Leikir
Úr Ásta
== Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? == Þetta er samtalsleikur: Þátttakendur, sem eru númeraðir í byrjun, sitja í hring og klappa, ýmist á hné sér eða lófum saman (byrja á hné). Einn er fenginn til að byrja leikinn. Menn verða að halda taktinn allan tímann, ef þeir ruglast eru þeir úr. Hinir sem eftir eru verða líka að fylgjast með því hvaða númer detta út, því ef þeir nefna númer einhvers sem er úr, eru þeir sjálfir úr leik. Allir byrja: "Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?" Byrjandinn eða sá sem datt síðast úr: "Númer þrjú stal kökunni úr krúsinni í gær" Númer þrjú svarar: "Ha ég?" Hópurinn: "Já, þú", Númer þrjú: "ekki satt", Hópurinn: "Hver þá?" Númer þrjú: "Númer tíu stal kökunni úr krúsinni í gær.".............. Og þannig heldur leikurinn áfram. Þegar fáir eru eftir er hert á taktinum, og þarf þá sjaldan að bíða lengi eftir sigurvegaranum.