Brauð

Úr Ásta
Útgáfa frá 29. nóvember 2012 kl. 23:44 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Ýmislegt um brauðbakstur víða um heim


Efnisyfirlit

Rúgbrauð seytt

2 bollar hveiti 2 bollar heilhveiti 2 bollar rúgmjöl 2 tsk lyftiduft 2 tsk matarsódi 2 tsk salt 500 gr sýróp 4 bollar súrmjólk

Öllu blandað saman í skál og hrært í smástund. Sett í mjólkurfernur og fyllið fernurnar rúmlega hálfar. Bakað í 4 tíma neðst í ofni við 175 gráður. Leyfið rúgbrauðinu að kólna í fernunum.


Rúgbrauð einfalt

Rúgmjöl 15 bollar

Þurrger 4 sléttfullar teskeiðar

Salt 3 teskeiðar

Hveiti 3 bollar

1 pakki púðursykur dökkur

2. lítrar mjólk

Þurrefninu öllu blandað saman vel og síðan er mjólkinni blanda saman við rólega með höndunum. Best er að nota fat eða lítinn bala til að blanda deigið. Deiginu er síðan skift í 6 1. Líters mjólkurfernur og þeim raðað standandi inn í ofn sem hefur verið hitaður uppí 85 gráður. Bakist í 12 - 14 tíma. Leyfið brauðinu að kólna áður en fernurnar eru skornar utan af brauðinu..

Bananabrauð

Setjið 2 banana ásamt 1 bolla af sykri í blandara. Bætið svo út í maukið 1 egg 2 bollar hveiti 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1/4 salt. Setjið maukið í jólakökuform og bakið 45-60mín.við 200 gráður.


Kryddbrauð

½ dl olía

2 egg

½ dl mjólk

½ dl appelsínusafi

½ banani (gott að stappa hann)

1 tsk kanill

½ tsk engifer

½ tsk negull

2 dl hrásykur

2 dl hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1 matsk maismjöl

Allt hráefnið sett í skál og hrært vel saman. Sett í jólakökuform og bakað við 180 gráður í 60 mín. Líka er hægt að baka þetta brauð í brauðvél. Mjög gott með smjöri og osti.

Góðar brauðbollur með öllum mat

500 ml. kalt vatn (líka rosa gott að nota jógúrt, súrmjólk eða AB mjólk)

1 msk kókósfeiti

1/2 dl sólþurrkaðir tómatar án olíu (ef þeir eru með olíu má þerra þá með eldhúspappír)

1 msk heilsusalt (Herbamere)

2 tsk agavesíróp (má selppa)

700 g spelti

2 msk. vínsteinslyftiduft

½ dl. grænar ólífur

Aðferð:

Saxið ólífur og sólþurrkaða tómata smátt.

Sigtið saman spelti, salt og lyftiduft og blandið saman við ólífurnar og tómatana.

Hrærið saman agavesírópi og kókósfeiti.

Bætið vatninu eða því sem þið notið saman við .

Hnoðið vel þangað til deigið er orðið mjúkt.

Skiptið deiginu í 12 stykki, það má vera svolítið óreglulegt.

Bakið við 225°c í 15-20 mínútur.

Í staðinn fyrir sólþurrkaða tómata og ólífur má nota rúsínur, furuhnetur, ristuð sesamfræ, sinnepfræm graskersfræ og margt fleira.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri