Ævintýri

Úr Ásta
Stökkva á: flakk, leita

Litla stúlkan með eldspýturnar

Það var nístingskuldi með fjúki og fannkomu, og það var orðið dimmt um kvöldið; það var líka síðasta kvöldið á árinu; það var gamlárskvöld. Í þessum kulda og í þessu myrkri gekk á strætinu lítil stúlka, bláfátæk, berhöfðuð og berfætt. Að sönnu hafði hún gengið á tréskóm, þegar hún fór að heiman, en hvað hjálpað það? Það voru stórir tréskór af móður hennar; en af því aumingja litla stúlkan mætti tveimur vögnum, sem óku svo ákaflega hart, varð hún að hlaupa úr vegi fyrir þeim til þess að verða ekki undir. Hún týndi báðum tréskónum, því þeir voru svo stórir, að þeir tolldu ekki á fótunum á henni; annar tréskórinn fannst aldrei aftur, en drengur, sem gekk fram hjá, fann hinn, hann hljóp burt með hann og sagðist ætla að hafa hann fyrir vöggu þegar hann eignaðist sjálfur börn.“ Fætur veslings stúlkunnar voru rauðir og bláir af kulda, svuntan gömul og rifin og enginn keypti neitt af henni; „enginn hafði gefið henni einn einasta eyri; þarna gekk hún sársvöng og nötraði og var svo döpur, veslings barnið.“ Út úr hverjum glugga skein ljósbirtan, „og um allt strætið ilmaði steikarlyktin; það var líka gamlaárskvöld, og um það var hún að hugsa.“ Hún vissi að faðir hennar myndi berja hana þegar heim kæmi, hefði hún ekkert selt af eldspýtunum. Miðað við myndskreytinguna er hann drykkjumaður. „Hún settist niður og hnipraði sig saman í skoti milli tveggja húsa; annað þeirra stóð framar í götunni en hitt. Hún kreppti undir sér fæturna, en það varð æ kaldara og kaldara, og heim til sín þorði hún ekki að fara.“ Hún stelst til þess að kveikja á einni eldspýtu til að verma á sér fingurna. Síðan kveikti hún á annarri og þeirri þriðju. Og í hvert sinn sá hún eitthvað fallegt, sem hverfur jafn hratt og það birtist þegar slökknar á eldspýtunni. Loks sér hún stjörnu hrapa á himninum. „Nú deyr einhver,“ sagði litla stúlkan, – því að amma hennar sæla, sem var sú eina manneskja, sem nokkurn tíma hafði verið góð við hana, hafði sagt: „Þegar stjarna hrapar á himninum, þá fer einhver sál til guðs.“ Hún kveikti á fjórðu eldspýtunni; hún lýsti svo vel, og í bjarmanum stóð amma litlu stúlkunnar skínandi björt með milda ásjónu. „Amma mín góð!“ kallaði litla stúlkan, „æ, taktu mig með þér; ég veit að þú hverfur, þegar deyr á eldspýtunni, þú hverfur eins og heiti ofninn, góða gæsasteikin og blessað jólatréð.“ Hún varð úti þetta síðasta kvöld ársins. „Hún hefur ætlað að hita sér,“ sögðu þeir sem gengu framhjá stúlkunni þar sem hún lá í snjónum að morgni fyrsta dags nýs árs. Stúlkan var komin til ömmu sinnar hjá guði; „þar var enginn kuldi, ekkert hungur og ekkert volæði,“ eins og segir í bókinni.

Tenglar
Nafnrými
Útgáfur
Aðgerðir
Flakk
Verkfæri