Fiskisúpa

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita

Karrígul fiskisúpa með ananas

ólífuolía 5 - 7 dl vatn 4 tsk karrý 8 hvítlauksrif 4 - 5 cm rifin engiferrót 2 grænmetisteningar 4 laukar 2 - 4 paprikur í öllum litum Graslaukur eftir smekk 1 dós af skornum ananas 4 dósir af kókosmjólk 6 - 8 Tælensk kaffírlauf

Fiskur eftir smekk td. Lúða, lax, skötuselur og rækjur Steikið kryddin (karrí, hvítlauk og engifer) í olíunni í góðum súpupotti. Blandið saman við lauk og papriku og látið malla í kryddolíunni. Hellið vatni yfir og látið sjóða í smástund. Bætið ananasbitum og safa út í og látið suðuna koma upp. Hellið aðeins meira vatni og setjið graslaukinn út í og kaffírlaufin. Leyfið þessu að sjóða í 10 - 15 mínútur. Hellið þá kókosmjólkinni út í og látið suðuna koma upp. Smakkið og bætið í grænmetisteningnum, örlitlu af bragðbætandi eins og hvítvíni ef til er. Leyfið seyðnum að standa í smátíma. Setjið síðan fiskinn út í rétt áður en bera skal fram og fáið upp suðuna.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri