Fiskréttir

Úr Ásta
Útgáfa frá 29. nóvember 2012 kl. 23:52 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Efnisyfirlit

Sjávarréttabollur í karrýostasósu fyrir sex

400 gr. ýsuflök 100 gr. rækjur 1 laukur 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 100 gr. rjómaostur 2 tsk. hveiti 1 egg

Sósa: 100 gr. rjómaostur 1 peli rjómi 2-3 dl. fisksoð 1 tsk, karrý 1 tsk. hlynsýróp 100 gr. rifinn ostur

Aðferð:

Hakkið ýsuna, rækjurnar og laukin. Blandið hinum efnunum saman við. Hitið ca. hálfan líter af vatni í potti.

Mótið fiskdegið í bollur, u.þ.b. 18 stykki og sjóðið í 5 mín.
Setjið bollurnar í eldfast mót.

Hrærið rjómaostinn út með karrýinu og sýrópinu, þynnið svo með soðinu og rjómanum.

Hellið þessu yfir bollurnar og stráið rifnum osti yfir. Bakað við 200°c í 15 mín. Skreytið með gúrku og grænni papriku. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum


Ýsa í raspi

3-4 ýsuflök

2 dl hveiti

2-3 egg

3 dl Bónus rasp

Sítrónupipar

Aromat krydd

Hvítur pipar

Salt

Heima smjörl.

Aðferð: Takið þrjá djúpa diska, setjið hveiti í einn, egg í annan og raspinn í þriðja. Kryddið raspinn með salti og pipar, aromat og sítrónupipar. Það er líka bráðnauðsynlegt að setja sítrónupipar í hveitið og eggin. Skerið fiskinn í þunnar sneiðar og veltið honum fyrst upp úr hveitinu, síðan egginu og loks raspinum. Steikið fiskinn upp úr smjörlíki á pönnu við meðalhita. Meðlæti: Soðnar kartöflur, kokteilsósa og laukur steiktur á pönnu (smá sykur á laukinn þegar hann er alveg að verða steiktur).

Suðrænn saltfiskur

500 g saltfiskur ( útvatnaður )

6 soðnar kartöflur

1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar (olían er notuð líka )

200 g rifinn ostur

1 dós niðursoðnir tómatar, saxaðir

4 hvítlauksrif

1/2 búnt fersk steinselja

1 rauðlaukur, saxaður

1 púrra ( græni hlutinn )saxaður

2 gulrætur, saxaðar

1 rauð paprika, söxuð

1 kjúklingateningur ( Knorr )

1/2 msk. paprikuduft

1/2 tsk. hvítur pipar

2 msk. sítrónusafi

Sjóðið saltfiskinn hæfilega, roð- og beinhreinsið ef þarf og losið í sundur. Saxið eða hálfstappið kartöflurnar og saxið sólþurrkuðu tómatana. Hitið olíuna ( af sólþurrkuðu tómötunum ) á pönnu og bætið í hvítlauknum, steinseljunni, rauðlauknum, púrrunni, gulrótunum, og paprikunni og látið krauma smá stund. Stráið þá yfir kryddinu og bætið á pönnuna niðursoðnu tómötunum, kjúklingateningnum og sítrónusafanum. Látið þetta malla í u.þ.b. 30 mínútur.Hrærið þá saltfiskinum, kartöflunum og sólþurrkuðu tómötunum saman við, setjið í eldfast mót og stráið rifnum ostinum yfir. Bakið í 200° heitum ofni þar til osturinn byrjar að brúnast.


Ofnbökuð Ýsa

1 kg ýsuflök

Ca 5 msk Mango Chutney

Salt og pipar

4-5 msk Indversk Dukkah (frá Yndisauka)

Smjör

Fiskurinn skorinn í hæfilega bita, kryddaður með salti og pipar og svo penslaður báðum megin með mango chutney Indversku dukkah stráð vel yfir báðum megin.

Sett í eldfast mót

Smá smjörklípum dreyft yfir

Og bakað 180° í 15 mínútur

Sveppir, laukur og paprika steikt aðeins á pönnu, smá salt og pipar yfir.

Borið fram með fiskinum ásamt hrísgrjónum og salati


Lúxusfiskréttur

800 g ýsuflök, roðflett og skorin í bita

300 g rækjur

200 g ferskir sveppir, sneiddir

1 laukur, saxaður

1/2 blaðlaukur, sneiddur

smjör til steikingar

1 græn paprika, söxuð

1 rauð paprika, söxuð

2 gulrætur skornar í sneiðar

1/2 dós ananaskurl og safi

150 g rjómaostur, hreinn

1 1/2 dl. rjómi eða kaffirjómi

1/2 -1 tsk. salt

1/2 tsk. pipar eða sítrónupipar

1/2 tsk . paprikuduft

1 tsk. karrí

1 1/2 tsk. súpukrafur

Steikið lauk og blaðlauk í smjöri, bætið paprikunni, gulrótunum og sveppunum út í ásamt ananaskurlinu

og safanum og látið þetta krauma smástund. Setjið rjómaostinn og rjómann út í og látið jafnast út. Þá er

fiskurinn settur út í og látið krauma í 8 - 10 mín. Bætið nú rækjunum út í og sjóðið í 1 - 2 mín.

Berið réttinn fram með soðnum hrísgrjónum og e.t.v. hrásalati og heimabökuðu brauði.

Saltfiskur sælkerans í súrsætri sósu

700 g saltfiskur, sólþurrkaður eða nætursaltaður

1 lárviðarlauf

1 lítill laukur

Sósa

1 dl. fiskisoð (vatn og teningur)

1 dl. appelsínusafi

3- 4 msk sítrónusafi

1 msk sykur

4 hvítlauksrif

4 tómatar

2 msk ólífur

3 msk fiskisoð

pipar

Leggið sólþurrkaða saltfiskinn í bleyti í kalt vatn í einn og hálfan til tvo sólarhringja, skiptið um vatn öðru hverju.

Það þar ekki að útvatna nætursaltaðan fisk.

Setjið saltfiskinn í pott með ríflegu vatni ásamt lárviðarlaufi og sneiddum lauk. Hleypið upp suðu, takið pottinn af hellunni og

látið kólna í soðinu. Roð- og beinhreinsið fiskinn.

Sjóðið saman fisksoð, appelsínusafa, sítrónusafa og sykur í 2 - 3 mín. Takið af hellunni.

Saxið hvítlauk og tómata. Mýkjið hvítlauk í ólífuolíu og bætið tómötum, fiskisoði og pipar út í. Sjóið í fimm mín. Setjið appelsínusósu og hvítlaukstómatsósu í matkvörn og maukið saman ef vill. Raðið fiskistykkjunum í eldfast mót eða djúpa pönnu. Hellið sósunni yfir og hitið í ofni eða á hellu í tíu mín. Skreytið með rifnum appelsínuberki.

Berið fram með strengjabaunum, grófu brauði og e.t.v. appelsínubátum.


ýsa með rækjum og sveppum

500 gr fersk ýsa

200 gr rækjur

200 gr ferskir sveppir

200 gr rjómaostur

1 dl. mysa

1 msk. dill

Smjör, salt og pipar til steikingar og í sósuna.

Pannan hituð hóflega og ýsubitar steiktir í smjöri, kryddað með salti og pipar. Eftir 1-2 mín steikingu á hvorri hlið er ýsunni kippt af og geymd á diski. Niðursneiddum sveppum svippað á pönnuna og þeir steiktir í 3-4 mín. Því næst er rjómaostinum, mysunni og dillinu skellt á pönnuna (saman við sveppina). Þegar rjómaosturinn hefur bráðnað er ágætt að bragðbæta sósuna með c.a. 1 tsk. af salti og álíka af pipar. Að lokum er ýsan og rækjurnar settar varlega út í heita sósuna, látið malla við vægan hita í 7 mín. Gott er að bera fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri