Fiskveiðar

Úr Ásta
Útgáfa frá 3. apríl 2019 kl. 13:58 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Um fiskiveiðar íslendinga og útlendinga við ísland að fornu og nýju. Eftir Þorkel prest Bjarnason. Fiskiafli við ísland er jafngamall landnámi. í Landnámu er á nokkrum stöðum getið um fiskiveiðar á þann hátt, að það sýnir, að landnámsmenn hafa þegar frá byrjun haft þær sér að atvinnu. Hrafna-Flóki var hérlendr 2 vetr, áðr en þeir Ingólfr námu land. Hinn fyrri vetr var hann með skipverjum sínum í Vatnsfirði á Barðaströnd. „Þá var fjörðurinn fullr af veiðiskap ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum at fá heyjanna, ok dó allt kvikfé þeirra um vetrinn", og hefir það einatt orðið síðan, að fiskiafli hefir um of hnekt atburðum manna við landbúnaðinn. Um Skallagrím er þess getið, að hann lét gera bæ á Álftanesi á Mýrum, hafði þar bú, og lét þaðan „sækja útróðra", enda var þar þá „fiskifang mikið". Grímr faðir Sel-þóris, þess er seinna nam bygð fyrir sunnan Jökul, kom við land í Grímsey á Steingrímsfirði. Hann reri þar til fiskjar með húskörlum sínum. Segir sagan, að einhverju sinni, þá er hann reri, hafi hann haft son sinn Þóri með sér. Var hann sökum æsku látinn í sel-belg og lá í stafni. Þá dró Grímr marmendil og vildi láta hann segja sér fyrir forlög sín, og hvar hann mundi bólstað festa; enn hann fékst eigi til að segja annað, enn að sveinninn í selbelgnum skyldi byggja þar, er meri þeirra Skálm mundi leggjast undir klyfjum. Þuríðr sundafyllir, er kom til íslands af Hálogalandi, bjó til svo kallað Kvíamið á ísafjarðardjúpi, og fékk fyrir kollótta á af bónda hverjum um Ísafjörð

Eigi mun það alllítið hafa hvatt Noregsmenn til Íslandsfarar, að þeir fréttu þaðan fiskiveiðar nógar, enda mun eigi hafa verið gert minna úr enn vert var. Hefir þeim er hingað vildu þótt gott að geta stundað í hinum nýja bólstað hinn sama atvinnuveg og þeir höfðu áðr haft heima. pá er Ketill flatnefr og ættlið hans varð fyrir reiði Haraldar hárfagra, réðst hann um við syni sina, hvað til bragðs skyldi taka. Fýstu þeir þá, Björn hinn austræni og Helgi bjólan, að halda til Íslands. Kölluðu þar vera hvalreka mikinn og laxveiðar, „en fiskastöð öllum missirum". Af þessu má sjá, að þær spurnir hafa gengið af landinu, að þar væri fiskiafli mikill árið um kring. Þeir bræðr Björn og Helgi fóru báðir til Íslands, og settust að, annar við Faxaflóa enn hinn við Breiðafjörð, einhverja hina fiskisælustu firði landsins. í sögum vorum öðrum enn Landnámu er víða getið um fiskiveiðar, og jafnvel sumir þeir, er höfðingjar vóru, reru sjálfir til fiskjar. Þorsteinn þorskabítr, sonr Þórólfs Mostrarskeggs, enn afi Snorra goða, bjó að Helgafelli vestra. Hann sótti sjó „var jafnan í fiskiróðrum"; og í fiskiróðri druknaði hann ungr að aldri. Segir sagan, að smalamaðr hans sæi hann ganga inn í Helgafell, enn þeir frændr trúðu því, að þeir færi þangað, þá er þeir önduðust — og heyrði að honum var þar vel fagnað og tekið til drykkju. Þorgeir sonr Önundar tréfóts, sem bjó i Reykjarfirði, á Ströndum, „reri jafhan til fiskar þvi at þá voru firðirnir fullir af fiskum"; og þá er Þorfinnr, sem Flosi í Árnesi sendi til höfuðs honum, réð á hann, gekk hann fyrir dag til skips. Ingjaldr í Hergilsey, sem um nokkurn tíma veitti hinum ágæta, enn óhamingjusama skógarmanni, Gisla Súrssyni, bjargir, var sjósóknari mikill, og „reri á sjó hvern dag, er sjófært var", og á sjó vóru þeir Gisli og hann, er Börkr digri kom að leita að Gísla. Svanr á Svanshóli í Bjarnarfirði á Ströndum, móðurbróðir Hallgerðar langbrókar, druknaði og í fiskiróðri.

Snemma fóru menn að fara í ver eins og enn er títt. Í Bjarneyjum á Breiðafirði var veiðistöð mikil til forna. Segir Laxdæla að þangað hafi menn mjög sótt til veiðifangs, og þar hafi verið fjölmenni „öllum missirum". Þar drap Þórólfr, frændi Vigdísar á Goddastöðum, Hall, bróður Ingjalds Sauðeyjargoða, er þeim bar til út af skiftum á fiski. Eyjar þessar átti Þorvaldr Ósvifsson, fyrsti maðr Hallgerðar langbrókar; þaðan hafði hann skreið, og þangað fór hann til að sækja skreið, þegar illmennið Þjóstólfr drap hann, og vóru þá allir sjómenn rónir. Um Vestmannaeyjar er þess getið, að þar hafi verið veiði áðr enn Ormr ánauðgi bygði eyjarnar. Undir Jökli hefir og snemma verið fiskiver og afli mikill, og fóru menn þangað tíðum til fiskikaupa. Þá vóru og fiskver fyrir norðan, svo sem á Ströndum og á Vatnsnesi í Húnaþingi. Þangað fór Oddr Ófeigsson frá Reykjum i Miðfirði og réðist þar í sveit með vermönnum. Var hann þar 3 vetr og 3 sumur og græddist honum allmikið fé.

f Flatey 1 fingeyjarsýslu vóru og fiskiveiðar miklar; þar átti Áskell goði fiskiföng mikil eftir því seth Reykdœla segir. Úr Grímsey vóru og snemma stund* aðir róðrar ; er þess getið 1 Valla-Ljóts sögu, að það- an reru á einum degi 30 skip til fiskjar. Sýnirþetta, að allviða var þá fiskað hér við land eins og enn í dag, og að menn þá hafa stundað fiskiveiðar, ekki að eins á vissum tímum, heldr jafnvel árið um kring1. Allr sá fiskr, sem aflaðist, mun á hinum fyrstu öldum eftir landnám hafa verið hafðr til neyzlu 1 land- inu, enn eigi fluttr af landi brott sem kaupeyrir. J>ess er eigi ósjaldan getið, að fiskr gekk kaupum og söl- um innan lands, og var hafðr til matar : f>á er Hall- gerðr langbrók skoraði á þorvald bónda sinn, að út- vega mat til heimilisins, þá kvað hún vanta í búið mjöl og skreið, og sést á því, að hvorttveggja var þá almennings fœða. f>eir menn, er eigi höfðu sjálfir sjávarútveg, fóru þá til fiskikaupa eins og jafnan hefir tíðkazt, og fóru á stundum í þær ferðir jafnvel þeir menn, er mikils vóru metnir og miklir vóru fyrir sér, og sýnir það, að heldri mönnum til forna þótti enginn vansi að vinnu. Björn Hitdœlakappi fór til Saxahváls að fiskikaupum, og var í heimleið úr þeirri ferð, er þeir frændr Jpórðar Kolbeinssonar, Ottar og Eyvindr sátu fyrir honum f Beruvíkrhrauni. Virðist svo sem sllkar ferðir til fiskikaupa undir Jökul hafi verið all- tíðar, einkum úr nærsveitunum, því að svo kemst saga Bjarnar Hitdœlakappa að orði: „Héraðsmenn eigu oft ferðir út á Snæfellsnes eftir fiskiföngum". Atli á Bjargi, bróðir Grettis, kom úr skreiðarferð vestan undan JÖkli, er þeir fórissynír, Gunnar og þorgeir, sátu fyrir honum. póroddr bóndi skattkaupandi á Froðá druknaði, er hann fór út á Snæfellsnes að

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri