Mexíkóskur lambakjötsréttur

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita
Mexíkóskur lambakjötsréttur með grískri jógúrtsósu
1 kg               lambakjöt
2 msk            sólblómaolía
2                    hvítlauksgeirar, marðir
1                    stór laukur, saxaður 
2 msk             hveiti 
1 tsk               kúmenduft
1 tsk               kóríanderduft    
150 ml            hvítvín 
400 g              niðurskornir tómatar í dós   
2 msk             tómatmauk (puré)     
                       salt og nýmulinn pipar   
800g               kúabaunir (black-eyed beans) eða 
                       cannellini baunir í dós, 
                       hellið af baununum og skolið þær 
4 msk              mangó kryddmauk (chutney)
                       ferskt kóríander eða mynta 

Grísk jógúrtsósa
150 ml             grísk jógúrt, krydduð með salti, pipar og 
                        2 msk af söxuðu fersku kóríander eða myntu.

Aðferð
Snyrtið og skerið kjötið í teninga. 
Setjið olíu á pönnu og steikið kjötið – takið það af pönnunni að steikingu lokinni.

Lækkið hitann og mýkið laukinn í 2-3 mín.
Bætið hveiti, kúmendufti og kóríanderdufti saman við og hrærið í 2 mín. Bætið hvítvíni, tómötum og tómatmauki saman við. Hrærið og látið suðuna koma upp. Kyddið með salti op pipar.

Setjið lokið á og eldið í 1 og 1/2 - 2 klst.
Bætið baunum og mangómauki út í þegar 10 mín. eru eftir af eldunartíma.

Skreytið með kóríander- eða myntugreinum.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum.
Verði ykkur að góðu!
Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri