Simamyndir

Úr Ásta
Útgáfa frá 1. október 2018 kl. 14:45 eftir Salvor (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á: flakk, leita

Haukur, 7.-10. tölublað (10.07.1900), Page 31 http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=990787


Telediagraf heitir áhald, sem Þjóðverji einn í Ameríku, Hummel að nafni, hefur fundið upp, og notað er til þess, að »senda« myndir með ritsímum. »New-York Herald« og stórblöðin í Boston, Chicago, Filadelfiu og St. Louis eru þegar tekin að nota þetta áhald í sínar þarfir. Vjer setjum hjer stutta lýsingu á áhaldi þessu, og notkun þess.

Myndin, sem senda á, er dregin upp á tinnæfur (stanniol) með einangrandi bleki, sem búið er til úr skellakki. Tinblaðið er síðan lagt á járnsívalning, þannig, að myndin snýr frá sívalningnum, og svo er sívalningnum snúið með þar til gerðu gangtóli. Tittur, sem gangtólið flytur ofur hæt frá öðrum enda sívalningsins til hins endans, kemur við tinblaðið, og með þvi að sívalningurinn snýst, fer titturinn þannig smámsaman yfir allt blaðið, án þess að skilja nokkurn blett þess eftir. Rafmagnsstraumur er leiddur gegnum pinnann í sívalninginn og úr sívalningnum eftir þræði (ritsíma) til fjarlægra staða. En rafmagnsstraumur þessi slitnar í hvert skifti sem pinninn hleypur yfir einhvern drátt í myndinni, vegna þess að skellakksblekið er einangrandi (torleiðandi).

Í viðtökuáhaldinu er einnig sívalningur, klæddur hvítum pappír. Utan yfir pappírinn er látinn litpappír (kalkerpappír), og þar utan yfir silkipappír. Rafmagnsstraumnum er nú hagað þannig, að í hvert skifti sem titturinn í áhaldi því sem sendir myndina, fer yfir einhvern drátt í myndinni, þrýstir titturinn í viðtökuáhaldinu á pappírinn á sívalningnum, og framleiðir þannig með litpappírnum alveg samskonar mynd á papír þann sem næstur er sívalningnum, eins og mynd þá, sem dregin var upp á tin-blaðið.

Eins og allar myndir, sem gerðar eru með litpappir, er mynd þessi fremur ruddaleg og óskýr, og þarf því að draga hana upp á ný, áður en hún er birt á prenti. Það hefir veitzt örðugast, að halda sívalningunum sínum á hvorri endastöð í alveg jafnri hreyfingu, og þarf til þess að vera rafmagnssamband milli gangtóla þeirra, er valda hreifingunni. Fyrir rúmum 3 árum gerði Hummel hina fyrstu tilraun í þessa átt, en þá var áhald hans enn þá mjög svo ófullkomið. í fyrra lánuðust tilraunir hans aftur á móti svo vel, að eigendur fimm helstu blaðanna i Ameríku gengu í fjelag til þess að hagnýta uppgötvun þessa, og síðastliðið haust tóku þeir að nota hana.

Uppgötvun þessi hlýtur að geta komið að miklu liði. Frjettablöðin geta flutt símritaðar myndir af viðburðunum jafnskjótt sem þau fá hraðskeyti um þá utan úr heiminum. Lögreglan getur á svipstundu sent myndir af strokumanninum í allar áttir, til þess að stöðva ferð hans 0. fl. o. fl. Þar að auki getur áhald þetta alveg eins sent myndir af rituðu máli með eiginhandarundirskrift þess, er sendir, og veitt þannig símritinu fullt lagalegt gildi.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri