Skúffukökur

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita

Skúffukaka 1

250 g hveiti

200 g sykur

100 g púðursykur

4 kúfaðar msk. af góðu kakói

1 tsk. matarsódi

1 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt

2 egg

⅔ bolli mjólk

rúmur ½ bolli af súrmjólk/AB mjólk

1 tsk. vanilludropar

125 g brætt smjör

Aðferð:

Hitið ofninn í 170〫-175〫. Smyrjið skúffukökumótið með olíu. Bræðið smjörið. Setjið öll þurrefnin (þó ekki matarsódann) í hrærivélarskál og setjið síðan eggin ofan í skálina og súrmjólkina. hræra matarsódanum út í mjólkina Setjið því næst mjólkurblönduna út í, vanilludropana og brætt smjörið. Hrærið rólega þar til deigið er komið saman (u.þ.b. 1 mínúta). Hellið í formið og bakið í u.þ.b. 20-25 mínútur.

Ljóst krem

120 g smjör

3 msk. kaffi

1- 1½ msk. kakó

vanilludropar

flórsykur

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri