Saffran

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita
Lúsíuhátíð 13. desember

 Svíþjóð er siður að halda upp á 13. desember með Lúsíuhátíð þar sem Lúsía og og þernur hennar syngja 

jólalög. Snemma morguns eru á ferli hvítklæddar lúsíur með ljós í hárinu sem vekja fólk og koma færandi 

hendi með bakka þar sem á er kaffi, piparkökur og lúsíuketti. Lúsíukettirnir eru smábrauð með kryddinu 

saffran sem gerir þau fallega sólgul og ilmandi. Þau eru gjarnan formuð eins og hið forna tákn sólhjól. 

Lúsíurnar með ljós í hári og gullnu brauðin formuð með geisla eins og sólin minna á birtu og yl þegar 

skammdegið er sem mest.
Það er venjan að syngja Lúsíulagið þennan dag en hér er það með íslenskum texta eftir Elsu E. 

Guðjónsson.

Heilög Lúsía 

Hljóð er in höfga nótt.
Hægum í blænum
dormar nú sérhver drótt.
Dimmt er í bænum.
Birtir af kertum brátt,
blíð mærin eyðir nátt:
heilög Lúsía,
heilög Lúsía.

Veröld í vændum á
vonglaðar stundir.
Ljósdýrð frá himnum há
hríslast um grundir,

Drottinn því bjarma ber
blessuð mær öllum hér,
heilög Lúsía,
heilög Lúsía.

Líða um lönd og sæ
ljúfsætir ómar.
Streyma frá byggð og bæ
blæfagrir hljómar.

Hennar lof heyrast skal
himins um bjartan sal
helgrar Lúsíu,
helgrar Lúsíu!

1996/1997 Elsa E. Guðjónsson.

Saffranbrauð

Í þessi brauð þarf hveiti, smjör, egg, sykur, mjólk, rúsínur, ger og salt og síðast en ekki síst kryddið 

saffron en það kemur svona rústrauðir á lit en það eru þeir sem gera brauðið fallega gullt og af því kemur 

sérstakt saffranbragð og lykt.
Ein uppskrift af saffranbrauðum er svona:

125 gr. smjör eða smjörlíki
5 dl af mjólk
2 teskeiðar (50 gr) af geri
1/2 teskeið af salti
1 dl af sykri
1 gr af saffran
2 egg
16 dl af hveiti.
Rúsínur til að skreyta og penslað með eggi.

Feitin er brædd og mjólk hellt þar og haft svona fingurheitt (37C). Gerið er hrært í mjólkina og saffranið 

er mulið (með dálitlu af sykri) og hrært út í mjólkina. Eggin hrærð sérstaklega og síðan bætt út í og 

hveitinu er bætt í og deigið hrært. Hveiti stráð ofan á og hreinn klútur lagður yfir deigið og það látið lyfta 

sér þar til það hefur tvöfaldast. Síðan er deigið hnoðað og það á að vera ljóst, teygjanlegt og frekar laust í 

sér. Nú má móta deigið í brauð og setja á smurða ofnplötu og láta lyfta sér í svona hálftíma. Pensla svo 

með eggi og skreyta með rúsínum.

Saffranbrauðið má móta í alls konar form og snúninga, stundum eru búnir til kransar og fléttur. Brauðið 

verður fljótt þurrt og það er því ágætt að frysta það og afþýða svo í örbylgjuofni þega á að borða það 

heitt.
Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri