumir ætla, að Norðmenn hafi sótt hann suður til 
ítaliu, til Langbarða. Þvi þar segir sagan að hafi verið 
mikið um holdsveiki. Engin fullnægjandi rök eru þó fyr- 
ir þvi, að hann hafi komið þaðan til Noregs. — Norskir 
holdsveikislæknar (Armauer Hansen og Lie l ) ætla að sjúk- 
•dómurinn hafi verið orðinn allútbreiddur á 10. — 11. öld i 
Noregi og vitna til Gulaþingslaga, en eftir þeim 
voru likþrdir menn lausir við hernaðarskyldu. Telja þeir 
líklegast, að hann hafi komið til Noregs frá Bretlandi 
og írlandi. Voru þar holdsveikisspitalar á 10. öld. 

Jafnmikil óvissa er um það, h v e n æ r holdsveikin 
hafi komið hingað út til íslands. 

Þeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni Pdlsson 2 ) ætla, 
að hún hafi komið til landsins með landnámsmönnum og 
á söguöldinni frá Noregi. Sömu skoðun fylgir Jón Hjalta- 
lín 8 ). 

Nú hafa menn eigi annað við að styðjast frá þessu 
tímabili en sögurnar, sem auðvitað gætu skýrt jafnrétt 
frá þessu eins og ýmsu öðru. En sögurnar tala afarlitið 
um sjúkdóma manna, aðra en þá, sem stafa afvopnavið- 

*) Endursögn á ritgerð minni Leprosy in Iceland í II. Internationale 
wissenschaftliche Lepra-Konferenz 1909. Holdsveikissaga. 49 

skiftum. Að vera kvellisamur þótti lítt sæmandi hraust- 
um drengjum og nóg var til, sem geymdist betur í hugum 
manna þangað til viðburðirnir voru skráðir. 

En skoðun þessara höfunda styðst þó við sögurnar, 
við sögu Olafs Tryggvasonar, frásöguna þar um Þórhall 
Knapp á Knappstöðum í Fljótum, um likþrá hans og 
lækningu fyrir mátt konungs, og Ljósvetningasögu, frásögn- 
ina um Þorvald hinn likþráa og Má frænda hans, er var 
einn á skipi þeirra Kálfs kristna og Þorvarðar Höskulds- 
sonar. Már myrti frænda sinn Þorvald til að losna við 
hann, en þá komu langvinnar byrleysur, svo til vandræða 
horfði. Eftir þriggja daga föstu var málið lagt i guðs- 
dóm og hlutkesti Vitrpaö um, hver skipverja væri valdur 
að þessu, og kom upp hlutur Más. 

Er auðsætt, að hvorug þessara sagna hefir neitt sönn- 
unargildi. Sagan um Þórhall Knapp virðist líkjast öðrum 
dýrlingasögum og alllíklegt, að þeir Oddur og Gunnlaugur 
munkar hafi bætt henni inn í. Hin sagan, um Þorvald 
líkþráa og Má, kemur aðalsögunni lítið við, enda virðist 
sami munkakreddublær á henni. Auk þess þykir Ljós- 
vetningasaga eigi sem áreiðanlegust að ýmsu leyti. 

Jóni Thorstenson 4 ) þykir og þessi skoðun ólíkleg. Tel- 
ur habn liklegast að holdsveikin hafi komið til Norðurlanda 
á Krossferðatímunum eða með Serkjum til Spánar og breiðst 
svo þaðan út aftur, og svo loks komið hingað út. 

Ehlers 5 ) þykir sennilegast, að holdsveikin hafi fluzt 
hingað i lok 12. aldar frá Noregi. 

En um það er heldur ekki hægt að segja neitt ákveð- 
ið hvorki með né móti. 

I hinurn fornu lögbókum vorum Grágás og Jónsbók 
mun sjúkdómurinn ekki vera nefndur á nafn. 

I Isl. fornbrs. er holdsveikin eða líkþrá eigi nefnd 
fram yfir árið 1400, nema hvað orðið likþrá kemur fyrir 
í »hinu minna banni«, sem Arni biskup Þorvaldsson las 
upp á alþingi 1281 6 ). Menn mundu ætla, að sjúkdóms- 
ins væri að einhverju getið, ef hann hefði verið orðinn 
nokkuð almennur á þessu tímabili. Eins og áður var 

4 50 Holdsveikissaga. 

minst á, höfðu Norðmenn búið til lagaákvæði viðvikjandi 
honum, og sama gjörðu Danir. Hitt er ekkert undarlegt, 
þótt höfundarnir þektu sjúkdómsheitið og sjúkdóminn. í 
útlöndum var veikin orðin mögnuð, og íslendingar fóru 
viða á þessum öldum. 

Sveinn Pdlsson 7 ) getur til, að Gizur biskup hafi haft 
»sárasótt«, en hún hugði hann, að hefði verið sama og 
holdsveiki og ef til vill kirtlaveiki. Hungurvaka segir að 
biskup hafi verið orðinn lasburða, er hann var áttræður: 
. . . »En sótt elnaði á hendur Gizuri biskup og gjörðist 
hörð, ströng og óhæg og féllu stór sár á hörund hans alt 
að beini og fylgdu stór óhægindi af verkjum«. Af þess- 
ari lýsingu verður þó að telja lítil likindi til að þetta hafi 
verið holdsveikissár. Það eru nóg önnur sár til, sem 
svona háaldraðir og veikir menn fá fremur. 

Jón Sigurðsson 8 ) hefir og i athugasemd við bréf Gre- 
góríusar páfa IX. til Sigurðar erkibiskups i Niðarósi n / 5 
1237 um að veita Magnúsi Skálholtsbiskupi Gizurarsyni lausn 
frá embætti samkvæmt beiðni hans og að fá honum sæmi- 
legt uppeldi af stólseignunum, getið til, að biskup hafi 
verið holdsveikur. En sú tilgáta styðst þó eigi við nægi- 
leg rök í páfabréfinu. Þar er að eins talað um »langvinn- 
an og, að áliti manna, ólæknandi krankleika« (infirmitas). 

Annarstaðar hefi eg ekki orðið var við neitt í frá- 
sögnum um Magnús biskup, er bendi á, að tilgátan sé rétt. 
Biskupinn dó skömmu seinna, svo að páfabréfið hefir 
naumast komið út hingað áður en hann dó. 

I fyrsta skifti sem tilgreindur maður hér á landi er 
nefndur holdsveikur í opinberu bréfi er 1413 9 ). Bréfið er 
frá Jóhannesi páfa XXIII. dags. 24. júlí til Jóhannesar 
biskups í Liibeck. Hafði páfa borist til eyrna, að Jón 
biskup i Skálholti (1406—1413) væri svo þjáður og þjak- 
aður af holdsveiki (lepra) og öðrum þungum og ólækn- 
andi sjúkdómum, að bæði á höndum og fótum grotnaði 
holdið í sundur og dytti af ásamt beinunum. Hann væri 
þvi talinn óhæfur og ófær til að stjórna andlegum og 
veraldlegum málum Skálholtsbiskupsdæmis. Spyrst páfi EToldsveikiseaga. 51 

fyrir um það, hvort íslenzkur kanúki, ungur, af Agustin- 
usarreglu, Arni Ólafsson, muni eigi fær um að vera að- 
stoðarmaður biskups og veita biskupsdæminu forstöðu. 
Eins og kunnugt er varð irni eftirmaður Jóns biskups. 

Sjúkdómurinn er nefndur holdsveiki. Lýsingin á 
honum er að vísu ekki nákvæm, sem ekki heldur má 
búast við, en hún bendir þó á með allmiklum likum, að 
þetta sé réttnefni, og þá hefir það verið það, sem kallað er 
seinna limafállssyki (lepra anæsthetica mutilans). 

Einkennilegt er það, að þessi fyrsti maður hér á landi, 
sem sennileg rök eru fyrir, að hafi haft holdsveiki, var 
annar biskupa landsins. Holdsveiki heíir ætíð komið frem- 
ur fyrir hjá fátæklingunum, alþýðunni, þótt margir stór- 
höfðingjar fengju hana einnig á miðöldunum. Menn skyldu 
því ætla, að hún hafi verið orðin allútbreidd hjá alþýðu 
hér á landi, þar sem biskupinn slapp ekki einu sinni. 

En annars er þess gætandi, að Jón biskup var Norð- 
maður; hann kom að likindum eigi til íslands fyr en hann 
tók við embætti sínu, en hafði verið seinast ábóti i Munk- 
lifi við Björgvin. Þar hafði holdsveikin og hefir lengstum 
verið afarmögnuð. Þegar páfabréfið var skrifað hefir 
sjúkdómurinn verið kominn á hátt stig, eftir lýsingunni 
að dæma, og hlýtur að hafa verið orðinn nokkurra ára gam- 
all. Það er þvisennilegast, aðbiskuphafi 
tekið veikina i Noregi, áður en hann fór 
út til íslands 1406. 

Svarti dauði (1402—1404) drap að sögn 2 / 8 landsbúa. 
Óliklegt er það mjög, að m a r g i r holdsveikir hefðu 
sloppið lifandi undan honum, þótt holdsveiki hefði verið 
hér, sem menn geta eigi séð nein óhrekjanleg rök fyrir. 
Eigi hefi eg orðið var við neitt, sem sýni manni, hvort 
hún hefir haft mikla útbreiðslu siðari hluta 15. aldarinnar. 
Undir lok aldarinnar gekk önnur stórsóttin, sem drap 
fjölda fólks — vafalaust holdsveika með, ef þess konar 
sjúklingar hafa verið hér. Þessi vesaldómsöld var vel 
löguð til þess að breiða út langvinna sjúkdóma, eins og 
holdsveiki. örbirgð og óþrifnaður hefir efalaust verið 52 Holdsveikissaga. 

til hér í ríkum mæli. En þau systkinin hafa lengi þótt 
vænlegust til útbreiðslu og aðstoðar holdsveikisgerlinum. 
Hvenær holdsveikin kom til landsins 
verður ekki séð. Hitt er víst, að um m i ð j a 16. 
ö 1 d i n a er hún búin að ná svo mikilli útbreiðslu, að 
mönnu '.i stendur stuggur af og vilja láta gera opinberar 
ráðstafanir til að hefta útbreiðslu hennar. Á miðöldun- 
um var sú skoðun almenn, að sjúkdómurinn væri n æ m • 
ur, bærist mann frá manni, og þá vildu menn hafa hér 
sömu aðferðina og erlendis, aðferð, sem hafði gefist mæta 
vel : Einangrun holdsveiklinganna i h i n - 
um svo nefndu holdsveikrahælum eða 
spí t ö 1 um. 

Árið 1555 skipar Kristján Jconungur þriðji höfuðsmanni 
sínum hér á landi, Knud Steensen, að stefna saman \2 
mönnum, til þess að koma meðal annars með tillögur um 
fækkun ýmsra óþarfra bænahúsa og kirkna, sem dýrt 
þótti að halda við, og um uppeldi presta og spitala. 
Komu þeir saman á Bessastöðum i júnímánuði, biskuparnir 
báðir, Marteinn Einarsson og Olafur Hjaltason, og lögmenn- 
irnir báðir, Eggert Hannesson og Oddur Gottskálksson. Enn 
fremur 4 prestar og 4 leikmenn. 

Tillaga þeirra er hin svo kallaða Bessastaðasamþykt 10 ). 
Var þar ætlast til, að helmingur af lausafé og kúgildum 
þeirra bænahúsa og kirkna, sem leggja skyldi niður, gengi 
til prestanna og uppeldis spítalanna, semhin- 
ir sjúku skulu innleggjastí. Jafnframt voru 
nefndar 4 jarðir, ein i hverjum landsfjórðungi, sem bezt 
þættu f allnar til að hafa til spítalanna. Þær voru : Kald- 
aðarnes, Gufudalur, Glaumbœr og Bjarnanes. Vestmann- 
eyjingar skyldu greiða f jórðung venjulegrar tíundar (o: hvern 
tiunda fisk i fjöru) til »þeirra manna spítala«, sem reistur 
yrði í Sunnlendingafjórðungi. 

Konungur synjaði samþykkis síns á þessu í bréfi til 
KnudSteensensáriseinna( 16 /4 1556). Segirþar, að ekki þyki 
þörf á að setja spítala á stofn að svo stöddu, meðan fá- 
tækir flakki um landið og leiti sér uppeldis þar sem þeir Holdsveikissaga. 53 

geti. Sýsluraenn eigi að annast það, að fátæklingarnir 
verði fluttir innan sýslu, úr einum stað í annan, sam- 
kvæmt íslenzkum lögum og gamalli venju. 

í þessum bréfum er að vísu ekki beinlínis n e f n d 
holdsveiki. Heldur er þar talað um »hina fátæku« og 
»sjúku«. En það kemur oft fyrir í bréfum spitalanna, 
bæði hér á landi og annarsstaðar, að svo óákveðið er 
komist að orði, þótt auðsætt sé, að átt sé við holdsveika. 
Valið á spítalajörðum, sem er svipað eins og hundrað ár- 
um seinna, ein í hverjum fjórðungi, bendir tg i sömu átt. 

Þótt ekkert yrði úr því, að einangrunarspitalar yrðu 
settir á stofn i þetta skifti, reka menn sig við og við á 
ákvæði og bréf um holdsveikina. 

Þannig var samþykt ordinantia um hjónabönd, »hjóna- 
bandsartikular« , 1587 10 ). Samkvæmt þeim var það ekki 
talin skilnaðarsök, þótt annað hjóna fengi franzós eða 
holdsveiki i hjónabandinu. Það áttu þau að bera með 
þolinmæði eins og hvern annan kross, sem drottinn legði 
þeim á herðar. Hins vegar var það skilnaðarsök, ef ann- 
að þeirra var orðið holdsveikt áðurenþað 
giftist, en hefði leynt því og svo sýkt hitt. 

Nokkrum árum siðar, 1593, fær Jón lögmaður Jóns- 
son frá Svalbarði u ) bréf frá ríkisráði Dana, svar upp á 
bænarskrá sína. Lögmaður hafði meðal annars minst á 
Bessastaðasamþyktina og tillögurnar þar um stofnun spital- 
anna, að Kristján þriðji hefði lofað að samþykkja þær, 
að þær hefðu t v i s v a r verið sendar syni hans, FriðriTci 
öðrum, i fullu trausti um staðfestingu konungs. En hvernig 
sem á því stæði, hefði engin úrlausn þeirra mála fengist 
né svar, og stæði þvi alt þetta aðgjörðalaust. Mæltist 
lögmaður til, að hinar umræddu jarðir yrðu samþyktar og 
staðfestar »að verða og bliffa til hospitala þar i landinu«. 
Rikisstjórnin vísaði málínu til herradagsins, en lofaði svo 
greiðu svari. 

Það er auðséð á öllu, að samþykki hefir ekki fengist. 
Enn þá liðu um 60 ár áður en konungur uppfylti þessa 
bæn íslendinga; það var ekki fyr en um miðja 17. öld. 54 Holdsveikissaga. 

L þessu tímabili hefir sjúkdómurinn náð mikilli út- 
breiðslu. Má ráða það af því, að getið er um ýmsa nafn- 
kenda menn, einkum á fyrri hluta 17. aldarinnar, sem 
voru holdsveikir. 

í bréfi Friðriks konungs þriðja ( 10 / 5 1650) til höfuðs- 
mannsins, Hinriks Bjelke aðmiráls, um holdsveikina o. fl. 
segir, að af skýrslu höfuðmanns megi sjá, að holds- 
veikin á íslandi hafi aukist mjögvegna 
hirðuleysis og óþrifnaðar i hibýlum al- 
þýðunnar. Skorar konungur á höf uðsmann og helztu 
menn landsins að rannsaka þetta og yfirvega, hvernig 
stemma megi stigu fyrir útbreiðslu veikinnar. 10 ) 

Ári siðar ( 10 / 5 1651) leyfir konungur að taka megi 4 
af konungs og krúnunnar jörðum undir spítala handa ör- 
snauðum holdsveikum og vanfærum mönnum, 
eina í hverjum landsfjórðungi. En höfuðsmaður, með 
báðum biskupum og helztu mönnum, geri ráðstöfun um 
það, hvernig þessir þurfamenn i spitölunum geti fengið 
uppeldi sitt. 10 ) 

Næsta ár (1652) komu enn konungsbréf um spítalana, 
á hvaða jörðum eigi að byggja þá, fyrir- 
komulag þeirra og tekjur. 10 ) Því hefir verið haldið fram (Danielsen og Boeck) 12 , að 
Jioldsveikra-srjítsleLr hafi verið til hér á landi fyrir þennan 
tima. Þessir höfundar vitna að því leyti i það sem Th. 
Bartholin skrifar um það 1672 : Fyrrum var holdsveiki 
óefað almenn á hinum norðlægu eyjum vorum, Færeyjum 
og íslandi, eins og spítalar, sem þar hafa verið reistir, 
bera vott um, en nú eru tómir og að falli komnir. 

Það mætti hugsa sér að Bartholin ætti við Gauiverja- 
bæjarspítala 6 ), hinn svokallaða »lœrðra manna spítala*, sem 
þeir Haukur lögmaður Erlendsson og Arni biskup Helga- 
son létu reisa ] 308. Átti hver prestur að borga m ö r k 
til hans. En spitali þessi var ætlaður efnalausum upp- 
gjafaprestum. Líklega hefir sóknarpresturinn átt að ala Holdsveikissaga. 55 

önn fyrir þeim að einhverju leyti. í Vilchinsmáldaga 
(1397) er þess getið, að Hrafn prestur hafi fengið 4 merk- 
ur í Spitalstoll. 1 *) 

Finnur biskup getur þess, að 1563 hafi uppgjafaprestar 
í Skálholtsbiskupsdæmi fengið styrk af ýmsum betri brauð- 
um þar í biskupsdæminu og tilgreinir þau. Segir hann, 
að spítali sá, er Árni biskup Helgason hafi sett forðum 
og duga mátti prestum meðan þeir voru ókvæntir, hafi 
orðið þeim ónógureftir siðabótina með konu og börnum. 
Biskup færir rök fyrir því, að spítalinn hafi stað- 
ið að minsta kosti fram að 1618 u ). 

Þá er Viðeyjarspitali. Hann er nefndur 1638 10 ). Eigi 
virðist hann vera ætlaður holdsveikum. Dr. M. Stephen- 
sen u ) segir, að hann hafi upphaflega verið stofnaður, til 
að losa lénsherra konungs við sníkjugesti. Seinna fengu 
þar uppeldi örvasa og snauðir leiguliðar á konungsjörðum 
í Gullbringu- og Kjósarsýslum. Eftir miðja 18. öldina var 
spitalinn fluttur yfir að Gufunesi og svo loks lagður niður 
1793. 

I þeim gögnum, sem eg hefi náð í, verð eg eigi var 
við aðra spítala — auk holdsveikraspítalanna. Sumir rit- 
höfundar hafa haldið því fram, að á Norðurlöndum hafi 
allir spítalar (hospitöl) á miðöldunum verið ætlaðir 
holdsveikum. Að það sé ekki rétt kenning, sýnir meðal 
annars lærðramannaspitalinn í Gaulverjabæ. Sama sanna 
og nýjustu rannsóknir um spítalana i Noregi 1 ). Holdsveikraspitalarnir 1652—1848. 

Nafnið er auðvitað komið úr latínu, hospitium (gisti- 
hæli), en verður svo hospital, spital, spitall } spítali. Af 
þessu er svo búið til spitalska eða spitelska og spitalskur. 
Ennfremur ætla norskir holdsveikislæknar, að spiltur = 
spedalsk sé af sama uppruna. Um réttmæti þeirrar skoð- 
unar skal eg ekkert segja. 

Þær jarðir, sem Friðrik konungur þriðji leyfði að 
taka mætti handa spítölunum, voru þessar fjórar: 56 Holdsveikissaga. 

1. Hörgsland á Síðu handa Austfirðingum, 

2. Klausturhólar í Grímsnesi handa Sunnlendingum, 

3. Hallbjarnareyri i Eyrarsveit handa Vestfirðingum og 

4. Móðrufell i Eyjafirði handa Norðlendingum. 

Stjórn spítalanna skyldu hafa umsjónarmennirnir 
(inspectores), en það voru biskupar báðir, sinn í hvoru 
biskupsdæmi, og lögmenn, sinn i hvoru lögmanns- 
dæmi. Þannig stjórnaði Skálholtsbiskup þrem spitölum, 
en Hólabiskup að eins Möðrufellsspitala. Lögmenn aftur 
á móti skiftu jafnt á milli sin, höfðu hvor sina tvo spitala 
til umsjónar. Þetta fyrirkomulag hélzt þangað til lög- 
mannsembættin voru lögð niður árið 1800, og tóku amt- 
rnenn þá við ásamt biskupum. Umsjónarmenn skyldusjá 
spitölunum fyrir forstöðumönnum, heiðursverðum dánu- 
mönnum, sem sæju um, að tekjum þeirra væri varið til 
uppeldis fátækum, þurfandi mönnum. Fyrst framan af 
voru þessir menn nefndir forstöðumenn eða umboðsmenn, 
seinna hospítalsforstandarar , hospítalshaldarar og loks 
hospítalsráðsmenn } svo sem þeir voru lika stundum kallaðir 
fyrst framan af. 

Tekjur spitalanna ákvað konungur samkvæmt til- 
lögum landsmanna þannig: 

1. Innanhúsmuni, sem klaustrin þyrftu eigi á að 
halda, mætti leggja til spítalanna. 

2. Vissar K r i s t s f j á r j a r ð i r. 

3. ölmusur og gjafir frá innlendum og útlendum. 

4. Gjafir frá ættingjum holdsveikra, er 
lögum samkvæmt hefðu framfærsluskyldu þeirra á 
hendi, ef sjúklingarnir væru eigi teknir í spítala. 

5. Leyfisgjöld fyrir hjónabönd þremenninga. 

6. Sáttagjörðagjöld og þvilikt gefur konungur til spítal- 
anna, þó að óskertum réttindum krúnunnar, lögum 
samkvæmt. 

7. Ýmsar sektir og leyfisgjöld, svo sem uppreistargjald 
presta o. fl., fengu spítalarnir von bráðar. 

8. Hospitalshlutir. Með alþingissamþyktumárinl652--53 Holdsveikissaga. 57 

ákveða lögmenn með lögréttumönnum, að greiða skuli 
af hverjum fiskibát, sem gengur til sjávar, á ári hverju 
ákveðinn dag einn hlut eða, ef ekki gefur, þá fyrsta 
dag á eftir sem gefur. Þetta voru hinir svo nefndu 
hospítalshlutir; voru þeir illa þokkaðir og komu ranglega 
niður á gjaldendum landsins, en voru þó greiddir fram 
yfir miðja 19. öld, oft sviksamlega, sem seinna verð- 
ur vikið að. 

Forlagseyri, 3^2 hundrað á landvísu með 
karlmanni, en 2V 2 hundr. með kvenmanni, voru hrepp- 
arnir skyldir að greiða með þeim fátæklingum, sem 
fóru í spítalana, en voru svo efnalausir, að þeir gátu 
ekkf lagt neinn forlagseyri með sér, og höfðu ekkert fram- 
færi annað en hreppana, enda má eigi taka þá framar 
úr spítölunum. Ef hinir vanfæru eiga nokkrar eignir 
sjálfir, leggist það með þeim til spitalanna. — Ef 
d æ m d i r ómagar koma þar inn, þá leggi þeirra 
frændur, sem að lögum eiga þá fram að færa, fullan 
forlagseyri eftir samningi við »spitalaforstandarann«. 

Biskuparnir leituðu gjafa til spítalanna, einkum hjá 
sýslumönnum og prestum, og safnaðist nokkuð fé á þann 
hátt, en eigi allmikið. Mest gáfu biskuparnir, 5 hundruð 
hvor, og Brynjólfur biskup 1 hundrað i ársgjald. Gjafirnar 
úr Hólabiskupsdæmi segir Espólín að hafi verið 20 hundr. 
og einn kapall. Nokkru meiri munu þær hafa orðið i 
Skálholtsbiskupsdæmi. 

Þannig var þá svo komið, að holdsveikisspítala skyldi 
reisa. Jarðirnar voru fengnar og tekjur lögákveðnar, 
þótt óvissar væru að ýmsu leyti. 

Þeir umsjónarmennirnir syðra, meistari Brynjólfur og 
Arni lögmaður Oddsson, urðu eigi alls kostar á eitt sáttir 
um það, hvenœr taka skyldi sjúklinga inn á spítalajarð- 
irnar. I bréfabókum Brynjólfs biskups 16 ) eru nokkur bréf r 
sem farið hafa á milli þeirra sumarið og haustið 1652. 

B i s k u p vildi útvega ráðsmenn frá fardögum 1653, 
láta þá innheimta tekjur spítalanna, annast um spítala- 58 Holdsveikissaga. 

smíðina, kaupa nauðsynlegar vörur, klæðnað og rúmfatnað, 
i stuttu máli, setja spítalana fullkomlega í lag, en afgang- 
inn af tekjunum skyldi leggja inn i reikning hjá kaup- 
mönnum, láta hann á rentu hjá verzlunarfélaginu (sem 
þá hafði leigt verzlunina) og taka ekki fleiri sjúklinga i 
spítalana en svo, að renturnar hrykkju til uppeldis þeim. 
Eftir þvi sem höfuðstóllinn yxi, mundu renturnar aukast 
og þá yrði smám saman hægt að fjölga sjúklingunum i 
spítölunum. Yrði tekjunum eytt jafnóðum, spáði biskup 
þeim stuttum aldri. 

»Að blanda saman kreinktum mönnum og heilbrigðum, 
sem á þeim bæ (þ. e. Klausturhólum) skuli i litilmótleg- 
um kofum eiga samveru . . . hvar til eg hef ekki sam- 
vizku i svo viðurstyggilegum og næmum krankleik.« 

í öðru bréfi segir biskup út af ráðsmanna ráðningu: 
»Það mundi fæla sjerhvern þann er á nokkra úrkosti og 
til er trúandi, skuli inn í hans hús eða herbergi slíkir 
k r e i n k t i r menn innlagðir verða, svo hann þá annist 
um, viðgangist í sinum eigin húsum, sem sitt eigið fólk, 
með því þess háttar manneslcjum fylgir stundum framgirni f 
óþákklœti framar öðrum veikum.« 

Lögmaður vildi eigi bíða eftir því, að spitalarnir 
yrðu bygðir, heldur taka sjúklinga þegar i stað inn í bæ- 
ina á spítalajörðunum, en þar bjuggu ráðsmennirnir. Hann 
telur ekki meiri hættu af því en að láta holdsveiklingana 
flakka um sveitirnar meðan á spítalasmíðinni stendur, þar 
sem þeir soíi, eti og drekki í sömu kofunum og heilbrigðir. 

Það eru fullalvarlegar áminningar, sem æðsti maður 
kirkjunnar hér á landi, biskupinn, fær hjá þessum verald- 
lega valdsmanni, Árna lögmanni: 

. . . . »til þess yðar púnkts um ábyrgð að hafa á heilsu 
eða vanheilsu þeirra, sem eru meðal annara samblandaðir 
í Klausturhólakofunum, kann eg ekki að svara utan að 
undrast slíka þanka, Guð sé oss öllum náðugur og misk- 
unsamur: Hann er sá sem gefur og varðveitir vora 
heilsu. Það þarf eg ekki yðar h(erra)d(óm) segja; en 
það segi eg, ef þér afsegið yðar ábyrgð á þeim, sem Holdsveikissaga. 59 

verða í Klausturhólum, þá ekki síður afsegi eg mína 
ábyrgð á þeim, sem fara um hreppana og ekki eru tekn- 
ir á hospítólin, en þar eiga þó með réttu að vera, ella svo 
margir, sem búin kunna að forsorga. Mun ekki þar að 
koma, að einhverjir verði þeim veiku að þjóna: Jafnvel 
prestarnir, þá þeir gefa þeim heilaga aflausn og rétta 
þeim sakramentið. Vér megum ekki vera svo vantrúaðir, 
að nókkur muni spillast af þvi pótt hann i sinni réttri Tcöll- 
un þjeni þeim fátozku. Það verða einhverir að gjöra . . .« 

Biskup minti lögmann á, að menn mættu ekki freista 
guðs, sízt væri það leyfilegt þar sem væri að ræða um 
að steypa ö ð r u m i hættu. 

Lögmaður hafði auðsjáanlega ekki neina trú á, að 
hægt yrði að framfleyta spítalasjúlkingunum á rentum 
höfuðstólsins eingöngu. Neitaði hann algjörlega að trúa 
verzlunarfélaginu fyrir þeim peningum, en vildi þá held- 
ur lána féð áreiðanlegum islenzkum mönnum. Það varð 
líka fullerfitt að fá renturnar af þeim peningum, sem Pingel 
átti að ávaxta fyrir spítalana á 18. öldinni. 

Báðir þessir menn voru, hvor i sinni röð, fremstu og 
mentuðustu menn hér á landi á þeim tíma. Voru þeir 
samfærðir um sóttnæmi holdsveikinnar og var fyllilega 
ljóst, hver tilgangur spitalanna átti að verða, e i n a n g r- 
un hinna sýktu. En að þvi leyti eru þeir frá- 
brugðnir, að skoðanir biskupsins um sóttnæmishættuna 
eru í fyllsta samræmi við kenningar kreddulausra nútiðar- 
manna, þar sem lögmaður er á sömu skoðun og 
hinir þröngsýnustu ofstækistrúarmenn : að sóttnæmishætt- 
unnar gæti eigi, ef menn stofna sér i hana i guðsþakkar- 
skyni eða við kirkjulegar athafnir. Möðrufellsspitali segir Espólín, að hafi verið 
bygður 1652. Líklega er það ekki rétt. Fyr en 1653 
hefir það varla verið gjört. Þá um vorið var 
fyrsti ráðsmaður skipaður, Grimur Sigurðsson. Hann fekk 
í ómakslaun 5 hundruð á landsvísu. Sama ár (um haust- ið?) var holdsveikur sjúklingur tekinn í »ölmusutölu fá- 
tœkra og vanfœrra manna«. Þrjú kúgildi voru spitalanum 
afhent þegar i fyrstu frá Möðruvallaklaustri. (Sbr. brb. 
Þorl. Sks. bls. 217, 216 og 228 17 ). 

H allbj ar nar eyrar spít ali. Fyrsta fardaga- 
árið (1653 — 54) var þar ráðsmaður, sem hét Þórður Guð- 
mundsson. Sjúklingar hafa naumast verið teknir þangað 
fyr en sumarið 1655. Stóð eitthvað á húsabyggingum. 
Um vorið það ár ( 17 / 4 ) segir biskup 16 ) »að þeir fyrir Jökl- 
inum vilji endilega að hospítalið stiftist nú í vor, fátækum 
til innsetningar og nota, án alls lengri undandráttar, hvörs 
eg hvorki vil nje mega þykist þeim synja, svo ei mjer 
sje um kennt.« 

Klausturhólaspítali. Fyrstu sjúklingarnir 
hafa eigi komið fyr en sumarið 165 4. Um haustið er 
getið um 3 sjúklinga og til er kvittun til f y r s t a ráðs- 
mannsins Jóns Árnasonar ( 6 / 6 1654) fyrir kirkjunni og 
peningum og talað um »nýtt hospítalshús«, sem hann hafi 
bygt. 

Hörgslandsspitali. Þangað haf a varla komið 
sjúklingar fyr en sumarið 165 4, samkvæmt gjörn- 
ingum biskups 16 ) við fyrsta forstöðumanninn, Eirik Sig- 
valdason (M/ u 1652): . . . En hvort nokkrir eða hve 
margir fátækir menn komast kynnu inn í hospítalið þetta 
næstkomandi fardagaár stendur þar til menn sjá hvör 
formeigun og aðdráttur að kemur, skulu þá eptir hentug- 
leikum svo margir innsetjast, að vel sje færilegt«. Þetta 
ár átti að byggja spítalahúsin. I gjörningi biskups 1654 
stendur: »Nú framvegis vill hann taka 3 spítelska menn 
úr Skaftafellssýslu«. Eigi voru hús spítalans þá fullgjörð. 
En 1657 »segir Eiríkur sína ábyrgð af þeim spítalahúsum á 
Hörgslandi, sem hann hefir gjöra látið eftir fyrirsögn M. 
Brynjólfs«. (Alþb. 1657). 

Það hafa farið ófagrar sögur af húsakynnum 
holdsveikraspítalanna gömlu og það með réttu, eins 
og síðar mun drepið verða á. Rétt þykir því að athuga, 
hvernig þessi allra fyrstu spítalahús voru. Holdsveikissaga. 61 

Menn verða að gæta þess, að húsabyggingar hér á 
landi síóðu á mjög lágu stigi á 15. og 16. öldinni, og 
verður því að meta spítalahúsin i samanburði við hibýli 
almennings hér á landi á þeim tímum. 

Það vill svo til, að í bréfabók meistara Brynjólfs 
Sveinssonar eru gjörningar eða byggingarbréf fyrir hina 
fyrstu forstöðumenn spítalanna á Hörgslandi og Klausturhól- 
um, þá Eirík Sigvaldason og Jón Árnason. Er þar ákveðin 
skipun um það, hvernig húsin skulu vera gjörð og fyrir 
hve marga sjúklinga. Var ætlast til, að þau yrðu eins á 
báðum stöðum og nægir þvi að setja hér kafla úr gjörn- 
ing biskups við Hörgslandsráðsmanninn um þetta efni, 
dags. 11. nóv. 1652: 

»Fyrst skal hann (Eiríkur) að næstkomandi fardögum 
alla jörðina Hörgsland mega að sér taka og hana frá 
þeim fardögum til annara nytka og brúka til allra gagns- 
nytja þeirra, sem réttur umboðshaldari má að lögum og 
rétti hafa og hana til undirbúnings hospítalinu hýsa og 
byggja 

Skal Eiríkur fyrst ástunda og kapps um kosta, að 
uppbyg^ist þau híbýli, sem þeir fátæku, veiku menn eiga 
í að hvílast upp á réttan reikningsskap, svo sú bygging 
verði sterk og varanleg, bœði að moldum og viðum. 

Skulu þau hús vera utan bœjar, eigi allnœrri bœnum, 
sem nœst má við vatn rennandi f eptir því sem til hagar. 
Vil eg að húsin séu fjögur i ferköntuðu plássi, er inn 
taki hlaðið, svo að sjerhvört húsið svo nær hvört öðru, 
að ei sje nema portshliðarvidd hvort frá öðru: Skálahús 
í einum karminum, sex rúmstæði hvoru megin. Þar á 
móts við borðstofan jafnlöng við skálann, en sú tópt sé 
hlaðin sundur í miðjunni, svo tvö hús verði úr gjörð, 
annað stofan, en annað matargeymsluhús. Þriðja tóptin 
jafnlöng, en afhlaðin i miðjunni, svo tvö hús verði, ann- 
að til geymslu þeirra óhreinu fata y sem veikir menn leggja 
af sér, en annað þjónustuhús, hvar inni þær liggi og haíi 
þau hreinu fötin hjá sér inni. — Fjórða húsið gagnvart, 
jafnlöng tópt og hin fyrri, sje baðstofa svo stór, að i öðr- 62 Holdsveikissaga. 

um karminum, sem er bekkurinn sitja megi 12 karlmenn 
svo rúmt, að eigi komi hver við annan, en i öðruro 
karminum sé pallur og önstofa, svo aptur væri. 

Skulu dyrnar allar i húsunum inn horfa i garðinn og 
kampur með fordyrum á hvörju húsi. — Fimta húsið skal 
laust við húsin utan, sem vera skal eldhúsið eptir því 
sem nægir til matgjörðar. 

Þessi hús skal Eiríkur af góðum kostum' gjöra það 
fyrsta honum er mögulegt, svo mikið á þessu ári (1653 — 
54) sem hann getur orkað«. 

Sjúkrahúsin hafa þá, eins og vænta raátti, verið bygð 
úr sama efni og sveitabæi hefir verið vant að byggja, úr 
»moldum og viði«, en sterk og varanleg áttu þau að 
vera. Ekki er þess getið, hvort þau hafi verið þiljuð að 
innan, en líklegt er það. Eigi er heldur minst á hæð, 
breidd eða lengd þeirra. En sagt er þó að sex rúmstæði 
hafi verið hvoru megin í svefnskálanum. Hann hefir því 
verið sex stafgólf. En öll fjögur húsin voru jafnstór og 
mynduðu ferhyrning. 

Val hefir biskup viljað sjá sjúklingunum fyrir húsrými, 
þar sem hann ætlaði þcira sérstakt svefrihús, borðstofu og 
baðstofu. Hefðu menn nnumast geta búist við sliku hér á 
landi, sízt á þeim tímum. Að hann lét húsin vera hvert 
út af fyrir sig, með bili á milli, sem annars virðist óhent- 
ugt að ýmsu leyti, hefir líklega verið til þess að hægra 
yrði að bæta andrúmsloftið i þeim. 

í úttektarbréfi frá Hallbjarnareyri ( n / 9 1658) sést, að 
þar var þá ekki nema eitt spitalahús, gott, bygt alt af 
nýjum viðum, enda hefir það i mesta lagi verið þriggja 
ára gamalt. Það var f jögur stafgólf á lengd m e ð 7 r ú m- 
u m. Ekki voru þar nema 4 sjúklinga r. 18 ) 

Möðrufellsspítalahúsið fyrsta er mér ókunnugt um. 
Naumast hefir spítalinn verið stærrí en Hallbjarnareyrar- 
spitali. 

Af þessu má sjá, að ætlast hefir verið til, að 
nálægt 40 holdsveiklingar gætu fengið Holdsveikissaga. 63 

húsrúm á þessum fyrstuholdsveikraspít- 
ölum hérálandi. 

Eg hefi eigi orðið var við neitt, sem benti á, að Brynj- 
ólfur biskup hafi breytt fyrirmælum sínum um stærð sunn- 
lenzku spitalanna, og um Hörgslandsspítala er beinlinis sagt, 
að ráðsmaður hafi gjört spitalahúsin eftir 
fyrirmælum biskups, enda mundi engirm ráðsmað- 
ur hafa hafa dirfst að breyta beint á móti boðum hans í 
þvi efni 

Brynjólfur biskup, sem réð mestu um þetta mál, hefir 
auðsjáanlega hugsað sér spítalana alt öðru vísi en reyndin 
varð á seinna og baráttuna gegn veikinni víðtækari og 
áhrifameiri en hún varð. Það er engin vafi á því, að 
hann hefir ætlast til, að vel færi um sjúklingana. En tiL 
þess vantaði efnin. Tekjur spitalanna voru að miklu leyti 
algjörlega óvissar. 

Fátæktin tepti þegar frá fyrstu allan þroska og þrif 
þeirra. Gjafir komu eigi svo teljandi sé, nema fyrsta árið 
og þó af skornum skamti. Aðrar tekjur, sem spítölunum 
voru ætlaðar, svo sem sektir, leyfisgjöld og einkum hospít- 
alshlutir, voru greiddir með illu og slælega gengið eftir 
þeim. Verst gekk það i fjarlægum sveitum, þar sem erf~ 
iðast var að koma sjúklingum frá sér i spítalana, eins 
og samgöngurnar voru þá. Menn kusu þar fremur a& 
halda sinum holdsveiklingum heima i sveitinni og — auð- 
vitað þá að refjast um að borga til spítal- 
anna. 

1656 býður konungur, að nefnd verði skipuð til þess- 
að leggja gjald á alþýðu, spítölunum til styrktar. Nefndin 
kom saman, en ekki varð neitt úr þvi, að alþýðu yrði 
lögð nein gjaldskylda á herðar til þeirra. 

Ári seinna (1657) leizt Brynjólfi biskup eigi betur en 
það á efnahorfur spítalanna, að hann taldist á alþingi 
bréflega undan að hafa lengur alt ómak og umsjón með hosp- 
ítalshlutunum i Skálholtsbiskupsdæmi vegna tregðu alþýð- 
unnar um greiðsluna. Kallaði eigi ágóðann svara kostn- 
aðinum, svo að, ef slikt lagaðist eigi, neyddist hann »að <54 Holdsveikissaga. 

láta hjá líða« og hin fjarlœgari tillögin leggja til hinna 
fátœku heima í sveitunum, er þá mættu meiri not af hafa. 
Bað hann lögmenn sjá til slíkra hluta hin beztu ráð með- 
an konungur og lénsherrann gjörði þar eigi aðra skipun 
á, en lézt mundu sjálfur á meðan oyggja hospitalsjarðirnar, 
fátœkum til gagnsemdar 19 ). 

Biskup gjörði alvöru af því ári seinna, 165 8, að 
t>regða spítalabúinu í Klausturhólum og skipaði 16 ) ráðs- 
manni að láta flytja þaðan fjóra sjúklinga 
k sína sveit á kostnað spítalans og séu þeir 
þá lausir við Klausturhólaspítala. Ástæðan sé »nærver- 
.andi örbirgð og vanefni hospítalsins«. 

Spitala þessum hefir því líklega verið lokað þetta 
Ár algjörlega. Lengi var það þó ekki, því 1664 var 
þar »hospítalsforstandari« og tveir sjúklingar þar úr 
grendinni. Ekki var ástandið sérlega glæsilegt, því spít- 
alaráðsmaðurinn, síra Gisli Þóroddson, neitaði tveim árum 
síðar að halda spítalann lengur, nema annar þeirra tveggja 
sjúklinga væri látinn fara, og gekk biskup að því. Segir 
ráðsmaður að fjölskylda þessa sjúklingsins, kona og börn, 
setjist þar upp, þegar þeim sýnist svo. 

Dálítið skár farnast spítölunum á Hörgslandi og Hall- 
bjarnareyri. Því þetta ár voru 4 sjúklingaríhvor- 
tu m þ e i r r a. Hve margir sjúklingar voru á Möðrufelli 
um þessar mundir veit eg ekki, en í bréfi frá 1675 
til Hrólfs Sigurðssonar sýslumanns, byggir Gísli oiskwp 
Þorldksson honum jörðina »með f j ó r u m ^ómögum spítelsk- 
«m eða vanfærum«. . . 20 ) Eitt af kæruatriðunum Jóns Egg- 
ertssonar á Gísla biskup (1680) var það, að hann sæi illa 
fyrir Möðrufellsspítalanum. Gæti maður ímyndað sér á 
jþví, að eigi hafi alt þótt ganga þar sem bezt, en annars 
verður eigi séð, hvort þetta kæruatriði hefir stuðst við 
betri rök en hin önnur 21 ). 

Eins og þegar hefir verið getið, komst, svo að segja 
í upphafi (1658), sú venja á, að gjöld, sem áttu að ganga 
til spítalanna úr fjarlægum héruðum, voru látin ganga til 
lioldsveikra þar heima. Á þann hátt gengu þau að vísu Holdsveikissaga. 65 

til uppeldis holdsveikum, en eigi til einangrunar og útrým- 
ingar veikinni. Þeir sem heima voru, lifðu á sama hátt 
og áður. Óheillaráð var það. Fólk hlaut að sjálfsögðu að 
skoða spítalana fremur sem liknarstofnanir fyrir sveitar- 
limi en til einangrunar holdsveikum. Þessi venja hélst 
fram um 1720. Úr því kemur það sjaldan fyrir, en þó 
einstaka sinnum í biskupstíð Greirs Vidalíns, t. a. m. um gjöld 
úr Vopnafirði, en sú sveit átti að borga til Hörgslands- 
spítala, þótt Vopnfirðingar hafi liklega aldrei komið þang- 
að nokkrum holdsveikum manni. 

Framh.
Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri