William Morris

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita

Bókmenntir. – Skírnir, Megintexti (01.07.1891), Bls. 43-64 http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000510435

Sagan af Ylfingum og Markamönnum í bundnu og óbundnu máli, rituð af William Morris (A Tale of the house of the Wolflngs and áll the kindred of the Mark, written in prose and in verse by William Morris). London, 1890. Morris lýsir fyrst höll Ylfinga og konungi þeirra Þjóðólfi og hirð hans. Einu sinni er hann sat við drykkju, kom maður með herör og sagði þau tíðindi, að rómverskur her hafði ráðizt inn í landið. Þjóðólfur hitti val- kyrju í rjóðri, áður hann lagði i hernað, og gaf hún honum hringabrynju, dvergasmíði. En fósturdóttir hans, sem ólst upp við hirðina, var reyndar dóttir þeirra. Hana dreymdi móður sína og sagði hún, að Markamenn mundu aldrei sigur vinna, fyr en á banadægri hins mesta manns í liði þeirra. Margir aðrir fyrirburðir og undur urðu þar. Riðu menn til þings. Stóð Þjóðólfur þar og hafði hvorki hjálm né skjöld, enda hafði hann strengt þess heit yfir bragarfulli, að bera hvorki hjálm né skjöld í þess- um ófriði. Sögðu flðttamenn tíðindi ill og mikil af Rómverjum. Herjuðu þeir landið, brenndu og bældu. Nú. er að segja frá því, að farandkona kom í Ylfingahöll og sagði margt títt. En fóstra Þjóðólfs var forspá og fór ein sér. Sagði hún í Ijððum frá herbúðum Markamanna og sigri þeirra. Kom þá maður hlaup- andi með tíðindi. Markamenn ginntu Rðmverja inn í rjóður í Myrkviði, og féllu þeir hver um annan þveran. Farandkonan hvarf um kveldið, og var reyndar allt eitt, hún og draumkonan og valkyrjan. Fóstra Þjóðólfs kvað aptur sigurspá næsta kveld, en var þó höfugt.

64 Maður bar aptur tíðindi um orrustu. Rómverjar höfðu búizt fyrir á háu felli, og var einstigi upp að fara. Voru bogaskot þeirra og valslöng- ur skeinuhætt Markamönnum, er þeir sóttu upp í móti. Herjólfur sótti upp austanvert fellið og inn fyrir stauragirðingar Rðmverja. Lét hann þar Iíf sitt með mikilli hreysti og margir félagar hans. Hafði hann áður sent margan mann til heljar með rimmugýgi sinni. Voru á honum sex ólífis- sár. Er þessi atlaga kölluð Herjólfshríð. Þjóðólfur þokaði svínfylking sinni hægt upp fellið. Tókst þá högg- orusta grimm og hörð. Ruddust þeir Markamenn upp á fellið og hjuggu hin löngu spjðt Rómverja sundur af mikilli bræði. öaf þar engi maður öðrum grið. Féllu Rómverjar þar flestir, en atlagan er síðan kólluð Þjóð- ðlfshríð. Var Þjóðólfur enn hlífarlaus í þessum bardaga. Ásmundur gamli hafði farið höndum um Þjóðólf, áður hann lagði í þenna leiðangur. Stakk hann hendi við hringabrynjunni dverganna. Þótti mbnnum þetta ills viti, og lét Þjóðólfur eptir brynjuna með Döglingum. Kom þar einn dag snemma, er menn lágu í svefni, maður a hesti með jar- tein frá Þjððólfi, og skyldi sækja brynjuna. Fékk keriing nokkur honum brynjuna, og undraðist, hversu grá og þunn og létt hún var. En sendi- maðurinn var valkyrja Þjððólfs, og mátti hún bregða sér í öll líki. Herjólfur var heygður, og Þjððólfur var vakinn um nóttina af val- kyrju. Taldi hún hann á að fara í brynjuna, og veitti þó erfitt. Varði hann þess, sem var, að köld eru kvennaráð. Markamenn höfðn herbúðir á öðrum stað í Myrkvið nær Ylfingahöll. Hét Otur foringi þeirra. Hrosshildur, skemmumær Þjðððlfs fðstru, bar þangað tíðindi. Voru Rðmverjar komnir skðgarleið inn í Miðmörk. Bað hún skjótrar liðveizlu. Otur brá þegar við, sendi Þjóðólfi boð og lagði af stað með lið sitt. Þeir Otur sáu reyki mikla leggja upp af Mörkinni. Konur og börn forðuðu sér í skðginn, en Rðmverjar hjuggu allt niður sem hráviði, er fyrir varð. Vildi Otur banna þeim yfirför yfir fljótið og eggjaði menn sína að Iáta nú á sjá, hver skapraun þeim var þetta herhlaup. Fylkti hann svín- fylking á völlunum, og sendi þá meginherinn Rómverja sveit manna, að taka þessa fífidjörfu menn, er gengið höfðu í greipar þeim, en hún fðr hina mestu sneypuför. Létu þeir Otur skóginn geyma sín, en gerðu áður sknrð i lið Rómverja. Fðr nö sendimaður þeirra til Ylfingahallar og bað menn forða sér í skóginn. Þoka var á um nóttina, og reið Otur að Róm-

85 verjum fyrir sólaruppkomu og gerði þeim óskunda, en fékk þó ekki bann- að þeim vaðið, enda var hann mjög liðfár. Beið hann nú Þjóðólfs. Arinbjörn gamli og þeir frændur komu tir Myrkvið og Báu hvað orðið var, brunnin húsin og gafiaðið eitt eptir, en konur og börn hvergi. Eirðu þeir engu, og báru þeim Otur æðru- og frýjuorð. Æddu þeir einir af stað, og fylgdu þeir Otur þeim nauðugir. Vildi hver þeirra hafa mann fyrir sér, áður hann biði bana, svo Þjóðólfur ætti við færra lið að eiga. Nú er frá Þjóðólíi að segja, að hann kom að, er þeir Otur höfðu rofið skjaldborg sina og börðust á miðjum völlunum. Höfðu Rómverjar sveigt fylkingar sínar að þeim, og utan um þá. Gekk Þjóðólfur i broddi svín- fylkingar móti þeim, og var í dvergabrynjunni. En er hann vildi byrja atlöguna, seig yfir hann þungur höfgi og féll hann til jarðar, og var bor- inn út tir bardaganum. En Þórólfur sterki gekk í stað hans í rananum svínfylkingaTÍnnar. Börðust menn nti lengi dags, og létu skammt milli höggva, og var tvísýnt um sigurinn. En Þjóðólfur var lagður i skóginn og dreymdi þar fagra drauma. Undruðust menn, er þeir fundu ekki sár á honum; vaknaði hann, er brynjan var af honum tekin. Kvaðst hann hafa æðrazt og vildí ráða sér bana, en vinna þð fyrst Markamönnum slikt gagn, er hann mátti í orustunni. Maður rann eptir honum með hringa- brynjuna og fór hann í hana. Gekk hann eigi með sjálfum sér og milli draums og vöku. Rétti hann vinstri hönd sina út í loptið, eins og hann leiddi einhvern. Talaði við sjálfan sig í hálfum hljððum: högg þú alla vega nema á vinstri hönd. Rómverjar rufu fylkingar Markamanna, en Þjðððlfur ðð gegnum lið þeirra, og hrukku menn hvervetna frá honum. Péll hann aptur til jarðar og var fölur sem nár. Hugðu sumir, að hon- um hefði blætt til ólífis, en aðrir, að Óðinn befði markað hann geirsoddi. Veitti örðugt að koma honum undan, því Rðmverjar sðttu fast eptir, til þess er myrkur datt á, og bjargaði þeim Þjððólfi. Þótti Markamönnum nú sýnt, að Æsir sjálfir réðu þessum ðfórum. Þjðððlfur raknaði seint við og strauk um ennið. Hann mælti ekki og hékk höfuð hans a bringu niður. Menn hans stððu umhverfis. Skðsveinn kom frá fóstru hans. Þjððólfur leit upp og til vinstri handar og mælti: hvað segir dðttir þín? Gættu menn eigi, hvort hann sagði þín eða mín. Bað fðstra hans þá koma og setjast í virki það, er hlaðið var í Myrkviði. Árinbjörn gamli t6k við forustu. Kvað hann Þjðððlf feigan, og vildi Þjóðólfur ekki lifa við alla þessa smán, fyr en Arinbjórn lofaði að skipa honum þar, er hann mætti vinna Rómververjum sem mest ógagn, áður hann


56 Tvær sögur. félli. F6r nú herinn í virkið, en Þjðððlfur gekk með sliðrin tóm. Hvit- ingur var týndur á völlunum i valnum. Fðstra Þjðððlfs talaði hug i menn. Arinhjörn hað menn vera húna til atlögu um nðttina fyrir dögun, að reka Eómverja úr Ylfingahöll. Kvað hann sig fýsa að hitta vin sinn Otur í Valhöllu, er hann hafði frýjað honum svo mjög hugar. Er menn lágu í svefni, leiddi fóstra Þjóðólfs hann skógarhraut í rjðð- ur, og sat þar valkyrja hans á steini með höfuð í gaupnum sér. Kvað fðstra Þjóððlfs þá vísur nokkrar og var myrkt kveðið. Móðir hennar vildi láta Þjðððlf lifa skapadægur hans og halda lífi, af ofurásttil hans. Kvað hún um hin römmu sköp, er enginn maður má við og ekki Æsir sjálfir. Fær engi feigum forðað. Fór dðttir þeirra burt og leyfði þeim að skiljast einum i hinnsta sinn. Valkyrja mælti: hvort máttu heyra orð mín og skilja, Þjðððlfur? Hann svaraði: skil eg, ef þú talar um ástir vorar og dðttur. Valkyrja mælti: nær linnir ástum vorum? Á hanadægri, sagði Þjóðólfur. Valkyrja mælti: ef þú bíður bana í dag, hvert fara þá ástir vorar? Þjðððlfur svaraði: eigi veit eg gjörla, en sagt mundu vér hafa, að þær dveldu með Ylfingaætt forðum. Hún sagði: en er Ylflngaætt er liðin undir lok? Hann sagði: Bagt mundu vér hafa í árdaga, að þær dveldu þá eptir með mennskum mönnum, en nú kveðumst vér eigi vita. Hún sagði: felur jörð þær, er þú ert dauður og í haug laginn? Hann svaraði: svo mæltir þú hindra dags, er eg sat hjá þér, og fæ eg ekki andæpt orðum þínum. Hún mælti: hvárt er bvo, að þú ert sæll? Hann mælti: hví spyrr þú? Bigi veit eg það. Bg var a brautu, en hugir mínir sátu hjá þér. Þykist eg nú alsæll, er þú ert hér. Hún mælti: er eigi svá, að ættmenn þínir eru þér i mun? Hann svaraði: sagt hefur þú, að eg væri af öðrum ættum kominn. Þð eru þeir vinir mínir og ann eg þeim, én eigi munu þeir mín þurfa, áður sól sígur til viðar i kveld. Er þeim sigur vís, ef allt fer að sköp- uðu. Vil eg eigi nema allt frá þér fyrir litla þágu frá þeim. Hún mælti: vitur maður ertu. Hvárt gengur þú í orrustu í dag? Hann mælti: svp er sem þú hyggur,

Tvær sögur. 57 Hún mælti: viltu steypa yfir þig dvergabrynjunni? Muntu þá lifa, ef þti gerir svo, en að öðrum kosti deyja. Hann svaraði: eg mun svo gera, og lengja líf mitt af ást við þig. Hún mælti: hvort þykja þér ókostir fylgja brynjunni? Djóðólfur skipti litum og mælti: svo þðtti mér i gær. Bar eg hana i fyrsta sinn á vopnaþingi og féll á völluna ósár; var þetta slík smán, að eg mundi hafa ráðið mér bana, ef þú hefðir eigi lifað. En þú sagðir eng- an illan seið fylgja dvergasmíðinu. Htin mælti: ef mér varð lygi á munni, hvað þá? Hann mælti: goðunum þykkir ekki fyrir að Begja satt og logið, en mennskir menn eiga ekki annars kosti en taka því. Hún mælti: vitur maður ertu. Hún þagði um stund, þokaði sér frá honum og kreppti hnefana af sorg og reiði og tók til máls: viltu deyja, ef jeg býð þér að deyja? Hann mælti: vil eg það, eigi af því þti ert goðborin, heldur fyrir þa sök, að þti ert mennsk kona fyrir mér og ann eg þér. Hún mælti ekki um hríð og sagði siðan: viltu fara tir brynjunni, Þjóð- ólfur, ef jeg býð þér? Hann kvað já við, og hverfum burt frá Ylflngum og baráttu þeirra, þvi þeim er ekki gagn að oss. Htin þagði enn stundu lengur og mælti kaldri rödd: jeg býð þér, Djóðólfur, að rísa upp og steypa af þér brynjunni. Hann leit til hennar, stðð upp og hleypti af sér brynjunni og glamr- aði í hringunum, en grá, hnefastðr hrúga lág eptir í grasinu. Þjðððlfur settist á steininn og kyssti valkyrjuna. Varð honum ljðð á munni um hinnstu ástastund þeirra, áður orrusta tækist i dögun. Hann mælti: björt ertu sýnum. Hvort ertu fegin þessari skömmu stund ? Hún mælti: sæt eru orð þín, en þau standa gegnum hjarta mitt eins og biturt sverð, því þau bera mér fregn um dauða þinn og ástaslit. Hann mælti: allt veiztu, er jeg segi, eða hví hittumst vér hér? Hún svaraði, er stund Ieið: vera mátti, að þú lifðir. Hann hlð við, en þó ekki háðslega eða kuldalega, og mælti: svo ætl- aði jeg áður fyr, en ef jeg fell í dag, þá veit jeg, er banaaár mitt er höggvið, að sigur er unninn og Kðmverjar á flótta, og þykki mér þá sem eg muni aldrei deyja, þð sverðið rísti djtipt. Verða þá engi astaslit. Guðrúnar-tregi seig yfir hana, er hún heyrði orð hans; hún mælti:

88 Tvær sögur. hér liggur brynjan, er þft fórst úr, að brjóst þitt mætti koma nær mínu. Viltu bera hana í orrnstunni fyrir mína sök? Hann lét siga brýnnar og mælti: eigi má svo vera. Sagðir þft ekki illt fylgja henni, en í gær sortnaði mér tvisvar fyrir augum og hneig jeg til jarðar og dreymdi vonda drauma um dverga og illþýði. Og er jeg var með Ylfinguni í Myrkviði, þá þótti mér ekki vera annað en það sem jeg hugsaði um. Var mér eitt í hug, að lifa við smán hjá þér og sjá aldrei Ylfinga optar. Nti er jeg ekki lengur kynskiptingur, heldur Þjóðólfur mikli, sá hinn sami, er þú unnir forðum. Bað hún hann vorkenna sér, er htin hafði leynt ókostum brynjunnar til að bjarga lífi hans. Goðborin kona fékk hana af dverg; lofaði hún að sofa eina nótt i steini hans í staðinn. Stakk hún honum svefnþorn um nóttina og fór burt með brynjuna um morguninn. En dvergurinn kallaði eptir henni áhrínsovð. Skyldi ekkevt fá grandað lifi. þess manns, ev í henni væri, í bardaga, en æðru- og smánarorð skyldi hann bera úr orrustunni. Þetta sagði valkyrjan í ljððum, en síðan mælti hún: Þti verður borinn banaspjótum, en jeg ber harm minn ein. Eru slíkt mikil ósköp, að eigi má eitt yfir oss ganga. 111 sending var brynjan, dvergsnauturinn, og má eigi sköpuðu skeika. Þjóðólfur gekk í virkið til manna sinna i dögun. Stððu þeir albtinir til bardaga. Tók hann vopn ívars Ylfings og fylkti liði sínu í 3 staði. Bað hann suma þeirra bíða, til þess er flótta brysti i lið Rómverja, því enginn rðmverskur maður má vera á lífi ótekinn í kveld. Þykist jeg eigi forspár, en því er ekki að leyna, að ekki kem jeg aptur í fólkorrustu fyr en í ragnarök. Má vera að jeg vinni dagsverk nokkurt, því eigi dey jeg fyr en i lok bardagans, og verum kátir. Skipaði hann nú fyrir, hverjir koma skyldu í opna skjöldu Rómverjuni, en fóstra hans sagði fyrir, hversu slökkva skyldi eld í Ylfingahöll, ef Rómverjar kveiktu í henni. Arinbjörn gamli mælti: er eigi svo, Þjðððlfur, að þú sörst goðunum eið, að bera hvorki hjálm né skjöld í þessum ófriði. Viltu nti valda oss goðagremi? Þjóðólfur svaraði: eigi em eg þræll goðanna og er löng saga til þess, en ef vér för- um báðir sömu leið í kveld, mun eg þó segja þér hana og svo goðunum, ef þau eru yglibrýn, og mun þá allt vel fara. Þjóðólfur kvaddi fðstru sína og grét hún, er þau skildust í rjððrinu. Þjððólfur sveigði fylkingararma sína að rðmverskri sveit, er njósnaði í Myrkvið og lét skammt höggva á milli. Skipti engum togum, áður Rðmverjasveitin lá í valnum. Þurfti þar engi maður um sár að binda.

TT»r sögur. 59 Þjðððlfur mælti: ómýkra er að búa undir sverðseggjum vomm en við brjðst kvenna. Hlægir það mig, að Rómverjar rekkja ekki með konum vorum í nótt. Þjóðólfur kvað: Mál er að vega; vakinn er úlfur; rjóðum randir; berum banaorð af brögnum þessum; leikum bildarleik, svo að engi halur aptur hveríi. Tókst nú meginorrustan. Stóð Þjóðólfur hvarvetna að baki, er hans þurfti mest við, en gekk lítt fram í höggorrustuna. Lét hann lið koma þeim í opna Bkjöldu Rómverjum og sótti svo hart að þeim, að menn hans Btungu margan mann til bana með langspjótum Rómverja sjálfra. Létu Rómverjar undan síga, og þó hægt, og virkið gæta sín, er þeir höfðu reist umhverfis Ylfingahöll. Arinbjörn gamli vildi hefna Oturs og vinna Bem mest. Óð hann einn inn í fylkingar Rómverja, fieygði burt skildi sínum og hjð stðr högg, til þess er sverð hans brotnaði. Tók hann þá exi sina og gáði eigi annars en hann væri að fella tré í skógi. En þ6 Rómverjum þætti illt að eiga náttból undir exi hans, þá stððu vopn á honum þétt sem skæðadrífa, og hné hann örendur upp við virkisgarðinn. Þjððólfur kom að í því bili með sveit manna og mælti: illa er farið, er þú vildir eigi bíða mín, félagi, og er ærið enn að vinna í dag. Varð nú hlé á bardaganum. Biðu Markamenn liðsins, er eptir varð í Myrkviði, en Rðmverjar bjuggust fyrir í virkinu sem bezt þeir máttu. Þessi hríð er kblluð Dagshríð og er þetta um kveðið: Það var í ðttu, Æðir Óðins veður, er menn söttu en ömu soður ramma rómu, mögur Myrkviðar; Rómverjar kvðmu, munu Þjóðólfsliðar stáli klæddir bera banaorð og gulli gæddir; á blóðgri storð smaug fieinn floginn, af vóskum verum þá var friður loginn. og vólskum herum. Skaut nú hvorrtveggi herinn með bogum og slöngvum, til þess er liðið Markamanna kom út úr skóginum. Sau Rómverjar þá, að hér voru tveir

60 Tvær sögur. einir kostir fyrir höndum. Var annar sá, að þrauka í virkinu, en hinn að ryðja sér braut gegnum umsátursherinn og forða lífi. Lét höfðingi þeirra binda bandingja alla á hinn æðri bekk í Ylfingahöll með vopnum og her- klæðum; kvað þá mundu geta þingað þar af meiru viti en áður; list síðan bera í höllina hrís og kjarrviði, „verður þá líkbál vort glæsilegra en ella", en Eðmverjar brenndu dauða menn. Hann lét drepa hesta alla, setti bog- menn á virkisveggina og opnaði hliðin til úthlaups. Sjálfur stóð hann fyr- ir við karldyrnar á Ylfingahöll og sór þess dýran eið, að hann skyldi eigi þaðan hörfa fyrir eldi né járni. Varð nti hlé á bardaganum og kvað föstra Þjððólfs ljðð, sigurBpá. Æptu þá hvorrtveggi herinn heróp og þurfti þar engum manni hugar að frýja. Þjðððlfur ruddist um fast, því hann sá reyk leggja upp af Ylfinga- höll og vildi bjarga henni. Hopaði nú engi á hæl, en hver féll þar sem hann Btóð, og voru eugi grið þegin, enda var eigi giiða beðið. Sóttu Markamenn inn um hliðin, er Eómverjar tðku að lýjast og liðið að verða þunnskipað a veggjunum. Lauk svo, að Markamenn hjuggu Eðmverja nið- ur sem hráviði í virkinu. Þjððólfur ruddist fram að hallardyrum. Stðð þar höfðingi Eðmverja i gullinni brynju og purpurakápu yfir. Brann höll- in að baki honum, en hann stðð grafkyrr. Þjðððlfur hafði misst hjálm og skjöld; brynja hans var slitin, sverð hans brotið og bar hann rómverskt og stutt sverð. Mæddur var hann og særður mörgum svöðusárum. Draup blóð af vinstri hendi hans og skór hans voru fullir af blðði. Horfði hann í augu Kðmverjans og hló við, og hljóp að honum og slð hann kinnhest mik- inn. Bn Eðmverjinn lagði um leið til hans, svo hann hrataði. í því bili var Eðmverjinn höggvinn sverðlaus, en sverð hans stðð í síðu Þjððólfs, er hann gekk inn í höllina. Gengu sumir að slökkva, en Þjððólfur gekk seint upp hallargólfið og mælti við menn þá, er bundnir voru: veriðkátir, því nú er sigur fenginn. Lagði hann sverð sitt á borð eitt og spretti böndum þeirra með tigilknífi og kyssti hvern, er leystur var, og mælti: slökk eldinn, vinur. En því fleiri sem hann leysti, þeim mun lengur var , hann að leysa. Seinast leysti hann mann, er bundinn var í öndvegi hans og mælti: siökk eldinn, vinur. Mun jeg sitja í sæti mínu, þvi jeg em þreyttur. Er mér þorstlátt og má vera þú færir mér vatn. Hef eg lúizt í dag. Maðurinn rann eptir vatninu og sá eigi glöggt fyrir reyknum, er hann kom aptur, en varð fðtaskortur á gólfinu við öndvegið og tók hendi sinniiblóð. Hannmælti: drekk, hér er vatn. En Þjðððlfur hallaðist apt- ur í öndvegið og svaraði ekki. Var hann kaldur og fölur en róm-


Tvær sögur. 61 verskt stutt sverð stóð hálfa vegu gegnum hann. Varð óp mikið í höll- inni, er menn vissu tíðindin, en fóstra Þjóðólfs veitti honum nábjargir. Var hann lagður á spjótbörur og borinn út á hól einn. Stððu Markamenn umhverfis hðlinn og voru hnípnir mjög. Fóstra Þjóðólfs talaði langt er- indi og snjallt; kvað nú ráð að ryðja höllina og fagna sigri og drekka erfi. Ásmundur gamli kvað erfiljðð yfir fóstbróður sínum Otur og siðan kviðu um Þjóððlf og sagði, hversu Æsirnir risu gegn honum, er hann kom hlífarlaus til Valhallar, og fögnuðu honum. Fðru menn heim og drukku í Ylfingahöll um nðttina; var Þjóðólfur settur i öndvegi og hans full drukk- ið fyrst allra. Daginn eptir var hann heygður. Lýkur hér sögunni af Ylfingum; er hún einkennileg, og stðr munur á henni og skáldsögum Þjóðverja (Felix Dalm o. fl.) frá þjóðabyltingatíman- um. Sami höfundur, Morris, gaf út 1891 lítinn bækling, sem heitir „Prétt- ir úr engum stað (News from nowhere)" og lýsir byltingn í Lundúnum, sem kemur á meiri jöfnuði en verið hefur á auð manna og velmegun o. s. frv.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri