Grikkland

Úr Ásta
Útgáfa frá 17. nóvember 2020 kl. 13:38 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Þessi grein um Grikkland birtist árið 1945 í tveimum blöðum af Tímanum+ Tíminn - 4. tölublað (16.01.1945) https://timarit.is/issue/57020?iabr=on

Tíminn - 6. tölublað (23.01.1945) https://timarit.is/issue/57022?iabr=onGrikkland er mjög vogskorið land, og fyrir ströndum úti er aragrúi eyja með stuttu millibili. MJóir álar skilja þær að, og milli langra fjarða og sunda ganga fram nes og tangar, oft hálend og brött í sæ fram. Minnir landslagið að sögn að ýmsu leyti á sum héruð Noregs.

Til forna voru þarna skógar miklir, en annars var landið fremur gæðarýrt, og þegar fólksfjöldi jókst, urðu sumir að leita á nýjar slóðir. Á þeim tímum fóru grískir farmenn í víkingu og sigldu frá ey til eyjar og strönd til strandar við botn Miðjarðarhafs. Að lokum kom þar, að þeir áttu sér bækistöðvar og nýlendur víðs vegar við Miðjarðarhaf — allt austan frá hinum auðugu kornlöndum umhverfis Svartahaf og vestur til Marselju á Frakklandi. Kaupmennirnir komust meira að segja til Englands. í hópi þeirra hefir Pýþeas verið — sá, sem komst alla leið til Týli.

Fjöllin skipta Grikklandi sundur í lítil héruð, er sjaldnást höfðu mikið saman að sælda á landi, en voru flest opin til hafs. Þessar litlu byggðir mynduðu svo þjóðfélög út af fyrir sig og voru þá einhverjir smábæir venjulega miðdeplar þessara smáríkja. Þessi litlu samfélög sín kölluðu Forn-Grikkir „polis", og af þeim stofni er komið orðið pólitík.

Menning þróaðist auðvitað í samræmi við þessar aðstæður. Hver byggð eignaðist sína siði og venjur. Og þegar fram liðu stundir urðu sumar voldugri en aðrar og uxu yfir höfuð grannbyggðum og lögðu þær undir sig. Saga hins forna Grikklands var því að verulegu leyti saga um það hvernig þessi smáríki börðust innbyrðis og hófust til skiptis til valda og forustu.

Verður hér nokkuð rakin saga Grikkja.

Efnisyfirlit

II.

Á þriðju og öðru árþúsundi fyrir Krists burð skall hver innflytjendaaldan af annarri yfir þessar slóðir. Það voru Indó-Evrópear af einum þrem þjóðflokkum, hálfgerðir hirðingjar, sem komu og settust að á sléttum landsins og í dölum þess. Þeir brutu undir sig fólkið, sem var fyrir, eða hröktu það til fjalla. Völdin færðust svo smámsaman í hendur hernaðar- og jarðeignaaðals, sem drottnaði að jöfnu yfir hinum fornu Ibúum og kynbræðrum sínum. Að vísu var konungur yfir þessum aðli,en samt sem áður mátti aðallinn sín mikils. Hann reisti sér hallir og ramgera kastala, en umhverfis þá bjuggu fátækir bændur, er héldu geitahjörðum sínum á þeit i hliðum fjallanna.

Á 12. óld fyrir Krists burð komu svo Dórarnir og hófust tilvalda á Pelópsskaga. Var um það leyti mjög róstusamt á þessum slóðum og hin eldri menning leið undir lok og gleymdist.

k m.

Það urðu útflytjendur frá Litlu-Asíu, sem sköpuðu og hófu til vegs hina nýju menningu i Grikklandi. f kvæðum,sem kennd eru við Hómer og ort voru um 900 árum fyrir Krists burð, er sagt frá sigri Grikkja á Trójumönnum um 300 árum áður og hertöku Tróju, sem þá var mikil borg við siglingaleiðina til Svartahafs. Þannig lifðu sagnir frá fornum tímum áfram með þjóðinni. Hómer var skáld aðalsins og yfirstéttanna, en bændurnir eignuðust líka sitt stórskáld. Það var Hesiódos, er uppi var um 700 fyrir Krists burð. Lýsingar hans á kjörum bændanna eru miður glæsilegar. Lög og réttur þekkjast ekki, segir hann. Sá sterkari drottnar algerlega yfir þeim veikari.

Á 8. öld fyrir Krist fer fyrst fyrir alvöru að koma hreyfing á hinn kúgaða lýð, sem Hesíódos lýsti. Fólksflutningar miklir eiga sér stað, og Grikklr reisa sér byggðir víðsvfegar á ströndum Miðjarðarhafsins, og á það rót sína að rekja til þess, að um þetta leyti færist verzlunin í hendur þeirra. Kennifeður þeirra í verzlunarsökum voru fyrst og fremst Föníkumenn. Með Miðjarðarhafsverzluninni og hinum nýju, auðugu nýlendum rís upp ný stétt, borgararnir. Smátt og smátt náðu kaupmennirnir, sem oft voru ríkir menn, sæti við hliðina á aðalsmönnunum og krefjast þátttöku um stjórn landsins. Brátt fylktu borgararnir liði til þess að brjóta á bak aftur aðalsvaldið og nutu til þess styrks ýmissa aðalsmanna, sem sáu hvert stefndi og yfirgáfu heldur slna sveit en farast með henni.

Á þessum tímum var einnig lögð undirstaða hinna r forngrísku listar. Hinar margvíslegustu umbætur áttu sér stað í þjóðfélaginu, þvi að þá var hin mesta blómaöld. Jarðyrkjuverkfæri og skipakostir voru t. d. mjög endurbættir frá því sem verið hafði.. Menn lærðu að höggva grjót og marmara og reistu líkneski og musteri og ný hljóðfæri komu til sögunnar. Í stað aðalsmannanna gerðust nú frjálslr borgarar hermenn, og þeir voru miklu betur búnir vopnum og hlífum en áður hafði tíðkazt. Á þessum umbrotatimum þróast einnig nýr hugsunarháttur. Menn fara að skoða heiminn og tilveruna í nýju Ijósi og reyna að gera sér grein fyrir því, hver séu rök hennar. Fyrstl heimspekingurinn, sem við vitumdeili á, er Tales frá Miletos, sem hélt því fram, að allt ætti upphaf sitt að rekja til vatnsins. Hann var svo vel að sér í stjörnufræði, að hann gat reiknað út sólmyrkva árið 585 fyrir Krists burð.

Það var margt, sem tengdi hina annars sundruðu Grikki saman. Enda þótt þeir töluðu allólíkar mállýzkur, skildu þeir þeir hver annan. Þeir aðhylltust sömu trú, saga þeirra var samanslungin og hin miklu skáld voru sameign þeirra. Allir Grikkir leituðu Appollós í Delfí til þess að spyrja guðdóminn ráða, og þeir sóttu líka sámeiginlega hina frægu Ólympíuleika. Þess vegna vaknaði með þeim þjóðernistilfinning, er tengdi þá saman, enda þótt margt bæri á milli. Alla útlendinga kölluðu þeir „barbara". Voldugasta barbararíkið á þessum tíma var Persía.

IV.

Á meginlandinu urðu tvö ríki þýðingarmeiri en öll önnur. Það voru Aþena og Sparta. Þar sem Aþena myndaðist, hafði áður verið landbúnaðarhérað — Attika — með litlum sveitaþorpum umhverfis höfuðvirkið, Akrópólis. En smám saman dafnaði Aþena og varð að verzlunar- og iðnaðarbæ. Auðugir aðalsmenn og kaupmenn lögðu undir sig jarðeignirnar, og þeir fóru að leggja kapp á að nýta jörðina betur en áður, rækta vínvið og olívur og skapa sér með því ný auðæfi. Smátt og smátt sölsuðu þeir undir sig fleiri og fleiri bændabýli og tóku að reka stórbúskap með tilstyrk þræla og ambátta. Bændurnir reyhdu að afla sér lánsfjár til þess að geta rekið búskap sinn eins og auðmennirnir, en margir fengu ekki staðið undir þeim lánum og urðu að lokum sjálfir þrælar lánardrottna sinna. Borgararnir í Aþenu kröfðust aukinna réttinda eins og borgarar annarra bæja. Bændurnir vildu líka fá aftur jarðir sínar. Og árið 595 var Sólon kjörinn til þess að semja ný stjórnlög. Hann lét margt hið gamla haldast, en nam þó úr lögum verstu rangindin. Réttindi fólksins skyldu miðuð við eignir þess, þjóðarsamkunda, þar sem allir frjálsir borgarar áttu íhlutunarrétt, fékk aukin völd og dómstóll, sem dæmdi mál allra að jöfnu, var settur á laggirnar.

Nú var hið arfgenga aðalsvald brotið á bak aftur, og fyrsti áfanginn á vegi lýðræðisins, þar sem allir menn skyldu jafnir að skyldum og réttindum, ruddur. Allar jarðarskufdir voru upphafnar og þrælkun vegna skulda var afnumin. Bæði aðalsstéttirnar og alþýðan lét sér fátt um finnast gerðir Sólons. Báðum aðilum fannst hann hafa brugðizt sínum málstað. En árið 510 kom til valda í Aþenu maður, sem Kleistenes hét. Hann greiddi ættarskipulaginu, sem hin gömlu þjóðfélög byggðust á, síðasta höggið og kom á raunverulegum lýðræðisháttum í ríkinu.

Sparta þróaðist á annan hátt. Spartverjarnir ráku stórbú á jarðeignum sínum, og bændurnir voru tiltölulega fámennir, miðað við hinar lægri stéttir. Þeir áttu í langvinnum ófriði, og auk þess vofði sífellt yfir þeim sú hætta, að hinar kúguðu stéttir risu upp gegn þeim. Þeir urðu því þrautþjálfaðir hermenn og mátti heita, að þeir væru sífellt undir vopnum. Uppeldi, löggjöf og stjórnskipulagmiðaði allt að því,fyrst og fremst að styrkja hina spartversku yfirstétt í sessi, og gera syni hennar að góðum hermönnum, sem væru reiðubúnir að fórna öllu íyrir ríkið. Löngun manna eða tilhneiging til þess að lifa sjálfstæðu einkalífi var rækilega bæld niður. Agi var strangur, og honum urðu allir að hlýða skilyrðislaust.

Hér má skjóta þvi inn, að ekki er vandséð, að það er hingað, sem þýzku nanzistarnir sækja fyrirmyndir sínar um uppeldi og þjálfun Hitlersæskunnar.

Að jarðyrkju störfuðu einvörðungu þrælar og lágstéttarmenn, því að líkamlegu erfiðimátti Spartverji ekki sinna. Fólkinu var algerlega skipt í tvo hópa, drottnara og þjóna. íhaldssemi og fastheldni við gamla siði var mikil, og friðsamleg samskipti Spartverja við aðra voru lítil. Á sviði menningar og lista kvað eigi að Spartverjum. Það voru aðeins hermenn þeirra, sem skildu eftir sig spor í sögu þjóðanna.

V.

Árið 500 f. Kr. gerðu verzlunarbæir þeir í Litlu-Asíu, er voru skattskyldir Persakonungi, uppreisn og væntu meðal annars styrks Aþenumanna til þessa. Þeir biðu ósigur, og eftir þetta varð forusta grískra þjóða á meginlandi Evrópu aðallega hjá Aþeningum. Áratug síðar gerði Persakonungur út hefndarleiðangur yfir hafið til Attíku. Her þessi tók land við Maraþon. Grikkir tóku hraustlega á móti honum og hröktu hann í sjóinn, og þá var það, sem hlauparinn frægi bar skilaboðin umsigurinn til Aþenu. Enn sendi annar Persakonungur her á hendur Grikkjum áratug síðar. Mun samkeppni grískra kaupmanna við Föníkumenn ekki sízt hafa verið undirrót þessa ófriðar. Börðust Persar fyrst við Spartverja og sigruðu þá. Aþeningar sáu, að við svo búið mátti ekki standa. Þá fór með völd í ríki þeirra maður, sem Temistókles hét. Hann lagði kapp á að sameina Grikki undir forustu Aþeninga til baráttunna r gegn Persum, og það tókst honum að verulegu leyti. Einnig jók hann stórlega flota Aþeninga.

Eftir að Persar höfðu sigrað Spartverja flæddu herir þeirra inn yfir Grikkland. Þegar þeir nálguðust Aþenu var allt fólk flutt þaðan brott, konur og börn í afskekktar eyjar og vígfærir menn út á herskipin. Persar komu þvi að borginni mannlausri og hertóku Akrópólis, sem nokkrir öldungar vörðu, eftir skamma hríð. En gríski flotinn lagði til móts við Persa í þröngu sundi við Salamis og vann þar frægan sigur. Persakonungur hélt heimleiðis, og ári síðar var úrslitasigur unninn á leifum hers hans.

Grikkir héldu stríðinu áfram, og nú voru þeir í sókn. Fyrst í stað börðust Spartverjar og Aþeningar hlið við hlið, en áður en langt um leið drógu þó Spartverjar sig til baka. Eftir það höfðu Aþeningar einir forustu, en mynduðu jafnframt sjóbandalag, þar sem ákveðið var, að aðilar skyldu leggja fram fjármuni, skip og lið til hernaðarþarfa. Urðu það Aþeningar, sem smíðuðu skipin, en hinir greiddu þeim fé upp í kostnaðinn. Að lokum var svo komið, að meira en 300 bæir höfðu játazt undir skattgreiðslu til Aþeninga. Aþena varð þannig mjög voldugt siglingaríki, er átti geysimikinn skipaflota. Spartverjar urðu hins vegar forgöngumenn voldugs sambands, er mjög lét til sín taka á landi.

VI.

Það var augljóst, að einhvern tíma hlyti að koma til árekstra milli Aþeninga og Spartverja. En áður en það yrði, tókst Aþeningum að ná undir sig meiri völdum og safna meira auði en dæmi eru um í sögu borgarinnar. Uppgangur þeirra á þessu tímabili er að verulegu leyti þakkaður Periklesi, þjóðræknum mælskumanni og glæsilegum stjórnmálagarpi, sem tókst á lóglegan hátt að fá eins konar einræðisvald í ríkinu. Á hans dögum stóð menning Aþenumanna á mjög háu stigi, og stjórnmálaþroski og þekking þeirra var mjög mikil. Það þótti þá smán að taka engan þátt í stjórnmálalífinu. Fé það, sem streymdi inn í ríkið, notaði Perikles til þess að reisa miklar og fagrar byggingar, auka og bæta skipakostinn o. s. frv. Hvers konar iðnaður stóð þá einnig í mesta blóma í Aþenu, og varningur þaðan var þá seldur í öllum löndum við Miðjarðarhaf. List og skáldskapur voru í miklum metum og uppgangi.

VII.

Stríð Spartverja og Aþeninga hófst árið 431 f. Kr. og stóð í 27 ár. Á hverju sumri herjaði hin mikli landher Spartverja Attíku, Qg íbúarnir urðu að flýja inn fyrir hina traustu borgarmúra, er Perikles hafði látið gera. Komu þá upp drepsóttir í hinum yfírfylltu bæjum. En meðan þessu fór fram herjaði floti Aþeninga á Pelopsskaga. Eftir tíu ára ófrið voru báðir styrjaldaraðilar orðnir mjög aðþrengdir og sömdu þá frið. Samt sátu Aþeningar ekki lengi um kyrrt. Nú sendu þeir flota mikinn með ófrið á hendur hinni voldugu verzlunarborg Sýrakúsu á Sikiley. En þetta tiltæki reið Aþenu að fullu. Hinn glæsti floti var tortímingu ofurseldur og hermennirnir voru teknir höndum og látnir þræla í grjótnámum Sikileyinga. Og nú hófu Spartverjar ófrið að nýju. Þeir hertóku leifarnar af flota Aþeninga, og árið 404 fyrir Krists burð varð borgin að gefast upp fyrir óvígum her Spartverja. Hinir miklu varnarmúrar, voru brotnir niður, og valdadögum Aþeninga lokið. Nær allt Grikkland varð að lúta ofurvaldi Spartverja.

Loks risu þó mörg ríki upp og sameinuðust til þess að hrinda f sér okinu. Lutu Spartverjar í lægra haldi. En samheldnin varð ekki langæ. Grikkland molnaði aftur í sundur, og um langa hríð áttu smáríkin í sífelldum ófriði. Sums staðar logaði eldur látlauss ófriðar inribyrðis milli flokka og manna í þessum litlu ríkjum. Lýðræði Aþeninga hverfur úr sögunni. Enginn mikill maður rís upp og sameinar fólkið. Sundurþykkjan situr að völdum, og hrun og tortíming vofir yfir.

Um þessar mundir taka Makedóníumenn að gerast forustuþjóð. Þar hafði myndazttraust konungsvald. Þrátt fyrir allt, sem mesti mælskumaður Grikkja, Demostenes, hefir gert til að sameina landa sína og fá þá til þess að snúast til varnar gegn hættunni Ur norðri, vinnur Filippus Makedóníukonungur sigur á Grikklandi við Chaironeia árið 330 fyrir Krists burð. Gerði hann sig síðan að forustu- og ráðamanni grísks ríkjasambands, og því verki hélt sonur hans, Alexander mikli, síðan áfram.

VIII.

Með hinum sigursæla hernaði Alexanders mikla breiddist grísk menning mjög út meðal fjarlægra þjóða. Grískir kaupmenn settust að í öllum hinum nýju ríkjum, er lúta urðu ofurvaldi Alexanders, gríska varð heimsmál og grisk list og vísindi urðu einráð í þeim löndum, er Grikkir höfðu lært af til forna. Hin gríska menning þróaðist og breyttist í alþjóðlega menningu í hinum nýju heimsborgum. Þessar borgir líkjast allar hver annari og voru allar að meira eða minna leyti grískar. Fólkið, sem þar bjó, varð æ líkara hvað öðru, og kenndir þess og hugmyndir voru einnig keimlíkar. Samgöngur milli landa gerðust örar, og vaxandi velmegun og fjárráð fylgdu aukinni verzlun og viðskiptum. Ungir menn frá „öllum löndum heims" stunduðu nám í háskólunum í Aþenu og í hinum miklu söfnum Alexandríu, þar sem vísinda- og fræðiiðkunum var venjulega haldið áfram aðloknu námi í Aþenu. Þessi menning hélt áfram að þróast í ríkjum þeim, sem mynduðust eftir dauða Alexandersmikla. Egiptaland varð mjög

Í síðasta þriðjuðagsblaði var rakin saga FornGrikkja fram til daga Alexanders mikla. Hér er í stórum dráttum sagt frá því, er drifið hefir á daga grísku þjóðarinnarsíðustu tuttugu aldirnar. þroskað ríki við stjórn þeirrar mikilhæfu konungsættar, er þar fór með völd. Alexandría varð miðdepill heimsmenningarinnar. Vitaturninn á Faros, utan við hafnarmynnið, eitt af sjö furðuverkum heimsins, sýnir, hversu langt menn voru þá komnir í tækni. Borgin var vettvangur alþjóðlegra samskipta, og þar bjó fólk frá öllum hinum helztu þjóðlöndum: Gyðingar, Grikkir, Sýrlendingar, Arabar og mætti svo lengi telja. Austan Miðjarðarhafsins varð Sýrland með Antiokíu að höfuðborg voldugasta ríkið. Þar sat að völdum ætt Selevkós, þess er hóf ríkið til vegs. Á Rhodos hafði myndazt öflugt verzlunarríki, er réði mestri verzlun við Eyjahaf. Þar var mælskulist, heimspeki og list í miklum metum, og þar voru ýmsir merkir myndhöggvarar. Einnig var list á háu stigi í Pergamon í Litlu-Asíu um þessar mundir. Frægast þaðan er Seifsaltarið, sem Evmenes II lét gera. Það er nú varðveitt í Berlín.

En í öllum hinum grísku smáríkjum' lék glundroði og upplausn lausum hala. Aþena varð að umsvifalitlum háskólabæ. f Spörtu reyndi konungur einn, Agis-, að koma á nýrri stjórnskipan. Hann tók af landskuldir og ætlaði að skipta jörðunum á réttlátari hátt en verið hafði. En hann var brotinn á bak aftur og myrtur. Arftaki hans reyndi hið sama, en Makedóníumenn ráku hann í útlegð.

IX.

Meðal Grikkja hinn fornu hófst sú menning, sem vestrænar þjóðir búa að enn í dag. Bókmenntir, vísindi og listir Grikkja hafa verið þeim eilíf uppspretta til endurnýjunar og nýs þroska. Rómverjar skiluðu þessari menningu áleiðis til þjóðanna í Vestur-Evrópu, og hún vakir sifellt undir niðri allar miðaldirnar. Meðal Araba fá grísk vísindi nýjan lífskraft. Og þegar myrkri miðaldanna léttir af, tekur réttlætis- og mannúðarandinn forni aftur að gegnsýra líf og hugsanir þjóðanna, og heldur áfram að lifa á óteljandi sviðum. Flest tungumál menningarþjóða bera órækt vitni um snertingu sína við gríska menningu. Þar úir og grúir af grískum tökuorðum.

X.

Þegar Grikkir komust undir veldi Rómverja árið 146 fyrir Krists burð, var lokið hinni sjálfstæðu stjórnmálasögu þeirra. En eins og rómversk skáld komst að orði, þá yfirunnu hirrir sigruðu Grikkir sigurvegarana. Fjárhag og atvinnulífi þeirra hrakaði að vísu stórum, og Rómverjarnir létu meira að segja höggva niður grísku ólívuskógana til þess að losna við óþægilegan keppinaut. Landið varð í rauninni ekki annað en eitt gríðarlegt safn, er geymdi minjar hinnar upphaflegu menningar.

Þegar Rómaríki skiptist, varð Grikkland hluti austrómverska ríkisins. Grískan varð aðalmálið, en samt sem áður var miðdepill þess ríkis í Miklagarði, utan hins raunverulega Grikklands, ogAsíulöndin býzantísku voru þýðingarmestu hlutar ríkisins. Germanskar og slavneskar þjóðir hófu nú einnig flutninga til Grikklands, Gotar og fleiri þjóðir herjuðu þar og um 500 fluttust þangað Búlgarar og fleiri slavneskir kynþættir og settust að, ekki sízt á Pelopsskaga. Í sjálfri Attíku settust að Slavar og Albanir, og enn þann dag dag tala bændur á þeim slóðum víða albönsku. Grikkir nútímans eru þannig mjög blönduð þjóð að kyni.

Norrænir höfðingjar reistu hvað eftir annað öflug smáríki á grískri grund, og á krossferðatímunum og síðar urðu þar til „franskar" nýlendur með traustum köstulum og háreistum höllum, og getur enn i dag að líta rústir þeirra. Öll þessi smáriki urðu að lúta í lægra haldi fyrir Tyrkjum. En þó héldu nýbyggðir hinna auðugu Feneyjamanna sjálfstæði allt til loka seytjándu aldar. Tyrkir hertóku Aþenu 1456, og undir stjórn þeirra hrakaði landinu og landsmönnum enn. En Tyrkir leyfðu hinum undirokuðu þjóðum að halda trú sinni og þjóðlegum siðum. Þjóðerniskenndin var því aldrei fullkomlega kæfð, þótt drepin væri í dróma um langt skeið. Þegar franska byltingin og Napóleonsstyrjaldirnar vöktu menn og þjóðir af svefni og viðskipti og siglingar Grikkja tóku að blómgast að nýju með batnandi fjárhag, vaknaði því þjóðerniskenndin fljótt. Og árið 1821 hófst uppreisnin. Um alla Norðurálfu ríkti þá mikil aðdáun á fornöldinni, og rómantíkin, sem þá var að leggja undir sig hugi þjóðanna, var þjóðleg og frelsisunnandi. Margs konar ráð vorulögð á um hjálp ti1 handa Grikkjum. Byron lávarður tókst til dæmis ferð á hendur til Grikklands, gerðist sjálfboðaliði og dó þar. Loks urðu stórveldin að láta til sín taka. Árið 1827 beið floti Tyrkja og Egipta meginósigur í orustu við Navarínó og árið 1830 var sjálfstæði Grikklands viðurkennt. Þá var ríkið ekki annað en hið forna Hellas, Pelopsskagi og fáeinar eyjar í Eyjahafinu.

Ottó af Bæjaralandi var krýndur til konungs yfir Grikkjum 1832. En hann var síðar, árið 1862, rekinn frá völdum eftir uppreisn, er Grikkir efldu gegn stjórn hans. En konung skyldu Grikkir samt hafa, og nú var konungsefnið sótt alla leið til Danmerkur. Það var Georg I. Grikkjakonungur. Saga Grikklands á 19. öld er saga af látlausum flokkadráttum og ófriði, og þar skiptist á herstjórn og bændastjórn. Utanríkisstefna þeirra miðast einlægt við það að ná undir sig meira af landi. Draumur þjóðarinnar var draumur um nýtt hellenskt stórveldi með Miklagarð að höfuðstað. Og svo fór að eftir Balkanstyrjöldina og heimsstyrjöldina fengu Grikkir mikla landauka.

Eftir heimsstyrjöldina voru Tyrkir mjög aðkrepptir og máttu sín lítils. Hinir landgráðugu Grikkir sættu því lagi og hófu styrjöld gegn þeím. En Mustapha Kemal vann á þeim algeran sigur, hrakti þá með öllu brott úr Litlu-Asíu, brenndi hina hálfgrísku bæi og lét tortíma íbúunum þúsundum saman. Hundruð þúsundir Grikkja flúðu úr tyrkneskum löndum, þar sem þeim var ekki vært, eftir hina miður lofsverðu og misheppnuðu herför Grikkja. Þetta gerðist árið 1923.

í hinni viðburðaríku og margbættu stjórnmálasögu eftir heimsstjöldina ber mest á einum manni: hinum gáfaða og umsvifamikla Venizelos frá Krít. Hann átti kannske veg sinn mest því að þakka, hversu vel honum tókst að koma málum Grikkja við friðarsamningana, og naut hann jafnan stuðnings hhina frjálslyndari manna í efnastéttum Grikklands. Hann lézt árið 1936, eftir misheppnaða uppreish, er einkum átti rætur að rekja til Krítar. í þeim hörðu átökum, sem urðu milli grískra stjórnmálamanna, var konungurinn, Georg II., tvívegis hrakinn frá völdum. í síðara skiptið var hann kvaddur heim árið 1935, eftir að herinn hafði borið sigur úr býtum í innanlandsdeilum. En nú er enn einu sinni tvísýnt um það, hvort konungurinn setzt aftur á veldisstól sinn. Það veltur á atkvæðagreiðslu þeirri, sem fram á að fara um það, hvort þjóðin vill búa við konungsstjórn eða lýðveldisskipulag.

XI.

Á árunum fyrir hina síðari heimsstyrjöld, var unnið að því að gera Grikkland að nútímaríki; þótt ófriður og sundurþykkja lamaði mjög þá viðleitni. Samt var mikið kapp lagt á að leggja vegi og járnbrautir og myndarlegum áveitum var komið á. Það var einnig mikið og erfitt verkefni að skapa skilyrði til þolanlegrar lífsafkomu fyrir þá hálfa aðra miljón frískra innflytjenda, er leituðu heim úr tyrkneskum löndum.

Þessir stórfelldu fólksflutningar áttu sér stað undir umsjá Þjóffabandalagsins og tókust vonum betur. Verður á það að líta, að öll heimaþjóðin var tæplega fjórum sinnum fjölmennari en þessi innflytjendaskari. Þetta var því ekki lítil þrekraun. Mikil landsvæði í Þrakíu og Makedóníu voru ræst fram og þurrkuð og gerð byggilég þessu fólki, iðnrekstur var stóraukinn og margar nýjar atvinnugreinar hófust á legg. Ræktað land hér um bil tvöfaldaðist á árunum milli heimsstyrjaldanna, svo að ekki hafa Grikkir eytt allriorku sinni í deilur og vígaferli. Útflutningur víns, tóbaks, ávaxta og olíva, — en allt voru þetta stórir liðir í þjóðarbúskap Grikkja — jókst með hverju ári.

Hins vegar ræktuðu Grikkir ekki nema helming þess korns, er þeir þurftu, og hefir það komið þeim mjög í koll á styrjaldarárunum, því að óvíða í Evrópulöndum hefir hungursneyð kreppt jafnt sárlega að sem þar. í þessu þurrlenda og fjöllótta landi hefir búfjárrækt vitaskuld ávallt verið mikið stunduð og svo hefir verið fram til þessa. Skipaflota mikinn áttu Grikkir einnig fyrir stríðið, og eimir þar eftir af fornri frægð. Þeir eru slyngir verzlunarmenn og ráku víða kaupsýslu og viðskipti í nálægum löndum. í Alexandríu er enn í dag mikil og auðug nýlenda Grikkja, er á tilveru síha að þakka hinum grísku verzlunarhæfileikum.

XII.

Grísk-kaþólska kirkjan hefir ávallt haft mikla þýðingu í frelsisbaráttu Grikkja, og í stíl hinna fögru kirkjubygginga hefur býsantísk list og býzantískur andi lifandi fram á þennan. dag. Nú þessar síðustu vikur, þegar voði miskunnarlausrar borgarastyrjaldar vöfði yfir landi og þjóð, var það síðasta ráðið til þess að reyna að lægja deilurnar að gera grísk-kaþólska erkibiskupinn að ríkisstjóra. Klaustrin hafa einnig verið merkilegar stofnanir. En á síðari tímum þykja grískir munkar ekki hafa bætt aldarfarið, og þess vegna var bannað að taka nýja menn inn í ýmsar munkareglur. Grískir prestar og munkar njóta sjaldnast neinna fastra launa. Þeir lifa því á jarðrækt — og þó einkum á verzlunarprangi. Það ber því mjög mikið á þeim í daglegu lífi.

XIII.

Helzti forustumaður Grikkja fyrir stríðið var Metaxas hershöfðingi. Hann var upphaflega foringi „frjálslyndra þingræðissinna", en gerðist einræðisherra eftir átökin 1936. Hann hafði stundað nám í þýzkum herskóla og þótti snjall herforingi. Hann felldi úr gildi stjórnarlög landsins og tók upp önnur eldri. Þingið var svipt völdum, nema þá að nafninu til.

Haustið 1940 réðust ítalir á Grikki og beittu miklum herafla, en þeir tóku mannlega í móti. Var vörn þeirra mjög rómuð, og veittist Ítölum ofvaxið að brjóta þá á bak aftur. Fannst Þjóðverjum svo búið eigi mega standa og sendu öflugan her á vettvang vorið 1941. Urðu þá Grikkir fljótt að lúta í lægra haldi.

Metaxas hafði látizt meðan stóð á styrjöldinni við ítali, en margir aðrir helztu stjórnmálamenn Grikkja flúðu land, þegar þýzki herinn kom til skjalanna. Hinir mestu hörmungatímar fóru nú í hönd. Þjóðverjar létu kné fylgja kviði í skiptum sínum við hina harðfengu, litlu þjóð. í kjölfar~blóðsúthellinga og ofbeldisverka, kúgunar og hefndarráðstafana, kom svo hungursneyð, sem legið hefir eins og mara á þjóðinni um langt skeið, jafnvel framar flestum eða öllum öðrum hernumdum þjóðum.

Vörn Grikkja var samt sem áður ekki brotin á bak aftur. Hún færðist í nýtt form. Skæruliðasveitir voru myndaðar, og gerðu þær Þjóðverjum því fleiri skráveifur sem lengra leið á hernámstímann. í löndum þeim, er Bandamenn héldu við austanvert Miðjarðarhaf, sat einnig grísk útlagastjórn, og þar var efldur grískur her, bæði sjóher og landher. En þrátt fyrir þær miklu hörmungar, er gengu yfir land og þjóð undir oki Þjóðverja, fór því fjarri, að sundurþykkjan innbyrðis hefði dvínað. Hún magnaðist þvert á móti við allt los, sem komst á líf manna og stjórnarhætti alla í róti hinna válegu atburða.

Fyrst kom þetta alvarlega í ljós í her grísku stjórnarinnar, bar sem hvað eftir annað kom til uppreisnar, og þó harðnaði fyrst á dalnum eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir á brott og slitnað hafði upp úr samkomulagi Papandreus, hins gamla andstæðings Metaxas, er tók við völdum í sumar, og Elasmanna. Var þess þá skammt að bíða, að hæfust hin grimmdarfullu vopnaviðskipti, sem nú um skeið" hafa verið áhyggjuog umræðuefni manna víða um lönd, og enn er ekki séð fyrir endann á. Eru uggvænlegar sögur sagðar af framferði Grikkja í þessum átökum, og það svo, að manni hrýs hugur við, þótt fregnir af þessu tagi séu ekki lengur nein nýjung, heldur þvert á móti daglegt brauð.

En það var sannarlega ekki heldur á góðu von, úr því að skæruliðum og stjórnarhernum laust saman. Menn, sem átt hafa við annað eins að búa og Grikkir þessi síðustu ár, losna fljótt við alla tilfinningasemi. Þeir verða að miskunnarlausum vörgum, sem engu eira. Vafalaust hafa aðgerðir skæruliðanna átt rætur að rekja til utanaðkomandi áróðurs, en jarðvegurinn varlíka hinn ákjósanlegasti: fjölmennar sveitir manna, er barizt höfðu árum saman og glatað öllu, er þeim var hjartfólgið,heimilum, ættmennum og framtíðarvonum. Þeir voru eins og rekald á sjó atburðanna, og tileinskis annars fallnir en halda áfram að berjast meðan þeir höfðu byssu í hönd.

Það verður erfitt og vandasamt hlutskipti, sem bíður þeirra, er taka við völdum í Grikklandi, þegar búið er að friða landið. Það verða ekki aðeins borgirnar, sem þarf að relsa úr rústum, og löndin, sem þarf að rækta að nýju. Það þarf líka að græða andleg mein þjóðarinnar, og það verkefnið verður kannske hvað erfiðast viðfangs og torleystast. Það er því ekki vert að gera sér glæstar vonir um nánustu framtíð grisku þjóðarinnar, hverjir svo sem setjast þar að völdum.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri