Fiskréttir

Úr Ásta
Útgáfa frá 29. nóvember 2012 kl. 23:40 eftir Salvor (Spjall | framlög)
Stökkva á: flakk, leita

Efnisyfirlit

Sjávarréttabollur í karrýostasósu fyrir sex

400 gr. ýsuflök 100 gr. rækjur 1 laukur 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 100 gr. rjómaostur 2 tsk. hveiti 1 egg

Sósa: 100 gr. rjómaostur 1 peli rjómi 2-3 dl. fisksoð 1 tsk, karrý 1 tsk. hlynsýróp 100 gr. rifinn ostur

Aðferð:

Hakkið ýsuna, rækjurnar og laukin. Blandið hinum efnunum saman við. Hitið ca. hálfan líter af vatni í potti.

Mótið fiskdegið í bollur, u.þ.b. 18 stykki og sjóðið í 5 mín.
Setjið bollurnar í eldfast mót.

Hrærið rjómaostinn út með karrýinu og sýrópinu, þynnið svo með soðinu og rjómanum.

Hellið þessu yfir bollurnar og stráið rifnum osti yfir. Bakað við 200°c í 15 mín. Skreytið með gúrku og grænni papriku. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum


Ýsa í raspi

3-4 ýsuflök

2 dl hveiti

2-3 egg

3 dl Bónus rasp

Sítrónupipar

Aromat krydd

Hvítur pipar

Salt

Heima smjörl.

Aðferð: Takið þrjá djúpa diska, setjið hveiti í einn, egg í annan og raspinn í þriðja. Kryddið raspinn með salti og pipar, aromat og sítrónupipar. Það er líka bráðnauðsynlegt að setja sítrónupipar í hveitið og eggin. Skerið fiskinn í þunnar sneiðar og veltið honum fyrst upp úr hveitinu, síðan egginu og loks raspinum. Steikið fiskinn upp úr smjörlíki á pönnu við meðalhita. Meðlæti: Soðnar kartöflur, kokteilsósa og laukur steiktur á pönnu (smá sykur á laukinn þegar hann er alveg að verða steiktur).

Suðrænn saltfiskur

500 g saltfiskur ( útvatnaður )

6 soðnar kartöflur

1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar (olían er notuð líka )

200 g rifinn ostur

1 dós niðursoðnir tómatar, saxaðir

4 hvítlauksrif

1/2 búnt fersk steinselja

1 rauðlaukur, saxaður

1 púrra ( græni hlutinn )saxaður

2 gulrætur, saxaðar

1 rauð paprika, söxuð

1 kjúklingateningur ( Knorr )

1/2 msk. paprikuduft

1/2 tsk. hvítur pipar

2 msk. sítrónusafi

Sjóðið saltfiskinn hæfilega, roð- og beinhreinsið ef þarf og losið í sundur. Saxið eða hálfstappið kartöflurnar og saxið sólþurrkuðu tómatana. Hitið olíuna ( af sólþurrkuðu tómötunum ) á pönnu og bætið í hvítlauknum, steinseljunni, rauðlauknum, púrrunni, gulrótunum, og paprikunni og látið krauma smá stund. Stráið þá yfir kryddinu og bætið á pönnuna niðursoðnu tómötunum, kjúklingateningnum og sítrónusafanum. Látið þetta malla í u.þ.b. 30 mínútur.Hrærið þá saltfiskinum, kartöflunum og sólþurrkuðu tómötunum saman við, setjið í eldfast mót og stráið rifnum ostinum yfir. Bakið í 200° heitum ofni þar til osturinn byrjar að brúnast.


Ofnbökuð Ýsa

1 kg ýsuflök

Ca 5 msk Mango Chutney

Salt og pipar

4-5 msk Indversk Dukkah (frá Yndisauka)

Smjör

Fiskurinn skorinn í hæfilega bita, kryddaður með salti og pipar og svo penslaður báðum megin með mango chutney Indversku dukkah stráð vel yfir báðum megin.

Sett í eldfast mót

Smá smjörklípum dreyft yfir

Og bakað 180° í 15 mínútur

Sveppir, laukur og paprika steikt aðeins á pönnu, smá salt og pipar yfir.

Borið fram með fiskinum ásamt hrísgrjónum og salati


Lúxusfiskréttur

800 g ýsuflök, roðflett og skorin í bita

300 g rækjur

200 g ferskir sveppir, sneiddir

1 laukur, saxaður

1/2 blaðlaukur, sneiddur

smjör til steikingar

1 græn paprika, söxuð

1 rauð paprika, söxuð

2 gulrætur skornar í sneiðar

1/2 dós ananaskurl og safi

150 g rjómaostur, hreinn

1 1/2 dl. rjómi eða kaffirjómi

1/2 -1 tsk. salt

1/2 tsk. pipar eða sítrónupipar

1/2 tsk . paprikuduft

1 tsk. karrí

1 1/2 tsk. súpukrafur

Steikið lauk og blaðlauk í smjöri, bætið paprikunni, gulrótunum og sveppunum út í ásamt ananaskurlinu

og safanum og látið þetta krauma smástund. Setjið rjómaostinn og rjómann út í og látið jafnast út. Þá er

fiskurinn settur út í og látið krauma í 8 - 10 mín. Bætið nú rækjunum út í og sjóðið í 1 - 2 mín.

Berið réttinn fram með soðnum hrísgrjónum og e.t.v. hrásalati og heimabökuðu brauði.

Saltfiskur sælkerans í súrsætri sósu

700 g saltfiskur, sólþurrkaður eða nætursaltaður

1 lárviðarlauf

1 lítill laukur

Sósa

1 dl. fiskisoð (vatn og teningur)

1 dl. appelsínusafi

3- 4 msk sítrónusafi

1 msk sykur

4 hvítlauksrif

4 tómatar

2 msk ólífur

3 msk fiskisoð

pipar

Leggið sólþurrkaða saltfiskinn í bleyti í kalt vatn í einn og hálfan til tvo sólarhringja, skiptið um vatn öðru hverju.

Það þar ekki að útvatna nætursaltaðan fisk.

Setjið saltfiskinn í pott með ríflegu vatni ásamt lárviðarlaufi og sneiddum lauk. Hleypið upp suðu, takið pottinn af hellunni og

látið kólna í soðinu. Roð- og beinhreinsið fiskinn.

Sjóðið saman fisksoð, appelsínusafa, sítrónusafa og sykur í 2 - 3 mín. Takið af hellunni.

Saxið hvítlauk og tómata. Mýkjið hvítlauk í ólífuolíu og bætið tómötum, fiskisoði og pipar út í. Sjóið í fimm mín. Setjið appelsínusósu og hvítlaukstómatsósu í matkvörn og maukið saman ef vill. Raðið fiskistykkjunum í eldfast mót eða djúpa pönnu. Hellið sósunni yfir og hitið í ofni eða á hellu í tíu mín. Skreytið með rifnum appelsínuberki.

Berið fram með strengjabaunum, grófu brauði og e.t.v. appelsínubátum.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri