Vesturfarar-unglingar

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita
Krakkar á Ellis eyju 1908
Innflytjendur í Kanada 1911
auglýsing frá Skipafélagi sem flytur engan Tataralýð
Skipið Empress of Ireland árið 1908. Skipið sökk 1914 við Kanadastrendur og dóu þá fleiri en í Titanic sjóslysinu
Bóndabær í USA 1910
Býli í USA 1910
Pósthús
Krakkar að leika sér um sumar
Krakkar á skautum um vetur
Safna jólatrjámEfnisyfirlit

Um verkefnið

Rósa Guðmundsdóttir nemandi við Kennaraháskóla Íslands útbjó þennan vefleiðangur fyrir nemendur á unglingastigi. Leiðangurinn tengist námsefni í samfélagsfræði. Markmiðið með leiðangrinum er að opna augu unglinga nútímans fyrir því hvernig var að vera vesturfara-unglingur og þær fórnir sem fólk færði þegar það flutti sig um sel í annað land á þessum tímum. Salvör Gissurardóttir lagfærði og valdi og tengdi í myndir.

Sögulegar staðreyndir

Á síðara hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldarinnar fluttu um 15000 Íslendingar sig um set og settust að í nýjum heimkynnum í Ameríku og í Kanada. Ástæða búferlaflutninganna voru margar en helst var um að ræða skortur á bújörðum og atvinnuskortur í þéttbýli. Vetrarhörkur ár eftir ár í lok 19. aldar og eldgos í Öskju ýttu enn frekar undir búferlaflutninga, því í fyrirheitna landinu átti að vera nóg landrými og vinna fyrir alla. Heilu fjölskyldunar fluttu sig því um set með von um betri tíma í nýju landi. En ávallt sátu eftir ættingjar á Íslandi og eins og samgöngum var háttað í þá daga var ekki hægt að kíkja í heimsókn. Flestir þurftu að kveðja ættingja sína sem eftir sátu fyrir fullt og allt.

Kynning

Þú ert Halldóra Guðmundsdóttir 15 ára og ártalið er 1912. Þú ert nýbúin að kveðja alla vini og ættingja á Íslandi og ert komin um borð í skip sem flytur þig til Ameríku ásamt móður þinni (Rósu) og 2 systrum (Önnu og Ragnheiði). Faðir þinn og bræður fluttu út fyrir tveimur árum til að undirbúa komu ykkar mæðgnanna og þig hlakkar mikið til að hitta þá en í hjarta þínu hvílir angist yfir að skilja eftir marga af þeim sem þér þykir kærir. Tvær elstu systur þínar (María og Margrét) verða eftir í Reykjavík ásamt mönnum sínum og litlu frænkum þínum (Oddfríði og Ástbjörgu). Þig órar ekki fyrir að þú munir aldrei sjá þau aftur.

Verkefni

Þú átt að skrifa bréf til systra þinna á Íslandi þar sem þú lýsir þeim ævintýrum sem þú lentir í á leiðinni frá Íslandsströndum til Seattle í Wasingtonríki í Ameríku.

Þú átt einnig að skrifa bréf til litlu frænkna þinna á Íslandi þar sem þú segir þeim frá öllum þeim nýju og spennandi hlutum sem þú hefur séð á leiðinni.


Ítarverkefni

Haltu dagbók um ferðalag þitt frá Íslandi til áfangastaðar í Ameríku. Ferðalagið í heild tók 28 daga og þú hefur séð marga nýja hluti og lent í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Segðu einnig frá endurfundum þínum við föður (Guðmundur) og bræður (Ágúst og Guðmundur jr.) og lýstu nýja húsinu ykkar sem þeir hafa byggt handa fjölskyldunni. Hvernig er húsið frábrugðið því sem þið bjuggið í á Íslandi?

Bjargir

Til hliðsjónar skaltu hafa bókina Vesturfarar eftir Helga Skúla Kjartansson.
Íslenskur Söguatlas 2. bindi - Útgefinn af Iðunn

Einnig má finna nytsamlegar upplýsingar á eftirfarandi vefsíðum:

Ferli

 1. Verkefnið er einstaklingsverkefni en gott er að vinna tveir saman að upplýsingaöfluninni.
 2. Punktaðu hjá þér hluti sem þér þykja áhugasamir og gætu hafa hent Halldóru á leiðinni til nýju heimkynnina
 3. Halldóra ferðaðist í tvær vikur á sjó og í tvær vikur á landi - taktu það með í reikninginn við gerð bréfanna og dagbókarinnar
 4. Taktu með í reikninginn þá tungumálaerfiðleika sem Halldóra hefur átt við að glíma fyrst eftir komuna út
 5. Gott getur verið að gera hugarkort við upphaf vinnuferlisins þar sem tekið er með í reikninginn alla þá þætti sem hugsanalega hafa orðið á vegi Halldóru til vesturheimsins.
 6. Verkefninu má skila sem ritvinnsluskjali

Mat

Við mat á verkefninu verður notaður eftirfarandi matskvarði

 • Málfar og stafsetning - 2%
 • Innihald/textavinnsla - 4%
 • Heimildavinna - 2%
 • Fjölbreytileiki í umfjöllun 2%
 • Efnistök 90%

Niðurstaða

Sá lærdómur sem hægt er að draga af þessum vefleiðangri er m.a. sá að setja sig í spor jafnaldra fyrir einni öld síðan. Eins að gera sér í hugarlund hvernig aðstæður voru fyrir hartnær öld síðan m.t.t. mannabústaða, fjölskylduaðstæðna o.s.fr.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri