Guðbjartur Pétursson

Úr Ásta
(Munur milli útgáfa)
Stökkva á: flakk, leita
(Ný síða: Minningargrein um Guðbjart Pétursson [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1312800 Morgunblaðið, 246. tölublað (30.10.1957), Blaðsíða 10] Í dag verður til moldar ...)
 
 
Lína 18: Lína 18:
 
Pétursson  var  mikið  ljúfmenni og reyndist börnum sínum góður faðir  og  öðrumhollur  og  trygglyndur vinur. Hann var hlédrægur í eðli sínu og gaf sig lítt að opinberum málum en vann verk sitt innan heimili síns og utan af trúmennsku og kærleika.
 
Pétursson  var  mikið  ljúfmenni og reyndist börnum sínum góður faðir  og  öðrumhollur  og  trygglyndur vinur. Hann var hlédrægur í eðli sínu og gaf sig lítt að opinberum málum en vann verk sitt innan heimili síns og utan af trúmennsku og kærleika.
 
Ekkja hans, börn og barnabörn hafa  því  í  sorginni  að  minnast góðs förunauts um langa ævi. Og vinir þeirra muna góðan vin, þó nú sé hann horfinn yfir móðuna miklu.
 
Ekkja hans, börn og barnabörn hafa  því  í  sorginni  að  minnast góðs förunauts um langa ævi. Og vinir þeirra muna góðan vin, þó nú sé hann horfinn yfir móðuna miklu.
 +
 +
* [https://www.geni.com/people/Eldj%C3%A1rn-Sigur%C3%B0sson/6000000009134385406 Eldjárn Sigurðsson 1803-1869]
 +
* [https://wiki.slettuhreppur.is/index.php?title=Eldj%C3%A1rn_Sigur%C3%B0sson,_Hl%C3%B6%C3%B0uv%C3%ADk Eldjárn Sigurðsson, Hlöðuvík]
 +
 +
==Um Eldjárn Sigurðsson, Hlöðuvík==
 +
Foreldrar: Sigurður Þorsteinsson á Stað í Aðalvík, síðar á Horni og kona hans Anna Snorradóttir.
 +
 +
Kona: 20. ágúst 1826, Sigurfljóð, d. 12. júní 1868, Pétursdóttir, Jósefssonar í Hlöðuvík.
 +
 +
Börn: Símon Eldjárnsson, átti Sigríði Hinriksdóttur, vinnumaður á Stað í Grunnavík 1860. Elías Eldjárnsson skipasmiður í Æðey, síðast í Hnífsdal. Pétur Eldjárnsson bóndi á Leiru í Grunnavíkurhreppi, átti Ragnheiði Þórhallsdóttur. Kristján Eldjárnsson bóndi á Sútarabúðum, átti Svanhvíti Gídeonsdóttur.
 +
 +
Eldjárn var húsaður í Hlöðuvík 1825-27. Bóndi á Hrafnfjarðareyri, Smiðjuvík og síðast í Barðsvík.

Núverandi breyting frá og með 1. apríl 2019 kl. 00:50

Minningargrein um Guðbjart Pétursson

Morgunblaðið, 246. tölublað (30.10.1957), Blaðsíða 10


Í dag verður til moldar borinn, frá Fossvogskapellu, Guðbjartur Pétursson, verkamaður. Hann andaðist á Elliheimilinu Grund 23. þ.m. en þar dvaldi hann sem sjúklingur 4 síðustu árin. Guðbjartur er fæddur 1. sept. 1868 og var þvi fullra 89 ára gamall er hann lézt. Hann er sonur hjónanna Péturs bónda í Nesi í Grunnavík Eldjárnssonar í Aðalvík Sigurðssonar og Ragnheiðar Þorkelsdóttur ættaðri úr Gufudalssókn. Kona Eldjárns móðir Péturs í Nesi er Sigurfljóð Pétursdóttir bónda á Álfsstöðum Jósepssonar á Marðareyri Sigmundssonar. Þessa ætt má rekja til hinna nafntoguðu Hólsmanna í Bolungarvík.

Guðbjartur var alinn upp hjá þeim hjónum séra Einari Vernharðssyni, og Kristínar Guðmundsdóttur, sem tóku miklu ástfóstri við drenginn og ólu hann upp í Guðstrú og góðum siðum. Guðbjartur Pétursson kvongaðist 1893 Kristjönu ljósmóður, f. 4. júlí 1875 Kristjánsdóttir nafnfrægs sjósóknara og ágæts skipasmið, Eldjárnsson. Kristjana er mikil fríðleiks og myndarkona, sem hefur verið trú og dyggur förunautur mannsins í blíðu og stríðu. Hún lifir nú í hárri elli í skjóli sonar sins Kristins maskínumeistara að Óðinsgötu 25 hér í bæ. Þau Guðbjartur heitinn og Kristjana dvöldu fyrst eitt ár í Aðalvík en fluttust svo í Grunnavíkina þar sem Kristjana stundaði ljósmóðurstörf í 5 ár og þar næst færðu þau sig til Bolungarvíkur og fékst Kristjana þar við ljósmóðurstörf í 17 ár. 1924 fluttu þau til Reykjavíkur og eignuðust lítið hús við Kringlumýrina hér í Reykjavík, þá höfðu þau nokkra garðnækt en annars vann, Guðbjartur heitinn, almenna verkamannavinnu allt þar til heilsan þraut.

Þeim varð 6 barna auðið. Elztur þeirra er Knstinn maskínumeistari. Kvæntur og á tvö börn. Einvarður drukknaði i Bolungarvík 18 ára gamall mesti efnispiltur. Aðalsteinn trésmiður til heimilis í Rvík en var til sjós sem bátsmaður, hann er nú verkstjóri hjá J. Þorláksson & Norðmann, kvæntur og á fimm börn. 4. í röðinni er Pálína gift dönskum manni og á 7 börn. Katrín til heimilis hjá móður sinni hún á einn son Karl Þorleifsson loftskeytamann, hann er kvæntur og á eina dóttur. Karl er alinn upp hjá Guðbjarti og Kristjönu. 6. barn þeirra hjóna er Kristján Albert bifvélavirki dó á Vífilsstöðum 1940 ókvæntur og barnslaus. Áður en Guðbjartur kvæntist átti hann eina dóttir, Soffíu, hún er ekkja á Siglufirði og á 2 börn. Allt er þetta merkt mannkostafólk, sem ber svipeinkenni og skörungsskap foreidra sinna og fyrri ættmanna. Guðbjartur Pétursson var mikið ljúfmenni og reyndist börnum sínum góður faðir og öðrumhollur og trygglyndur vinur. Hann var hlédrægur í eðli sínu og gaf sig lítt að opinberum málum en vann verk sitt innan heimili síns og utan af trúmennsku og kærleika. Ekkja hans, börn og barnabörn hafa því í sorginni að minnast góðs förunauts um langa ævi. Og vinir þeirra muna góðan vin, þó nú sé hann horfinn yfir móðuna miklu.

Um Eldjárn Sigurðsson, Hlöðuvík

Foreldrar: Sigurður Þorsteinsson á Stað í Aðalvík, síðar á Horni og kona hans Anna Snorradóttir.

Kona: 20. ágúst 1826, Sigurfljóð, d. 12. júní 1868, Pétursdóttir, Jósefssonar í Hlöðuvík.

Börn: Símon Eldjárnsson, átti Sigríði Hinriksdóttur, vinnumaður á Stað í Grunnavík 1860. Elías Eldjárnsson skipasmiður í Æðey, síðast í Hnífsdal. Pétur Eldjárnsson bóndi á Leiru í Grunnavíkurhreppi, átti Ragnheiði Þórhallsdóttur. Kristján Eldjárnsson bóndi á Sútarabúðum, átti Svanhvíti Gídeonsdóttur.

Eldjárn var húsaður í Hlöðuvík 1825-27. Bóndi á Hrafnfjarðareyri, Smiðjuvík og síðast í Barðsvík.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri