You are looking at the HTML representation of the XML format.
HTML is good for debugging, but probably is not suitable for your application.
See complete documentation, or API help for more information.
<?xml version="1.0"?>
<api>
  <query-continue>
    <allpages gapfrom="Rickshaw" />
  </query-continue>
  <query>
    <pages>
      <page pageid="86" ns="0" title="Reisubókin">
        <revisions>
          <rev xml:space="preserve">Reisubókin er verkefni sem er í smíðum.

* [http://libcom.org/library/pirate-utopias-under-banner-death Pirate utopias: Under the banner of death, 1640-1820]

*  http://www.gutenberg.org/wiki/Pirates%2C_Buccaneers%2C_Corsairs%2C_etc._%28Bookshelf%29 Sjóræningjahillan</rev>
        </revisions>
      </page>
      <page pageid="262" ns="0" title="Reykjavík vorra daga">
        <revisions>
          <rev xml:space="preserve">Reykjavík vorra daga er kvikmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1946.
í upphafi myndarr set par niður á kaffihúsið Hressingarskálann. Parið fer síðan í útsýnistúr í flugvél. Farið er á Elliðaár og inn að Sogi og fjallað um hitaveituna og rafmagnsframleiðslu. Sýnt er byggingar eins og Landspítalinn, Háskólinn og sundlaugin og elliheimili Sýndar eru  götuframkvæmdir og uppbygging borgar og einnig sýnt braggahverfið. Fylgst er með fimm listamönnum en það eru Einar Jónsson, Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Ríkharður Jónsson og Guðmundur
Einarsson

Fyrri hluti  kvikmyndarinnar var sýndur í febrúar 1947 og seinni hlutinn haustið 1948. Fyrri hlutinn var án hljóðs en með textaspjöldum. Í seinni hlutanum er hljóð en þar talar Ævar Kvarna inn á myndina með stálþráð.

https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/960


Tour of Iceland 1950 ps://www.youtube.com/watch?v=Ku-pJP-E50E

Nýi tíminn, 10. tölublað (12.03.1947), Blaðsíða 2
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5617089


=====================


Frú Kannveig Kristjánsdóttir húsmæðrakennari
gefur, í útvarpserindi því er hér birtist, allnákvæma
lýsingu á húsnæði er héraðslæknirinn í Reykjavík
hefur dæmt heilsuspillandi, en ekki er mikið útlit
fyrir að rýmt verði á næstunni. Er það holl lesning
fyrir þá sem ekki gera annað en yppta öxlum þegar
minnst er á húsnæðisneyð alþýðunnar í höfuðstaðnum. 
— Erindið er hér nokkuð stytt.

Um þessar mundir er hér sýnd
kvikmynd með nafninu Reykjavík vorra daga.
Ég hef ekki séð myndina en ég býst við að hún 
lýsi nokkuð öðrum hliðum á lífinu en þeim
sem ég geri hér að umræðuefni í kvöld.

Dagblöðin skýra nú frá húsnæðisrannsókn, sem fram fór á
síðastliðnu sumri og sem bæjarlæknirinn nú hefur til endurskoðunar.

Samkvæmt frásögn eins dagblaðsins voru 2210 íbúðir skoðaðar,
ar af 326 braggaíbúðir og 1884 kjallaraíbúðir (innan sviga 
sagt er ekki leyfilegt að byggja kjallaraíbúðir í Reykjavík)

Blaðið skýrir ennfremur frá því að bæjarlæknirinn sé nú að endurskoða
umsagnir nefndarinnar. Af hinum 2210 íbúðum hafi hann þegar dæmt 652 heilsuspillandi. Auk þess telji hann rannsóknina ekki fullnægjandi, þar sem hún einungis nái til bragga og kjallar en ekki íbúða í skúrum, háaloftum og einbýlishúsum.

Mér fannst hinar ofannefndu tölur ískyggilega háar og áræddi aþví að snúa mér til bæjarlæknis og biðja hann um heimilsfang nokkurra þeirra sem byggju í heilsuspillandi íbúðum.

Hann veitti mér fúslega það sem ég bað um og ég lagði af  stað út í bæ til þess að skoða
lífið bak við tölurnar.
Fyrst kom ég í kjallaraíbúð
austur í bæ, en þar bjuggu
mæðgur. Stúlkan var í vinnu. —•
Snyrtileg og vingjarnleg eldri
kona bauð mér inn og leysti fúslega úr því sem ég spurði um.
íbúðin var eitt lítið herbergi óg
eldunarpláss. Lofthæðin undir 170 cm.                                ••      :&lt;
í fyrra vor höfðu mæðgur
þessar verið í húsnæðishraki og
þá séð auglýsingu í Morgunblaðinu. Eina af þessum venjulegu.
Herbergi og eldunarpláss til
leigu gegn standsetningu. Þær
áttu ekki annars úrkosta, létu
klæða innan kjallarann, setja -í
glugga, veggfóðra, dúkleggja og
mála. :— Kostnaðurinn varð um
það bil 4 þús. krónur. — Tveir
frændur konunnar höfðu standsett, svo vinnan var nú ekki
hátt reiknuð. Við héldum áð
þetta yrði látið ganga upp í
húsaleiguna, en það var nú ekki
ætlunin, sagði konan. Húsaleigan var svo 300 krónur á mán-
uði. Þegar við vorum búnar að láta standsetja, kom húseigandinn með samriing. Samningurinn var upp á það að við tækjum íbúðina, á leigu til eins árs. Hann lét í veðri vaka að við gætum auðvitað verið leng-
ur ef við vildum. En ég sagði





við  dóttur  mína   að  hún  mætti
ekki skrifa undir þetta til eins
árs. Hún hafði samt ekki kjark
í sér til þess að mótmæla. Hún
skrifaði undir og nú er búið aö
segja okkur upp í vor. — Á þá
að leigja íbúðina öðrum, spurði
ég. — Ætli það ekki svaraði
konan. Skoðunarmennirnir sem
komu hér í vor frá bænum
sögðu, að heilbrigðisnefnd hefði
bannað að leigja þennan kjallara. 
En svo sögðu þeir ekki
meira. Nú var búið að dúkleggja
og veggfóðra og setja hér inn
glugga. Rétt fyrir kosningarnar
í sumar kom svo vatn í gegnum
vegginn, og ég, hef staðið við að
vinda og þurrka í allt sumar.
Annað slagið i vetur hafá komið
lækir í gegn um eldhússkápinn
þarna. Nýi gólfdúkurinn sem
lagður var í vor staðfesti orð
konunnar. Hann er sundurgrotnaður 
og horfinn af hálfu eldhúsgólfinu svonefnda. 
Vitanlega er
ekkert vatn í eldhúsinu og engin eldavél 
og skápurinn sem konan talar um getur heldur varla |
kaliazt skápur. Mæðgurnar elda
á olíuvél og hita stofuna með
kolaofni.
Við áttum að fá að þvo á elda
vél hérna frammi d þvottahús-
inu, en svo var hún tekin og ég
verð að þvo hér líka, heldur
konan áfram. Þetta árið verður
okkur dýrt, fyrst standsetningin,
svo leigan, hiti og ljós þar
að auki.
Vitið þér hvernig það er með
íbúðirnar á Skúlagötunni, spyr
konan að lokum. Við erum að
sækja þar um. Eg get ekkert
sagt henni um þær nema það að
Hannes á horninu segi að þær
muni verða dýrar. Og að komnar 
muni mörg hundruð umsóknir um 50 íbúðir.
Já, segir hún undarlega æðrulaust.    
Við  höfum  heldur    ekki 
bæjarleyfi. Höfum verið hér 3
ár og þurfum báðar að vera undir læknishendi. — Svo fylgir hún
mér til dyra. Hatturinn minn
nemur við ljósastæðið sem þó
er fellt upp í loftið: — Háir
menn standa ekki uppréttir hér.
•
Næst er ég stödd í bragga. Það
er sólríkur frostmorgunn eins
og þeir gerast í Reykjavík núna.
Kuldann finn ég þó fyrst þegar
ég er komin inn í eldhús. Komið
þér hérna inn til min, segir korn
ung kona með mánaðargamalt
barn í fanginu. Það er ekki búið
að kveikja upp í eldhúsinu og
hér er allt beingaddað á morgnana. — Mér hefur oft verið sagt
að húsmóðirin sé eins og drottning í ríki sínu. Ríki þessarar
ungu drottningar er kompa, 3 m. á annan kantinn og 1.80 á hinn.
Þar býr hún með manni sínum og tveim börnum, öðru mánaðar
gömlu og hinu 16 mánaða. Kvefið suðar i eldra barninu og ung-
barnið hnerrar. Ofninn hefur ekkert við, segir konan. Við höf-
um verið hér í þrjú ár og ekki er enn von um neitt. Vitið þér
nokkuð um Skúlagötuhúsin, spyr hún eins og fyrri konan.
Yngra barnið liggur í fóðruðum kassa uppi á kommóðu.
Gólfflöturinn er ekki svo ríflegur að veita megi hinni nýbornu dóttur drottningarinnar nokkuð af honum. Heimilisfaðirinn er fæddur og uppalinn í Reykjavík og í atvinnu hjá bænum.
Bragginn er frá húsaleigunefnd. í honum býr alls ellefu
manns. Tengdamóðir ungu konunnar sýnir mér hin tvö herbergi braggans. Þau eru rúmgóð en í þeim býr líka samtals átta manns. Í öðru herberginu eru tvö smábörn enn í bólinu. Þetta er á 10. tímanum, en konan seg-
ir afsakandi: Það er ekki von greyin séu viljug að fara á
fætur   í   þessum   kulda.   Það   er
=====================
Ný tíminn, Miðvikudagur 12. marz 1947.

nógu erfitt fyrir fullorðna fólkið
að hafa sig upp. Bragginn var
óinnréttaður þegar við fengum
hann. Viðgerðin hefur kostað um
10 þúsund krónur — vinna þó
ekki reiknuð. Fyrst þegar við
fluttum hingað, fraus inni þegar
fraus úti. Nú er bragginn forskalaður, og mikið skárri síðan.
Eftir þennan tíma, þrjú ár sem fjölskyldan hefur búið hér, eru
dívanar, kommóður og skápar allt botnlaust af fúa. Grunnurinn er eitt fen og gólfið frýs þegar frost er. Hurðarlaus, sundurryðgaður bárujárnskamar blasir við braggadyrunum. Það er stundum erfitt að komast
þangað, segir konan. í þýðviðri rennur aurinn hér ofan af hæðinni og tekur í miðjan kálfa á leiðinni út þangað. Það er bezt að segja það eins og er, segir unga konan.' Maður ofkælist '¦
hvert sinn sem maður fer þangað —
Vatnið þarf að bera um 100 metra. Það væri nú ekki svo voðalegt fyrir ungar og fullhraustar manneskjur, segir hin eldri. En fyrir mér sem er biluð á heilsu, er þetta allt nokkuð
andstætt. Eg er nú að verða búin að fara með það litla sem eftir var af heilsunni, þessi þrjú ár. Það er orðin dýr húsaleigan.

Brátt er ég stödd í öðrum bragga. — Olíustyibban mætir mér í dyrunum. Þunguð kona kemur til dyranna. Maður hennar og elzta dóttirin liggja í rúminu, hafa fengið mænuveiki. — Börnin eru fjögur. Snotur börn, furðanlega vel til fara.  Við urðum að flytja í haust, segir
konan. Það vill enginn hafa barnafólk í sínum húsum. Við keyptum þennan bragga og létum innrétta hann. En við höfum ekki fengið að leiða í hann rafmagn. Maðurinn minn þolir ekki olíustybbuna. Honum verður   svo   þungt fyrir   brjósti.   — Samt verð ég að kynda allan  sólarhringinn, því sjúklingarnir þjást af eins miklum hitabreytingum og verða í slikum húsakynnum. Eg verð alltaf að hafa andvara   á mér  alla  nóttina.
í  öllum  lækningabókum  segir að    um   meðgöngutímann    þurfi konan að lifa rólegu og áhyggjulitlu lífi. Hún eigi að lesa hýrgandi bækur, vera mikið í hreinu lofti,  sofa   vel   og   forðast   geðshræringar.   Þar  stendur líka  að allir   þeir  sem   umgangast   konuna, heknilisfólk og samborgarar eigi   að   taka  sérstakt   tillit   til
hennar.
Umhverfi þessarar móður kemur ekki heim við forskrift lækningabókanna.
— Komizt þér á Landspítalann
til að fæða? spyr ég. — Eg hef sótt um það, svarar hún. En ég veit ekkert. Eg ætla að reyna að koma börnunum fyrir. Það er enga hjálp að fá. Eitt augnablik bregður fyrir gráthljóði í rómnum. Það sækir allt að í einu, segir hún. Börniri fá að borða.
Þau eru alltaf kvefuð og móðirin getur lítið látið þau vera úti,
því hún kpmst ekki yfir að líta eftir þeim.
Steinolíuvélin í eldhúsinu ósar og konan berst við sótið.
Þið hafið vatn inni. — Já, svarar hún. Við keyptum líka
vatnssalerni og séttum það niður, en það er lítið gagn að því,
því vatnsmagnið er. svo lítið. Eg spyr hana um þvottinn.. — I
bragga þar skammt frá er þvottapottur og þar þvo fjórar húsmæður. En það er bara verst fyrir mig að þurfa alltaf að vera að hlaupa frá, því þegar
ég kem aftur, er þvotturinn gaddfrosinn í balanum.

Næst er ég aftur komin í kjallara í Austurbænum. Gluggarnir eru 20 cm. upp úr jörðu. Við   eldavélina stendur   ung   og
skarpleg kona og er að sjóða
kjötsúpu. Allt er hreint og fágað. íbúðin öll máluð í ljósum
lit, smekkleg einföld gtuggatjöld, útsaumaðir, hreinir og
sléttir dúkar á eldhúsborðinu.
Eg finn enga lykt nema af kjötsúpunni.
Þegar húsmóðirin hefur heyrt erindi mitt og sér jafnframl
undrunarsvip á mér, segir hún:
 — Við búum hér hjá mágafólki. Húseigendurnir bjuggu
hérna í öðru herberginu fyrst, en svo losnaði íbúðin uppi og
þauu komust þangað. Við borgum enga  húsaleigu, en reynum að
halda þessu við eftir föngum.
Maðurinn minn málar allt plássið á hyerju ári. Eina ráðið er
að vera alltaf að hreinsa til annars væri þetta bara dauði.
Það eru 190 cm. undir loft, ef gluggi er opnaður, fyllist állt af 
ryki frá fjölfarinni götu. Um langan tíma um daginn nægði
kolaofninn í eldunarplássinu ekki til að hita nema það og annað herbergið. — Kolin voru svo vond. Þá rann herbergið allt
í   slaga.   Ef  börnin  fá   smávegis kvef, eru þau með það í margar vikur. Heimilislæknirinn kennir íbúðinni um.
Fjölskyldan  hefur  sótt  um íbúð  á  Skúlagötunni, en það verða víst ekki margir sem komast þar inn  segir konan um leið og ég fer.
        _                                
Nú er ég að nálgast miðbæinn.
Geng inn undir tröppur niður 
á við.  Kem niður í eldhús til
miðaldra konu. Hún býður mér
að ganga inn í stofu. Það er enn
þá niður á við. Hún sýnir mér
inn í annað herbergi. Þar eru
fjórir beddar með hreinum sængurfötum. Hún býr þarna ásamt
þremur uppkomnum dætrum.
Konan lyftir upp gamalli handsaumavél. Eg ímynda mér að
hún ætli áð fara að taka til og
rýma gangveginn. Undir saumavélinni kemur í ljós gat ca. 35
cm á lengd og 20 á breidd, þar sem það er að breiðast.
—  Hefur ekki verið eitrað
fyrir rottur hér?
—  Jú en þær hafa aldrei verið fjörugri en fyrst á eftir, svarar húsmóðirin. Þeim hefur ekki
enn tekizt að flytja saumavélina
né éta hana upp. Þetta er ónýt
saumavél, en rotturnar dansa
þarna niðri, dauninn leggur upp,
og á nóttunni sýður í skolpleiðslunum eins og í hver. Stundum
er varla svefnfriður fyrir þessari
tónlist   úr   undirdjúpunum.         '
Svo lekur eldhúsið ef nokkuð
fer niður á baðherbergisgólfið
hérna fyrir ofan. Það kemur.
oft fyrir að ég verð að fleygja
matnum.
Þegar lengst gengur verður
manni stundum á að hlæja. Um
daginn vorum við að drekka
kaffi í eldhúsinu. Það voru
nokkrar kunningjakonur hjá
mér. Þá kom yfir okkur skúr.
Geðslegt er það ekki.
Eg kveð en doka við um leið
og konan sýnir mér innganginn,
þar sem fjalirnar hrynja úr
veggnum. Hér rennur allt inn
þegar rignir segir hún annars hugar og að lokum kemur spurningin, sem ég er stöðugt að búast við: Vitið þér hvenær þetta verður útkljáð með Skúlagötuhúsin? Við sóttum um og höfum vottorð hjá lækninum.

===================================================
Reykjavík vorra daga

Þegar   menn   tala  um  slæmt húsnæði   eiga   menn   oftast   við
bragga og kjallara. Menn gleyma alveg   hanabjálkum,   skúrum   og einbýlishúsum. í fyrra var ég að að  leita   mér   að  íbúð   og   svar-
aði þá auglýsingum og gerði tilboð. Einu sinni bauðst mér svokallað   einbýlishús.   Eg   skoðaði niðurnítt   hússkrifli með   fjórum kompum,   sem   samanlagt   voru ekki   stærri   en   rífleg   dagstofa.

Fyrir þetta húsnæði átti ég að greiða 1000 krónur á mánuði og 24 þús. fyrirfram út í hönd. Eg varð því ekkert hissa, þegar eitt þeirra heimilisfanga er ég hafði fengið reyndist vera í einbýlishúsi. Þar var þó ekki um neitt okur að ræða. Ung hjón með   eitt   barn   höfðu   búið   um sig í hússkrifli, sem dæmt hafði verið óhæft til íbúðar fyrir stríð.
Heimilisfaðirinn hafði verið þrjú ár á heilsuhæli. Maðurinn kom heim í sumar og veiktist fyrir jólin en komst á fætur aftur.
Hann stundar heimavinnu í eldhúsinu. Konan þvær í eldhúsinu. Eldavélin reykir. Bakarofninn er ónýtur. Þegar kolin voru sem verst í vetur, eldaði hún á rafplötu, en þá var ekki hægt að hafast þar við fyrir kulda. Nú hafa hjónin rafmagnsofn sem þau geta haft á allan sólarhring-
inn. — Fyrst höfðum við glóðarofn og urðum að taka hann af á nóttunni vegna eldhættu. — Eina herbergið í húsinu er ca. 2,5x3 metrar. Eg sezt niður við borðið. Það gustar inn um gluggann, rifa milli hurðar og dyra-
stafs er um það bil 2 cm. Það er óvenju kyrrt veður.
— Það er oft hvasst hér inni  og   þá  hengjum   við teppi fyrir gluggana, segir húsmóðirin. Eg hef stundum fengið rottuheimsókn alla leið inn í stofu, og það hefur oft verið kátt milli þils og veggja.

— Við höfum sótt um húsnæði á  Skúlagötunni.
Þessi síendurtekna setning kveður nú stöðugt í eyrum mér,
eins og harmþungið ásakandi viðlag í órímuðu ljóði.
Konan sagði mér frá því að systir sín byggi uppi undir þaki með þrjú börn. Það lægi enginn venjulegur stigi upp til hennar, bara laus stígi í gegnum þrönga lúgu. Mágkona sín sagði hún að byggi líka í þakherbergjum, og 7 mánaða gamalt barn sitt gæti bún aldrei haft úti.
Engin þessara íbúða hafði tilheyrt þeim íbúðum sem rannsakaðar voru í sumar, og tvær hinna síðarnefndu hafa ekki enn verið skoðaðar né dæmdar óíbúðarhæfar.
Eg býst ekki við að þörf sé
héðanaf á þvá að taka það fram að munaður eins og baðherbergi, skápar eða geymslur er ekki til í þessum íbúðum.

Svona er lífið bak yið tölurnar. Þetta er Reykjavík vorra daga. Það er vissulega ekki öll Reykjavík, því hér eru líka til hallir og skikkanleg hús. En þetta er allt of stór hluti Reykjavíkur.</rev>
        </revisions>
      </page>
    </pages>
  </query>
</api>