Fiskréttir

Úr Ásta
Útgáfa frá 29. nóvember 2012 kl. 23:13 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Sjávarréttabollur í karrýostasósu fyrir sex

400 gr. ýsuflök 100 gr. rækjur 1 laukur 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 100 gr. rjómaostur 2 tsk. hveiti 1 egg

Sósa: 100 gr. rjómaostur 1 peli rjómi 2-3 dl. fisksoð 1 tsk, karrý 1 tsk. hlynsýróp 100 gr. rifinn ostur

Aðferð:

Hakkið ýsuna, rækjurnar og laukin. Blandið hinum efnunum saman við. Hitið ca. hálfan líter af vatni í potti.

Mótið fiskdegið í bollur, u.þ.b. 18 stykki og sjóðið í 5 mín.
Setjið bollurnar í eldfast mót.

Hrærið rjómaostinn út með karrýinu og sýrópinu, þynnið svo með soðinu og rjómanum.

Hellið þessu yfir bollurnar og stráið rifnum osti yfir. Bakað við 200°c í 15 mín. Skreytið með gúrku og grænni papriku. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri