Sjávarréttasúpa

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita

Veggmyndir Páskasúpan

Sjávarréttasúpa með karríi og kókos

1 msk. ólífuolía

1 laukur, smátt skorinn

2-3 hvítlauksrif, smátt skorin

2 tsk. karrí

2-3 sm af ferskri engiferrót, smátt skorin

1 dós kókosmjólk, 400 ml

5 dl fiskisoð (soðið vatn og teningar)

50 g kókosþykkni (má sleppa)

salt og grófmalaður pipar

300-400 g rækjur og hörpuskel (samtals)



Meðlæti 2 msk. kókosmjöl, ristað á þurri pönnu

u.þ.b. 4 tsk. grísk jógúrt, þeyttur rjómi eða sýrður rjómi

ferskt kóríander til skrauts



Aðferð Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíu við vægan hita í potti. Passið að brenni ekki. Bætið engifer og karríi saman við og blandið vel. Hellið síðan kókosmjólkinni út í og hrærið vel. Blandið fiskisoðinu út í og látið suðuna rétt aðeins koma upp og lækkið hitann. Látið malla í smástund. Saltið og piprið. Ef þið viljið auka kókosbragðið í súpunni og gera hana rjómakenndari er gott að bæta kókosþykkni (creamed coconut) út í. Skellið síðan rækjum og hörpuskel í pottinn og látið rétt aðeins hitna í gegn, í tvær til þrjár mínútur. Þegar súpan er borin fram er rjómi settur á toppinn og síðan ristuðu kókosmjöli stráð yfir og kóríander ef vill. Ef þið notið sýrðan rjóma eða gríska jógúrt á toppinn er gott að hræra það aðeins út með smámjólk til að þynna.

frá Rósa Guðbjartsdóttir

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri